8.8.2007 | 09:12
Áfram í bikar
Önnur umferð Bikarkeppni Utandeildarinnar fór fram í gærkveldi. Puma tók á móti liði Dragon á Tungubökkum. Nítján Pumur mættu til leiks á móti 13 liðsmönnum Drekanna. Fyrstu mínúturnar voru Puma megin eins og í raun allan leikurinn, en skilaboð þjálfara voru skýr fyrir leikinn sækja, sækja, sækja!. Strax var ljóst að Puma var og yrði með yfirhöndina í leiknum. Liðið mætti sterk til leiks og sótti stíft allt frá fyrstu mínútu. Ívar Guðmunds átti meðal annars fast skot í sem hafnaði í utanveðri stönginni. Það var hins vegar enginn annar en Vésteinn Gauti Hauksson, a.k.a Fernan sem skoraði fyrsta mark leiksins á og sitt níunda á tímabilinu, 1-0. Leikmenn Puma létu sér ekki segjast og héldu sínu áfram og sóttu að marki Dreka. Viðar Ingi Pétursson var nærri því að skora úr hornspyrnu, og það tvisvar í röð, en leikmenn Dreka náðu í bæði skiptin að bjarga á marklínu. Drekar náðu hins vegar að jafna metin á rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu, sem vindurinn að vísu hjálpaði í netið og staðan í hálfleik 1-1.
Í seinni hálfleik gáfu Pumur ekkert eftir og héldu áfram að sækja. Már eldri átti meðal annars stórgott færi sem og Ívar G, en náðu ekki að setja boltann í netið. Már kláraði hins vegar sitt á eftir ca. 10 mínútna leik þegar hann skallaði boltann í netið, 2-1. Drekar náðu svoað jafna metin stuttu seinna. Markið kom eftir hornspyrnu og ætla má að leikmenn Puma hafi ekki áttað sig á því að væri búið að spyrna boltanum því leikmaður Dreka stóð einn og óvaldaður innan um fjórar Pumur og stangaði boltann í netið. 2-2 var staðan þrátt fyrir drottnun Puma á vellinum. Það var svo á þegar ca. tíu mínútur voru eftir að leiktíma að Alexander Arnarsson sem kom Puma yfir. Brutust út gríðarleg fagnaðarlæti, rétt eins og þegar Fernan skoraði fyrsta mark leiksins, og var Puma komið í 8 liða úrslit Bikarkeppninnar, 3-2.
Glæsilegur sigur Puma staðreynd. Öflugur hópur stóð saman og landaði gríðarlega mikilvægum sigri. Mikilvægur á tvo vegu. Sigur eftir að hafa klúðrað tveimur leikjum í röð sem og að klára leikinn og komast áfram í 8 liða úrslit bikarkeppninnar. Nú er bara málið að klára þá leiki sem liðið á eftir og fara alla leið í bikar sem og í úrslitakeppnina.
Gaman er að segja frá því að elsti leikmaður Puma sem lék í gærkveldi er 45 ára gamall, fæddur á því herrans ári 1962. Þá var yngsti leikmaður Puma í leiknum í 19 ára gamall, fæddur 1987. Það er hann Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson sem stóð vaktina með miklum sóma í marki Puma, í fjarveru framkvæmdarstjórans. Ritstjórn vill ekki greina frá nafni leikmannsins á fimmtugsaldrinum í virðingarskyni við hann og fjölskyldu hans.
Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Guðmundur
Arnar, Viggi, Evert, Hilmar
Varði, Alexander, Árni, Már eldri
Ívar G., Veddi
Bekkur: Annel, Gunni, Benni, Halli, Arnaldur, Jón Ingi, Már Júníor, Viddi
Mörk: Veddi, Már, Alexander
Áminning: Alexander, Ívar, Annel
Maður leiksins: Alexander Arnarsson
Alexander lék vel í leiknum. Hann drottnaði á miðjunni og lét leikmenn Dreka finna fyrir sér. Hann barðist eins og hundur og hélt baráttuandanum í liðinu. Alexander skoraði svo mikilvægt mark sem varð sigurmark leiksins. (Svo fær hann líka að vera maður leiksins því hann var geðveikt fúll að vera tekin útaf...."Aftur!", eins og hann orðaði það).
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 15:59
ATH: Leikið á Tungubökkum í kvöld!
Stjórn Utandeildarinnar var rétt í þessu að hafa samband við stjórn Puma. Skipulagning hefur eitthvað klikkað því leikurinn í kvöld færist aftur á Tungubakka þar sem hann átti upprunalega að vera. Sami tími er á leiknum eða 20:30.
- Nefndin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 11:48
Bikar: Puma vs. Dragon í kvöld !
Mótherjar okkar í 2. umferð bikarkeppninnar eru FC Dragon úr B-riðli. Drekarnir sitja í 8. sæti þess riðils með 1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp og markatöluna 3-8. Liðið hóf leiktíðina á markalausu jafntefli við Nings, mótherja okkar í síðasta æfingaleik. Því næst báru þeir sigurorð af Strumpum 0-1, (Strumpar slógu út puma í bikar í fyrra). Í 3ju umferð öttu þeir kappi við sterkt lið FC CCCP og töpuðu 3-0. Dragon tóku á móti Moppunni í fjórða leik þar sem niðurstaðan var 2-2 jafntefli. Í síðasta leik liðsins sem fram fór 31. júlí síðastliðinn, töpuðu þeir svo fyrir FC Fame með þremur mörkum gegn engu. Þeir eru áfram í bikarkeppninni eftir stórsigur á Dynamo Gym80, sem við könnumst við úr okkar riðli, 5-0.
Þegar rýnt er í þessi úrslit má ætla að Dragon séu e.t.v. sýnd veiði, en langt frá því að vera gefin. Sigrar á Strumpum og Dynamo, auk jafnteflis við Nings segja okkur að liðið er til alls líklegt, og staða þeirra í riðlinum gefur jafnvel ranga mynd eftir að hafa leikið m.a. við öll sterkustu lið riðilsins sbr. CCCP, Fame og Strumpa.
Bikarkeppnin er eitthvað sem Puma leggur ávallt upp með að vinna og hafa margoft farið í úrslit þeirrar keppni, nú síðast 2005 (þar sem Alexandar klúðr..uhm ..þar sem við töpuðum í vító gegn Melsteð) Puma hefur tapað síðustu 2 leikjum í deildinni og það án þess að skora mark. Nú er komið að því að setja tuðruna þangað sem hún á heima, fjandinn hafi það, og tryggja þessu fornfræga félagi örugga leið áfram í næstu umferð. Áfram Puma.
Leikurinn fer fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ kl. 20:30 í kvöld. Skyldumæting!
- Ritstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 15:59
Æfingarleikur í kvöld
Á æfingu í kvöld spilar Puma við Nings. Leikurinn/æfingin byrjar á slaginu 19:30 í Fagralundi í Kópavogi. Nings er í 9. sæti B-riðils með 4 stig eftir fimm leiki.
Puma spilar í gulu (vara) búningunum í kvöld.
- Nefndin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2007 | 15:09
Staðfestinga Viðars
Viðar hefur svarðar fyrir sig á "commenta" kerfi Puma.blog.is þar sem hann kallaði á ásakanir í garð framkvæmdarstjóra. "Ég veit bara hreinlega ekki hvað maðurinn er að fara með þessum orðum. Ég hef ekki heyrt í Viðari síðan á sunnudag. Við sjáum til hvort að Viðar mæti á æfingu í kvöld, en þess má geta að HK heldri æfa ekki með Puma á fimmtudögum", sagði framkvæmdarstjórinn í samtali við ritstjórnarfulltrúa í dag.
Ritstjórn ákvað að birta í framhaldi af þessu mynd af Yfirlýsingu Viðars sem birtist hér fyrir skömmu.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 23:01
Viðar hættur!
Ritstjórn Puma.blog.is að framkvæmdarstjórn hafi í samráði við stjórnarformann og eigendur Puma ákveðið að segja upp samningi við Viðar Inga Pétursson leikmanns númer 21. Viðar sem er á sínu 3 ári með Puma hefur lítið spilað með liði Puma í vetur og fundið sig illa í þeim leikjum sem hann hefur verið með.
Fyrr í sumar byrjuðu strax vandamál milli Viðars og framkvæmdarstjóra liðsins, Böðvars Jónssonar. Viðar lét orð falla í fjölmiðlum sem framkvæmdarstjórn liðsins þótti ekki sæma. Sættir náðust eftir stífa fundi og málið þótti leyst. Puma sem fór vel af stað í deild og bikar, mátti játa sig sigraða eftir leik við Elliða seinni part júlímánaðar. Á sunnudag í leik Puma á móti Vængjum Júpítersrauk svo Viðar heim til sín eftir að hafa verið tekin af velli í undir lok leiksins. Í framhaldi af því birti Viðar yfirlýsingu hér á vefnum, en hana birtum við hér:
"Undirritaður er gengin til liðs við sitt gamla félag Hunangstunglið.
Þeir eru að vísu ekki með í ár en ... en ...en BARA! Kem til með að æfa grimmt með HK-heldri engu að síður. Megið sossum hringja í mig ef mannekla ..þannig.
Kveðja,
Viðar I. Pétursson # 21"
Í framhaldi af þessari yfirlýsingu á framkvæmdarstjórn að hafa tekið fyrirframgreinda ákvörðun. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki á Böðvar Jónsson, Hreiðar Þór Jónsson, aðstoðarframkvæmdarstjóra eða Hermann Guðmundsson stjórnarformann Puma vegna þessa máls.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 22:37
Æfingarleikur fimmtudag - Næstu leikir
Framkvæmdarstjórn er að kanna grundvöll fyrir því að spila æfingarleik á morgun fimmtudag, á reglulegum æfingartíma liðsins. Samningar hafa staðið yfir við FC Ice sem spilar í C. riðli deildarinnar. Vonast er eftir svari FC Ice um hádegi á morgun.
Puma á leik við FC Dragon þann 7. ágúst og því fínt að ná leikæfingu en leikurinn þann 7. er í 16. liða úrslitum Bikarkeppninnar.
Eftirfarandi er leikjaniðurröðun yfir þá leiki sem fyrirhugaðir eru hjá Puma (æfingarleikir ekki á lista):
2. umferð bikar |
7. Ág. 20:30 - FC Dragon-Puma Afturelding (BIK) |
7. umferð |
13. Ág. 21:00 - Puma-Hjörleifur HK-völlur (A) |
8. umferð |
21. Ág. 19:00 - Dufþakur-Puma Afturelding (A) |
10. umferð |
9. Sept. 19:30 - Puma-Kóngarnir Ásvellir (A) |
11. umferð |
16. Sept. 19:30 - TLC-Puma Fylkisvöllur (A) |
- Ritstjórn |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 23:08
Tilkynning frá vefstjóra
Mig langaði að koma tilkynningu á framfæri til leikmanna og aðdáenda stórveldisins Puma. Þrátt fyrir árangursmiklar tilraunir hefur ekki tekist að fá ritstjórn puma.blog.is til að koma úr verkfalli. Samkvæmt mínum heimildum er þetta leið ritstjórnar til að sýna vanþóknun sinni á spilamennsku liðsins og sérstaklega þeirri markaþurrð sem hefur hrjáð liðið. Ég vil biðja aðdáendur og leikmenn að halda áfram að heimsækja vefinn á hverjum degi því það skapar tekjur fyrir blog.is. Reynið svo að drullast til að skora svo mbl.is tapi ekki helling af peningum útaf ykkur - það er ekkert auðvelt fyrir mann eins og mig að fá svona vinnu annars staðar.
Virðingarfyllst,
Gauti Stefán Diðriksson
vefstjóri blog.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.7.2007 | 16:16
Nýr tími og völlur í kvöld
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2007 | 14:26
Puma enn á toppnum
Leikið var í A riðli Utandeildarinnar í gærkveldi. Þá spilaði lið Elliða við Dufþak. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli, sem verður að teljast mjög góð úrslit fyrir lið Puma. Staðan í deildinni er eftirfarandi þar sem Puma situr ennþá á toppnum.
L | U | J | T | Mörk | Stig | |
1. Puma | 5 | 3 | 1 | 1 | 7 | 10 |
2. Dufþakur | 5 | 3 | 1 | 1 | 5 | 10 |
3. TLC | 3 | 3 | 0 | 0 | 13 | 9 |
4. Kóngarnir | 5 | 3 | 0 | 2 | 6 | 9 |
5. Elliði | 4 | 2 | 2 | 0 | 3 | 8 |
6. Vængir Júpiters | 3 | 2 | 1 | 0 | 4 | 7 |
7. Hjörleifur | 3 | 2 | 0 | 1 | 2 | 6 |
8. Geirfuglar | 4 | 1 | 0 | 3 | -4 | 3 |
9. Vatnaliljur | 5 | 1 | 0 | 4 | -6 | 3 |
10. Pungmennafélagið Gulla | 4 | 0 | 1 | 3 | -15 | 1 |
11. Dinamo Gym 80 | 5 | 0 | 0 | 5 | -16 | 0 |
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2007 | 14:09
Æfing í kvöld
Æfing að vanda á HK velli í Fagralundi í kvöld, fimmtudag, klukkan 19:30. Fjölmennum og hitum upp fyrir leik á sunndag, en þá tekur Puma á móti Vængjum Júpíters á Framvelli í Safamýri klukkan 19:30.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 14:11
Hörkuleikur á sunnudag!
Ljóst þykir að búast megi við hörkuleik þar sem mikið er undir hjá báðum liðum vilji þau halda sér við topp riðilsins. Við skulum þó vona að skapofsahundurinn Veddi láti mörkin tala að þessu sinni í stað hnefans. Áfram Puma !
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2007 | 10:34
Krísufundur
Fregnir herma úr höfuðstöðvum Puma við Skaftahlíð að Böðvar Jónsson hafi setið langan fund með yfirstjórn og styrktaraðilum nú í morgun. Samkvæmt ótryggum heimildum ritstjórnar var verið að ræða stöðu og framtíð framkvæmdastjórans. Böðvar er á sínu 3ja ári með liðið og hefur enn sem komið er ekki náð að skila því í úrslitakeppni deildarinnar. Ljóst er að stjórnin gerir beinlínis þá kröfu um að félagið komi sér aftur í fremstu röð, og þ.a.l. komin ákveðin pressa á Böðvar á þessu tímabili, þá sérstaklega eftir fyrsta tap sumarsins, á móti Elliða í síðustu umferð.
Ennþá virðist vera kergja í samskiptum framkvæmdastjórans og yfirstjórnar sem á sér sögu aftur til Bikarúrslitleiks gegn Melsteð árið 2005. Þá tók Böðvar þá umdeildu ákvörðun um að láta Alexander Arnarson taka mikilvæga vítaspyrnu sem svo kostaði liðið sigurinn, eins og flestir hefðu getað spáð fyrir.
Athyglisvert verður að fylgjast með framvindu mála og verðum við væntanlega með EXCLUSIVE viðtal við stjórann eftir næsta leik. Viðureignin fer fram á Framvelli í Safamýri á sunnudagskvöld kl. 19:30 við árennilegt lið Vængi Júpíters. Fylgist með.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 09:24
Fjölmennt á æfingu í gær
Um 20 manns mættu á æfingu í Fagralundi í gær, mánudag. Leit út fyrir frábært veður en rétt áður en boltinn fór að rúlla hófst ein mesta rigning sem sögur fara af á Íslandi. "Skýfall" eins og fréttamaður RÚV orðaði það í morgun. Rigningin var þó ekki allan tíman og rættist úr veðrinu eftir að henni lauk.
Góð æfing fyrir komandi átök, en mikilvægur leikur er á sunnudag þar sem Puma mætir einum að sterkari liðum riðilsins. Vængir Jupiters eru andstæðingar Puma og nauðsynlegt að hópurinn þjappi sér enn betur saman og nái hagstæðum úrslitum. Fjölmennum á æfingu á fimmtudag og svo í leik á sunnudag og höldum efsta sætinu í riðlinum.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 13:16
Vonsviknir eftir 5. umferð
Það var sterkur hópur Puma leikmanna sem mætti til leiks á Ásvöllum í gærkveldi. Puma mætti þar liði Elliða sem fyrirfram var baráttuleikur einna af sterkari liðum A riðils Utandeildarinnar.
Elliði byrjaði leikinn af krafti og kom aftan að Puma með að setja mark á 10 mínútu. Strax í framhaldi af því tóku Puma við sér. Leikurinn var í höndum Puma það sem eftir var og voru marktækifærin óteljandi. Elliði sá ekki til sólar í seinnihálfleik þar sem Puma drottnaði á vellinum. Þrátt fyrir óteljandi færi, eins og áður sagði, þá náði Puma ekki að koma boltanum í netið, og voru leikmenn Puma svekktir að leik loknum. Lokaniðurstaða 0-1.
Byrjunarlið Puma var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Þorleifur
Hilmar, Viggi, Alexander, Evert
Arnaldur, Binni, Arnar, Már
Ívar G., Veddi
Bekkur: Böðvar, Viðar, Annel, Gunnar S., Þórhallur, Már Júníor
Mörk: Engin
Áminning: Engin
Maður leiksins: Evert Víglundsson
Evert átti glimrandi leik, en hann byrjaði sem vinstri bakvörður. Seinna í leiknum færði hann sig í miðvörðinn og steig ekki feilspor í leiknum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)