Deildarleikur á þriðjudag

Næstkomandi þriðjudag, 21. ágúst, leikur Puma í 8. umferð Utandeildarinnar. Puma heimsækir þá Dufþak á gervigrasvelli Aftureldingar í Mosfellsbæ.

DufþakurDufþakur hefur leikið sex leiki í deildinni í sumar og hefur náð 13 stigum úr þeim viðureignum, með markatöluna 15:7. Liðið sigraði Pungmennafélagið í fyrstu umferð  4-0. Því næst sigraði liðið Dinamo Gym 60 2-0.  Í þriðju umferð tók liðið á móti Vatnaliljum og endaði sá leikur með tveggja marka sigri Dufþaks, 2-0. Liðið náði svo jafntefli við Elliða með jöfnunarmarki tæpum tíu mínútum fyrir leikslok, 1-1. Vængir Júpíters gjörsigruðu Dufþak í fimmtu umferð deildarinnar, 2-5. Í sjöttu umferð lagði lið Dufþaks Hjörleif með fjórum mörkum gegn einu, 4-1.

Þess má geta að Dufþakur féll út úr sextán liða úrslitum Bikarsins á móti komandi andstæðingum Puma, Kumho, 0-2.

Á undirbúningstímabilinu lék Puma við Dufþak og sigraði 0-5. Þó má ekki vanmeta liðið því það hefur verið að spila vel það sem af er sumri. Liðið hefur ná hagstæðum úrslitum við lið á borð við Hjörleif og Elliða, liðum sem Puma hefur ekki gengið með á leiktíðinni.

Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 19:00. Mæting 45 mínútum fyrir leik eða 18:15, eins og áður kom fram, við gervigrasvöll Aftureldingar í Mosfellsbæ.

 - Nefndin


Arnar að blómstra

Arnar Halldórsson leikmaður Puma er á sínu þriðja ári hjá félaginu. Arnar sem var fengin frá Moppunni á frjálsri sölu hefur verið að spila gríðarlega vel á líðandi tímabili. Það virðist ekki skipta máli í hvaða stöðu leikmaðurinn spilar, hann leysir þær allar með stakri prýði. Arnar hefur spilað í sumar bæði í vörn og á miðju, og lék til að mynda sinn fyrsta leik með Puma í stöðu hafsents í fjarveru Vigfúsar í leik Puma og Hjörleifs nú á dögunum.

Arnar hefur spilað nánast alla leiki Puma á tímabilinu og skorað tvö mörk, en annað þeirra og það fyrra var sérstaklega glæsilegt. Það var í leik á móti Vatnaliljum, en þá tók Arnar boltann um þrjá metra frá miðjum teig og negldi knettinum í markhorn andstæðingana.


Í sumar hefur Arnar, auk þess að spila með liði Puma, leikið með heldri liði HK. Þar hafa komið saman hluti af eldri mönnum Puma og náð sér í leikæfingu og styrk í skemmtilegum leikjum í Old Boys deild KSÍ. Þar eins og með liði Puma hefur Arnar vart stigið feilspor.

Arnar er fæddur og uppalinn í Vesturbæ Kópavogs og hóf snemma að leika knattspyrnu. Fyrstu árin lék hann með Breiðablik við hlið ekki ómerkri manna en nafna sínum Arnars Grétarssonar og Ásgeirs Baldurs. Seinna flutti Arnar sig um set og spilaði með liði HK-inga.

Bæði bróðir og frændi Arnars leika einnig með Puma. Það eru þeir Þórhallur Halldórsson og Annel Helgi Finnbogason. Ritstjórn fullyrðir það að ekki séu mörg lið í Utandeildinni, eða í hinum íslensku deildum almennt, sem hafa leikið með þrjá leikmenn úr sömu fjölskyldu í liði sínu. Þá má ekki gleyma Benedikt Nikulási Ketilssyni sem er annar leikmaður Puma og hægri hönd Arnars í nánast einu og öllu sem hann tekur sér fyrir. Oft hefur Benedikt verið nefndur systirin í áðurnefndu frænderni, en Benedikt hefur verið fastagestur á heimili fjölskyldunnar í um 30 ár.

 

 - Ritstjórn


Leikið í Fagralundi

Puma - FC IceRitstjórnarfulltrúi var mættur í Fagralund í gærkveldi þegar Puma fékk skemmtilega heimsókn. Leikmenn FC Ice voru mættir til að etja kappi við Puma í æfingarleik fyrir komandi átök bæði í deild og bikar. 

Leikmenn Puma tóku leikinn strax í sínar hendur og hófu leik með skemmtilegum sóknartilþrifum þar sem liðið drottnaði á miðju vallarins. Leið ekki á löngu þangað til Annel Helgi Finnbogason skoraði fallegt mark með skoti úr teig, 1-0.  Sókn Puma hélt áfram og leit mark tvö dagsins ljós nokkrum mínútum seinna þegar Vesteinn Gauti Hauksson setti boltann í markið af stuttu færi eftir góða sendingu frá Viðari Inga Péturssyni, 2-0. Þá var eins og sparkað hafi verið í afturenda leikmanna Ice þar sem liðið skoraði tvö mörk, 2-2. Ice áttu nokkur góð færi til viðbótar en Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson, markvörður Puma, varði vel.

Seinni hálfleikur fór vel af stað hjá Puma. Ívar Guðmundsson skoraði snemma fallegt mark og kom Puma í 3-2Vésteinn skoraði fjórða mark Puma og sitt annað í leiknum nokkrum mínútum seinna, 4-2, en áður hafði hann átt glæsilegt skot utan úr teig sem small í slá Ice manna. Rétt eins en áður þá kröfsuðu leikmenn Ice í bakkann og náðu að skora mark eftir óskipulag í varnarleik Puma, 4-3. Ekki leið á löngu þangað til Árni Þór Eyþórsson, sem hefur verið á skotskónum að undanförnu, skoraði skallamark eftir fallega fyrirgjöf af vinstri væng, 5-3. Það voru svo leikmenn Ice sem áttu síðasta orðið í leiknum og skoruðu sitt fjóra mark, en þá var flautað til leiksloka, lokatölur í ágætis leik, 5-4.

Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum: Stemmari á bekknum

Guðmundur

Þórhallur - Ívar G. (F) - Gunnar

Annel - Benni - Árni - Viðar- Varði

Vésteinn - Böðvar

Bekkur: Már J., Brynjólfur, Viktor, Gulli

Mörk: Veddi 2, Annel, Ívar G., Árni

Áminning:

Maður leiksins: Maður leiksins að þessu sinni er heildin. Leikmenn Puma spiluðu á köflum góðan bolta, létu knöttinn líða milli manna og sköpuðu mörg færi. Fimmtán leikmenn Puma voru mættir til leiks og ætti þetta að hafa verið góð æfing fyrir leik Puma og Dufþaks á þriðjudag, 21. ágúst.

 - Ritstjórn


Puma Premier League

PumaPremierFyrir þá ykkur sem gaman hafa af Ensku Knattspyrnunni og telja sig hafa sæmilega haldbæra þekkingu á henni, höfum við sett af stað Puma-deildina í Fantasy Football. Eins og e.t.v. nokkrum er kunnugt er Fantasy Football engilsaxneska heitið á því sem við eyjaskeggjar höfum kallað Draumaliðs-leikurinn. Þetta er nokkurs konar Manager leikur þar sem þú ert stjóri liðs sem þú velur og hefur til 100 miljónir punda. Allir leikmenn Ensku Úrvalsdeildarinnar (e. Premier League) standa þér til boða og eru misjafnlega verðlagðir miðað við aldur og fyrri störf. Leikurinn stendur út tímabilið, alls 38 umferðir, og snýst um að fá sem flest stig frá sínum leikmönnum. Allar útskýringar, reglur og upplýsingar er að finna á fantasy.premierleague.com, þar sem einnig er hægt að skrá sig í leikinn. Að skráningu lokinni slærðu inn kóðann fyrir Puma-Premier, og hókus pókus, það er komin keppni.

PUMA Þessi leikur hefur notið mikilla vinsælda hjá knattspyrnuáhugamönnum, og hafa íslendingar um 2.000 stjóra á skrá í tilteknum leik. Það kann þ.a.l. að vera að nokkrir ykkar hafi þegar skráð sig og eru t.d. í "vinnustaða-deildinni" o.s.frv. Þá er einfalt mál fyrir ykkur að slá inn kóðan til að taka einnig þátt í Puma-Premier.

Vefslóð: fantasyfootball.premier.com

Kóði: 938858-174085

 

- Ritstjórn


Dregið í bikar

Í Bikardag rétt eftir hádegi var dregið í bikarkeppni Utandeildarinnar. Var það gert í beinni útsendingu hjá Valtý Birni í þættinum Mín skoðun á X-inu 977, en komnir voru til hans meðlimir úr stjórn deildarinnar.

Eftirfarandi er dráttur dagsins:
Kumho Rovers - Puma
CCCP - Vatnsberar
Elliði - Bygg
Vængir Júpíters - Nings 

Eitt er klárt að framundan eru spennandi leikir. Fyrst ber að nefna leik Kumho og Puma.  

Khumo vermir fimmta sæti B riðils og hefur leikið sex leiki á tímabilinu. Liðið hefur unnið tvo, gert þrjú jafntefli og tapað einum leik, 9 stig, með markatöluna 11:9.
Leiðin í undanúrslitin:
Kumho 4 – 2 Geirfuglar
Kumho 2 – 0 Dufþakur  

Puma vermir fimmta sæti A riðils og hefur leikið sjö leiki á tímabilinu. Liðið hefur unnið þrjá, gert eitt jafntefli og tapað þremur leikjum, 10 stig, með markatöluna 16:11.
Leiðin í undanúrslitin:
Puma 3 – 2 Metró
FC Dragon 2 – 3 Puma  


CCCP vs. Vatnsberar 

CCCP vermir þriðja sæti B riðils og hefur leikið fimm leiki á tímabilinu. Liðið hefur unnið fjóra, og tapað einum, 12 stig, með markatöluna 14:5.
Leiðin í undanúrslitin:
FC Moppa 0 – 5 Fc CCCP
Fc CCCP 1 – 0 FC Fame
 

Vatnsberar vermir áttunda sæti B riðils og hefur leikið fimm leiki á tímabilinu. Liðið hefur unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað þremur, 7 stig, með markatöluna 7:7.
Leiðin í undanúrslitin:
Vatnsberar 7 – 2 Áreitni
G&T 4 – 5 Vatnsberar  


Elliði - Bygg 

Elliði vermir fjórða sæti A riðils og hefur leikið sex leiki á tímabilinu. Liðið hefur unnið þrjá, gert tvö jafntefli og einum leik, 11 stig, með markatöluna 9:6.
Leiðin í undanúrslitin:
Elliði 2 – 0 RC Collins
TLC 1 – 3 Elliði 

BYGG vermir fjórða sæti C riðils og hefur leikið sex leiki á tímabilinu. Liðið hefur unnið þrjá, gert tvö jafntefli og einum leik, 11 stig, með markatöluna 16:10.
Leiðin í undanúrslitin:
BYGG 4 – 0 Pungmennafélagið Gulla
Kóngarnir 0 – 2 BYGG  


Vængir Júpíters - Nings 

Vængir Júpíters verma annað sæti A riðils og hefur leikið fimm leiki á tímabilinu. Liðið hefur unnið fjóra og gert eitt jafntefli, 13 stig, með markatöluna 24:2.
Leiðin í undanúrslitin:
Ernirnir 1 – 5 Vængir Júpiters
Vængir Júpiters 3 – 0 Hjörleifur 

Nings
verma sjöunda sæti B riðils og hefur leikið sex leiki á tímabilinu. Liðið hefur unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað þremur leikjum, 7 stig, með markatöluna 7:7.
Leiðin í undanúrslitin:
Hómer 2 – 4 Nings
FC Keppnis 0 – 3 Nings

Eins og áður segir þá eru spennandi leikir framundan. Leikið verður á völlum Aftureldingar og á Ásvöllum þann 2. september næstkomandi.

Spá ritstjórnar:

Kumho Rovers - Puma 2
CCCP - Vatnsberar 1
Elliði - Bygg 1
Vængir Júpíters - Nings 1


 

 - Ritstjórn


Framtíð Árna í uppnámi ?

Árni ÞórMiðjumaðurinn marksækni Árni Þór Eyþórsson krafðist endurskoðunar á samning og/eða möguleika á félagsskiptum á fundi með Böðvari og stjórn seint í gærkvöldi.  Málsaðilar hittust á Dússa-bar í Borgarnesi til að ræða framtíð leikmannsins sem farið hefur hamförum að undanförnu. Umboðsmaður Árna Þórs, Edgar Gabonay sagði við ritstjórnarfulltrúa að skjólstæðingur sinn hafi verið hlunnfarinn hjá klúbbnum og ekki svo mikið sem fengið svitaband á yfirstandandi tímabili.
Þessir svokölluðu umboðsmenn eru að ganga að þessari íþrótt dauðri. Þetta eru afætur og sníkjudýr sem svífast einskis til að sjúga út krónur og aura.  Fótboltinn er í algjöru aukahlutverki og ég stórefast um að þessi tiltekni maður  Edgar whats-his-name  hafi svo mikið sem séð einn leik hjá Árna.”  Sagði Böðvar myrkur í máli við hlandskálina á Dússa-bar.

 Ég hafði ekki heyrt neitt frá Árna sjálfum um að hann væri á nokkurn hátt ósáttur við sitt hlutskipti hjá félaginu. Við í þjálfarateyminu höfum sýnt honum mikla þolinmæði, og nú þegar hann er loksins að springa út ..(rop)  ..afsakið ...þá nei nei kemur þessi Edwin þarna inn í dæmið með  ekkert nema heimtufrekju og tilætlunarsemi.  Hann má þakka fyrir að ég rétti honum ekki einn í andl...  HEY (blístur) þú Bína ...einn tvöfaldan Tanqueray í Tab .    Og við þetta kvöddum við Böðvar.

drunkdisorderMikill hiti var á fundinum og þurftu starfsmenn kráarinnar í þrígang að ganga í milli manna. Athygli vakti hvursu frjálslega var farið með áfengi, í ljósi þess að Puma á leik í kvöld við FC Ice. Edgar og Árni fengu lögreglufylgd út úr bænum en Böðvar gisti fangageymslur Lögreglunnar í Borgarnesi.  Ekki náðist á Hermann Guðmundsson stjórnarformann vegna málsins.
 

- Ritstjórn


Æfing - ar - leikur

FC IceSeint í gærkvöldi, miðvikudag, var ákveðið að skella á æfingarleik í kvöld, fimmtudag. Í stað hinnar hefðbundnu æfingar klukkan 19:30, mætir FC Ice í Fagralund og spilar við lið Puma.  Æfingarleikur þessara sömu liða átti að fara fram í síðustu viku, en forföll FC Ice urðu til þess að Puma lék við Nings.

FC Ice leikur í C riðli Utandeildarinnar og trónir þar á toppnum. Eftir sex leiki hefur liðið náð í 14 stig, með fjórum sigrum og tveimur jafnteflum. Taplaust í deild, en liðið féll úr bikar í fyrstu umferð á móti FC Keppnis.

Kjörið tækifæri til að fínstilla leik Puma og prófa nýja hluti.

Mæting 19:10.

 - Nefndin


Heldrimanna bolti

hklogoSex Púmur tóku þátt í sérverkefni í gærkvöldi þar sem HK-heldri  léku þriðja leik sinn í  old-boys deildinni gegn Þrótturum í Laugardal.  Leikið var á grasi í 2x35 mínútur.  HK-ingar voru alls 13 talsins og þar af voru 6 leikmenn sem leika einnig með Puma að öllu jöfnu.  Benedikt, Böðvar, Árni, Arnar, Viðar og Þórhallur  hófu leikinn með þeim svartklæddu. Leikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað og greinilegt að æfingin á sunnudag og leikurinn á mánudag sat svolítið í mönnum.   Þróttarar komust í 2-0 og leiddu þannig þar til um 10 mínútur lifðu leiks. Þá virtist sem HK-ingar hafi fundið auka orku og hugmyndaflug og sköpuðu sér góð færi sem skiluðu 2 mörkum.  Árni Þór Eyþórsson hélt áfram viðteknum hætti frá leiknum við Hjörleif, og setti annað markana. Árni og Viðar sýndu svo fínan samleik í tvígang sem skilaði opnu færi og víti sem Sigurður HK-ingur afgreiddi örugglega. Lokastaðan 2-2, leikur sem fer í reynslubanka okkar manna sem skemmtileg viðbót og fín æfing.

 

- Ritstjórn


Ósæmileg hegðun eða saklaust spaug ?

insult1Á umræðuvef  Utandeildarinnar má lesa margt og misjafnt um lífið og tilveruna utan deilda. Yfirleitt er spjallið notað sem upplýsingaveita um úrslit, markaskor, frestanir, kærur o.s.frv.  Að sjálfsögðu er þar einnig að finna mál- og ómálefnalegar umræður um  ákveðna leiki, lið og leikmenn. Kvartanir vegna dómgæslu eru einnig tíðar, þar sem bálreiðir menn koma beint heim af leik og ausa úr skálum gremju sinnar um tiltekið atvik sem átti sér stað, og gráti næst harma óréttlætið sem þeir urðu fyrir. 
 

Á undan leik okkar á mánudag var vægast sagt athyglisverð viðureign í gangi.  Vængir Júpíters öttu kappi við Kóngana.  Skemmst frá því að segja var sá leikur algjörlega einhliða, lokatölur 17-0 fyrir Vængina. Menn voru margir hverjir furðu lostnir yfir þessum úrslitum, enda höfðu Kóngarnir fyrir þennan leik unnið 3 leiki og tapað 3, með markatöluna 16-12.

 

Á umræðuvefnum hefur þetta verið skeggrætt og dúkka þar upp misjafnar skoðanir á þessu eins og gengur og gerist. Hinsvegar er þar einnig að finna aðdróttanir í garð leikmanns okkar og virðulegt nafn klúbbsins dregið upp úr drullu þar af leiðandi.  Eftirfarandi er klippt út úr pistli frá leikmanni Kónga sem kallar sig Hlynz

 

Behead%20Those%20Who%20Insult%20Islam

 Svo að lokum ætla ég minnast á einn leikmann Puma sem var að hita upp á hliðarlínunni undir lok leiksins. Hann virtist fara á leikskólaaldurinn með að hrópa og kalla inn á völlinn eins og leikmenn Kónga væru 5 ára. Það er nógu erfitt að halda ærunni eftir svona flengingu og að menn skuli fara á svona plan með hrópum og köllum að leikmönnum sýnir hversu grunnt er á mönnum. Ég bað viðkomandi um að sýna virðingu, ekkert annað. Fyrir svona eiga menn að skammast sín - ekkert annað!” 


Ef til vill er hér um að ræða mann sem eðlilega er gríðarlega svekktur með frammistöðu sinna manna,  og kann illa að taka gagnrýni eða jafnvel gríninu sem þessu fylgir.  Ritstjórn Puma bloggsins leikur hinsvegar forvitni á að vita hver þessi umræddi leikmaður er og hvaða orð sá hinn sami lét falla sem særðu blygðunarkennd Hlynz ?

 

Sjá má umræðuna á spjallinu  hér.                    

  

 - Ritstjórn


Tvö mörk Árna dugðu ekki til

Það var blíðskaparveður í Fagralundi í gærkvöldi þegar Puma fengu Hjörleif í heimsókn í 7. umferð A-utanheadriðils. Puma mættu með ríflega 17 manna hóp til leiks gegn sterku liði Hjörleifs.  Búast mátti við hörkuleik þar sem bæði lið voru staðráðin að blanda sér alvarlega í toppbaráttuna.  Það voru skörð fyrir skildi að þrír sterkir varnarmenn voru fjarverandi  og þ.á.m. hafsentaparið úr síðasta leik, Vigfús og Evert.  Leikurinn hófst af miklum krafti og ljóst var að tempó-ið yrði hátt í þessum leik.  Eitthvað voru Puma-liðar værukærir fyrstu 10 mínúturnar og gengu Hjörleifs-menn ákveðnir á lagið  og sóttu í við meira.  Leikurinn jafnaðist eftir það og mikil barátta og návígi einkenndu leikinn nánast frá 1. mínútu.  Báðum liðum gekk frekar illa að halda bolta innan liðs, en færin létu samt ekki á sér standa, sem komu aðallega uppúr skyndiupphlaupum og löngum sendingum fram.

Það mátti glögglega sjá að vörnin hafði ekki sama yfirbragð og oft áður, en stóðu engu að síður af sér mörg skyndiáhlaup andstæðinganna.  Puma gerðu sig seka um að fara í það að koma boltanum fram sem fyrst með löngum sendingum í stað þess að fara í gegnum miðjuna.  En með okkar sterku framherja Ívarárniþór og Vedda skapar það oft mikinn usla í vörn mótherjanna.  Árni, Veddi og Arnaldur fengu fín færi í fyrri hálfleik til að koma Puma yfir en inn vildi tuðran ekki.  Svo gerðist hið óumflýjanlega þegar færin eru ekki nýtt gegn betri liðum, okkur var refsað með marki. Eiríkur G. Helgason kom gestunum yfir á 25. mínútu. Þetta kom Puma í opna skjöldu og aðeins 4 mínútum síðar þurfti Þorleifur að hirða boltann aftur úr markinu. Valgeir Einarsson var þar að verki og virtust Puma menn hálf slegnir eftir þennan 5 mínútna kafla.  Eftir svona leikleysu er eina svarið að girða í brók og minnka muninn. Það gerðu heimamenn svo sannarlega og skoruðu fallegt mark á 33. mínútu eftir gott samspil og stungusendingu. Árni Þór Eyþórsson gerði engin mistök einn á móti annars ágætum markverði Hjörleifs og skilaði boltanum örugglega framhjá honum. Staðan 1-2 fyrir gestunum í hálfleik.

 

Mikil barátta og barningur var í seinni hálfleik þar sem liðin skiptust á að ógna með reglulegu millibili.  Vésteinn Gauti Hauksson fékk kjörið tækifæri til að jafna fyrir heimamenn en fast skot hans af stuttu færi glumdi í þverslánni.  Puma fengu fleiri færi í síðari hálfleik en  eins og svo oft áður voru þeir lánlausir fyrir framan mark andstæðinganna. Þá gerðist það sama og í þeim fyrri, að liðinu var refsað fyrir að nýta ekki færin. Baldvin Ólafsson setti Hjörleif í ansi vænlega stöðu með marki gegn gangi leiksins á 60. mínútu.  Heimamenn spýttu í lófanna og reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn. Liðið þurfti að sækja á fleiri mönnum, sem á móti skapaði iðulega hættu á skyndisóknum Hjörleifs. Þegar 10 mínútur lifðu leiks báru sóknartilburðir Puma árangur þegar Árni Þór skoraði sitt annað mark af harðfylgi. Leikurinn var galopinn síðustu mínútunar og gat mark fallið báðu megin. Gestirnir héldu þó út og uppskáru öll stigin. Þriðja tap Puma staðreynd.

Þrátt fyrir þessar ófarir eru Puma í 5. sæti og aðeins þremur stigum frá sæti í úrslitakeppni þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er hvergi nærri úr leik í baráttunni !!

 

Byrjunarlið:
Þorleifur
Gunnar - Hilmar - Alexander - Arnar

Arnaldur - Benni - Árni - Már Þ.

Ívar - Vésteinn

Bekkur: Viðar, Annel, Magnús, Már J., Jón, Böðvar, Guðmundur

Maður leiksins:  Árni Þór Eyþórsson. 2 góð mörk og hársbreidd frá því að setja þrennuna. (sem var í sjálfu sér mjög illa unnð)

 - Ritstjórn


Puma - Hjörleifur

Viðureign Puma og Hjörleifs í 7. umferð Utandeildarinnar fer fram í Fagralundi í kvöld kl. 21:00.  myndhjörStuðningsmannaklúbburinn ætlar að hittast í pizzu og bjór á Players kl. 19:30. Vinsamlegast sýnið félagsskírteini við innganginn.  Treyjur og treflar verða til sölu, auk þess sem formaður verður með ávarp. Lúðrasveit Kópavogs skemmtir í hálfleik ásamt Kalla Bjarna.  Frítt á völlinn - Fjölmennum.

Leikmenn eru eðlilega beðnir um að melda sig inn við Böðvar með mætingu.  Áfram Puma !!

- Ritstjórn  

 


Orðsending frá yfirmanni dómgæslu

Miklar umræður hafa verið um ágæti dómara í utandeildinni í ár.  Menn hafa verið að upplýsa misjafnar skoðanir sínar á þeirra störfum með misvitrum athugasemdum á heimasíðu deildarinnar.  Þessi málatilbúnaður náði hámarki nú fyrir skömmu þegar hinn viðkunnalegi Jakob (a.k.a. Kobbi dómari) sagði sig úr dómarateyminu eftir ítrekaðar persónuárásir manna á umræðuvef.

Í gær birtist síðan orðsending frá yfirmanna dómaramála þar sem áhersla er m.a. lögð á að útrýma hinu klassíska tuði-í-dómara. Eftirfarandi er tekið beint upp af heimasíðu Utandeildarinnar á gras.is : ref

"góðann daginn strákar árni heiti ég og hef verið feinginn til að klára tímabilið sem yfirmaður dómaramála. ég hef verið að spjalla við dómara um deildina og erum við allir sammála um að menn eru farnir að vera ansi grófir í garð dómara. við höfum áhveðið að útríma þessu úr deildini núna strax og verður tekið hart á leiðindar öskrum og hreitingum í garð dómara og eina leiðin til þess er að verra dugleigir að spjalda. vonandi að menn síni þessu skilning því við erum jú allir að reina að hafa gaman af þessu , líka við dómararnir svo vill ég að lokum óska öllum góðs geingis það sem eftyr er sumars. "

Skilaboðin eru skýr. Leikmenn Puma skulu taka þetta til athugunar og  ekki gera sig seka um að láta þann svartklædda heyra það um of.  Við eigum enn eftir að sjá dómi breytt með tuði eftir að það er flautað og verður þess e.t.v. langt að bíða. 

- Ritstjórn


Leikið á mánudag

Á mánudag er leikið í 7. umferð Utandeildarinnar og að þessu sinni mætir Puma FC Hjörleifi. Hjörleifur sem vermir sjöunda sætið í A riðli, hefur spilaðUtandeildin - L'ogófjóra leiki, tveimur færri en Puma og er með sex stig. Stigin hafa fengist með tveimur sigrum. Hjörleifur fór vasklega af stað og sigraði Dinamo Gym 80 3-1 í fyrstu umferð. Þess má geta að Hjörleifur skoraði tvö af þremur mörkum sínum eftir að leikmanni Dynamo hafði verið vísað af velli á 50 mínútu. Strax í annarri umferð náði liðið svo í seinni þrjú stigin sín á móti Vatnaliljum en sá leikur endaði eins og sá fyrri 3-1. Í þriðju umferð mætti Hjörleifur Elliða en Elliði sigraði þann leik með tveggja marka sigri 1-3. Hjörleifur átti leik við Vængina um miðjan ágúst, en af einhverjum ástæðum var þeim leik frestað. Hjörleifur mætti í sínum fjóra leik í deildinni Dufþak og sigraði Dufþakur leikinn 1-4.

Markahæstur leikmanna Hjörleifs er Baldvin Örn Ómarsson, en hann hefur skorað fimm mörk í sumar. Tvö þessara marka hefur hann skorað í deildinni, eitt á móti Dynamo og eitt á móti Vatnaliljum. Þrjú mörk skoraði hins vegar leikmaðurinn í fyrstu umferð Bikarkeppninnar, en þá lék Hjörleifur á móti Henson og endaði leikurinn 3-0 Hjörleif í hag. Hjörleifur féll út úr 16 liða úrslitum á þriðjudag á móti Vængjunum með 0-3 sigri Vængja.Æfingasvæði

Leikur Puma og Hjörleifs fer fram á heimavelli Puma, Fagralundi Kópavogi klukkan 21:00 á mánudag. Því fellur æfing niður. Mæting klukkan 20:15, stundvíslega.

 - Nefndin


8 liða úrslit í bikar

Eftir frækinn sigur á Dragon í vikunni eru Puma komnir í 8-liða úrslit Bikarkeppninnar 2007.  Skýr krafa er meðal stjórnar- og stuðningsmanna að félagið fari í það minnsta í undanúrslit. Leikmenn sjálfir ganga þó skrefinu lengra og hungrar í gullið.  Vert er að þessu tilefni að tilkynna þau lið sem tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar:cup

Puma
Vængir Júpíters
Vatnsberar
Nings
Elliði
Kumho
FC CCCP
BYGG

Þarna á meðal má sjá marga "góðkunningja" liðsins, og þ.á.m. 3 lið sem Puma hefur þegar mætt á þessari leiktíð.  Ljóst er að stór hluti leikmanna fóru ekki sáttir við sitt hlutskipti í viðureignum við  Elliða og Vængi Júpíters, og væru hugsanlega óska-mótherjar í næstu umferð. 

Ritstjórn leikur forvitni á að vita hvað leikmönnum finnst, og hugleiðingar þeirra um framhaldið í þessari keppni.

Þess má geta að dregið verður í bikarnum í beinni í "Minni skoðun" á X-inu 977 um miðja næstu viku í þartilgerðri umfjöllun sem Valtýr Björn og félagar hafa haft um utandeildina í sumar.   


- Ritstjórn


Annel undir smásjánni hjá Víkingi Ó ?

Heyrst og sést hefur til Annels Finnbogasonar í Ólafsvík nú nýverið  og telja gárungar að kantmaðurinn knái sé þar til skoðunar hjá heimamönnum.  Ejub Purisevic þjálfari Víkinga er þekktur Annel og Ási Kfyrir að þefa uppi orkumikla baráttujaxla, og því þykir Annel falla eins og flís við þann rass.  Víkingar sigla tiltölulega lygnan sjó í 1. deildinni eftir gott gengi undanfarið. Ljóst er að félagsskiptaglugginn er lokaður og því greinilegt að Ejub er að horfa til komandi keppnistímabila.  Ekki náðist á Böðvar Jónsson nú laust eftir hádegið. Samkvæmt einkaritara var framkvæmdastjórinn jafnvel á leið vestur til viðræðna, en vildi þó ekki fullyrða neitt um ferðir stjórans.  Hún hafði m.a. þetta að segja: "uhh ..böðvar ha ..ég ..ég bara veit það ekki  ...hann hringdi í mig af Dússa-bar í Borgarnesi áðan ...og var frekar þvoglumæltur og pínu dólgur í honum ...þannig að ég lagði bara á   ...hann tekur svona túra stundum"

Puma bloggið mun fylgjast grannt með framvindu mála og upplýsa leikmenn og lesendur jafn harðan.  Á meðfylgjandi mynd má sjá Annel ásamt Ásgeiri Kolbeins á balli í Ólafsvík sem tekin var um nýliðna helgi. 

- Ritstjórn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband