Sunday Night Football

Á sunnudag tekur Puma á móti Geirfuglum (sjá mynd; fengin af heimasíðu Geirfugla) í þriðju umferð deildarinnar. Af því tilefni hefur ritstjórn ákveðið að endurbirta hluta úr grein sem birtist hér á síðunni síðastliðið sumar þegar Puma mætti Geirfuglum. Pumur sigruðu leikinn með fjórum mörkum gegn engu, þar sem Vésteinn Gauti Hauksson skoraði öll mörk leiksins.

Shit"Leikurinn fór vel af stað og leikur Puma einkenndist af góðu spili. Þó komu upp leiðindi á 14 mínútu leiksins þegar Benni þurfti að berja frá sér, og næla sér í gult spjald, þar sem Geirfuglar slógu frá sér í átt Puma eins og dýr í útrýmingarhættu. Puma uppskar hins vegar á 25 mínútu þegar Vésteinn skoraði fyrsta mark leiksins. Hann bætti svo öðru við á 33 mínútu úr víti eftir að brotið hafði verið á honum. Ágúst Ingi fékk áminningu þremur mínútum síðar fyrir að brjóta á leikmanni Geirfugla. Geirfuglar minnkuðu muninn á 40 mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór ekki eins vel af stað og sá fyrri. Geirfuglar jöfnuðu metin og var staðan 2-2 þangað til á 72 mínútu þegar enginn annar en Vésteinn skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Puma yfir á nýjan leik. Geirfuglar sóttu stíft, en Puma sýndi góðan karakter og bætti við marki á 77 mínútu leiksins. Hver annar en Vésteinn! Jú, fjögur mörk voru staðreynd og tryggði hann Puma glæsilegan sigur. Á 79 mínútu fékk Annel svo að líta gula spjaldið.

Sigur var staðreynd og vonandi er þetta það sem koma skal í sumar. Það sýndi sig og sannaði hvuzzu mikilvægt var að hafa stóran hóp í þessum leik og megi það vera sem oftast."

Ritstjórn vonar að Puma komi til með að endurtaka leikinn á sunndag. Ekki er þó gert ráð fyrir markaskoraranum Vésteinni í leikinn þar sem kauði hefur verið að leika tveimur skjöldum á þessu tímabili, eins og fram kom á vefnum í gær.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 á Fylkisvelli í Árbænum. Ritstjórn hefur verið beðin um að koma því á framfæri til leikmanna að mæting er klukkan 18:40.

 - Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klárlega !!!

Góður Penni (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband