19.7.2007 | 06:45
Æfing í kvöld
Ritstjórn hefur verið beðin um að minna leikmenn á æfingu sem fer fram í kvöld, að venju.
Æfingin eins og alltaf er í Fagralundi, HK svæði í Fossvogi Kópavogi, og hefst klukkan 19:30.
Nauðsynlegt fyrir Pumur að koma saman og sprikla aðeins fyrir leikinn á sunnudag, en eins og margoft hefur komið fram hér á síðunni þá er um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.
Nýr markmaður kemur að æfingu í kvöld. Guðmundur heitir sá og er 18 ára Verslingur. Puma býður hann velkominn í kvöld.
Fjölmennum á æfingu!
-Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.7.2007 | 00:20
Hvar er Fernan?
Vésteinn Gauti Hauksson, öðru nafni Fernan, hefur látið lítið fyrir sér fara í síðustu tveimur leikjum. Fyrirspurnum hefur rignt yfir ritstjórn Puma.blog.is þar sem ritstjórn hefur verið hvött til að fjalla um málið. Fernan sem var yfirlýsingarglöð fyrr í sumar hafði þetta um málið að segja þegar ritstjórnarfulltrúi hafði samband við hana í dag, "Já, síðustu tveir leikir hafa verið mér erfiðir. Ég hef einfaldlega ekki komið tuðrunni í markið. Ég hef hins vegar einsett mér með frekari æfingum að gera betur í næstu leikjum."
Þjálfarateymi Puma fór yfir málið með Fernunni og er hann nú í einkaþjálfun hjá tveimur þaulreyndum Combat Conditioning þjálfurum. Aðrir leikmenn sem telja sig þurfa smá extra hreyfingu er bent á næsta tíma kl. 6:30 á fimmtudaginn.
Fernan sem er enn markahæsti leikmaður Puma á leiktíðinni með 8 mörk bætti jafnfram við, "Við sjáum til í lok leiktíðar! Mótið er ekki búið og ég skal standa við stóru orðin. Ég kem til með að bæta við mörkum í sumar og ætla með að gera það strax í næsta leik. Elliði er sterkt lið og þar ætla ég með að koma sterkur inn og hjálpa Puma að klára þann leik."
Ritstjórn Puma.blog.is vonar að Fernan verði sannspá hvað þetta varðar og óskar henni alls hins besta það sem eftir er að leiktíðinni og að fernur Fernunar verði sem flestar.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2007 | 17:22
Varði illa farinn!
Varði þurfti að fara af velli í síðasta leik Puma, í bikarleik við Metró á sunnudag. Varði skarst illa á höfði eftir að hafa lent í samstuði við einn af leikmönnum Metró. Eins og myndin sýnir hér að neðan fékk Varði myndarlegan skurð á höfðuð.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið, og sennilega ekki í það síðasta, sem Varði meiðist í leik, en eins og fram kom í viðtali við Varða í vikunnu þá axlarbrotnaði hann í úrslitaleik bikarkeppninnar fyrir tveimur árum. Varða er kannski ekki ætlað að spila í þessari blessuðu bikarkeppni.
Reikna má með að Varði verð frá keppni næstu tvær vikurnar og vonar ritstjórn Puma.blog.is sem og forráðamenn Puma að Varði nái sér sem fyrst.
Ritstjórn sendir baráttu kveðjur til Varða.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2007 | 11:06
Smáauglýsingar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 00:05
Næstu leikir
Næstu tvo sunnudaga kemur Puma til með að spila sína leiki. Fyrri leikurinn, 22. júlí, verður háður á Ásvöllum en þá tekur Puma á móti Elliða. Leikurinn fer fram klukkan 19:30. Seinni sunnudagsleikurinn, 29. júlí, er á Framvellinum í Safamýri. Þá taka Vængir Júpíters á móti Puma en sá leikur er á sama tíma og hinn eða klukkan 19:30.
Næstu leikir:
22. júlí. 19:30 - Puma vs. Elliði - Ásvellir, Hafnarfirði
29. júlí. 19:30 - Vængir Júpíters vs. Puma - Framvöllur, Safamýri
Mæting fyrir leiki er alltaf 45 mínútur fyrir leik.
Forráðamenn Puma hvetja leikmenn til að láta vita hér á síðunni hvort að þeir séu með eða ekki í þessum tveimur leikjum.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.7.2007 | 13:48
Stjórnarformaðurinn með 26. kveðjuleikinn
Áhangendur Puma voru ánægðir þegar þeir mættu á leik Puma og Metró í bikarkeppni Utandeildarinnar í gær, sunnudag. Ánægjan var ekki bara sú að sjá leikmenn Puma spila góðan bolta og vinna baráttuleik, heldur að sjá stjórnarformann liðsins spila með. Hermann Guðmundsson sem hefur ekki spilað með Puma síðan á síðustu leiktíð, er hann spilaði kveðjuleik sinn, átti fantaleik og sýndi að hann á nóg eftir, þó svo að hann sé að nálgast fimmtíu árin í aldri. Þetta var 26. kveðjuleikur Hermanns, en maðurinn virðist einfaldlega ekki fá nóg af því að spila þessa blessuðu kveðjuleiki.
Ritstjórnarfulltrúi nálgaðist Hermann eftir leik, "Já, leikurinn var góður hjá Puma. Liðið fékk snemma á sig tvö mörk en kom sterkt til baka og náði að landa sigri í þessum mikilvæga leik. Það var gaman að vera með strákunum í kvöld, en ég hefði nú viljað vera á miðjunni í minni drauma stöðu í stað þess að vera hent í bakvörðinn". sagði Hermann hlægjandi, og bætti jafnframt við, "Þessir kveðjuleikir mínir eru bara þess virði að spila. Þeir virka eins og þetta sé síðasti leikurinn sem maður spilar, en svo kemur maður bara sterkur inn í næsta kveðjuleik."
Hermann gleymdi inniskónum sínum á vellinum, sem væri ekki til frásögu færandi nema Hreiðar lét hann vita og ætlaði að skila til hans. Sagði Hermann þá, "Blessaður hentu þessum skóm, það er ekki eins og ég þurfi að nota þá eftir næsta leik, þetta var minn kveðjuleikur".
Stjórnarformaðurinn sagði ennfremur, "Framundan eru spennandi tímar hjá liðinu, þar sem mikilvægir leikir verða að vinnast. Við erum í þessu til að vinna og því mikilvægt að hópurinn sé vel stilltur og klári þau verkefni sem hann fær á borð til sín. Mætingin í síðasta leik hefði ekki mátt vera minni og því hvet ég alla sem einn að sameinast í góðri mætingu í næsta leik, 22. júlí. Reikna má með nýjum leikmönnum í þann leik og aldrei að vita nema að Böðvar hafi fundið sterka pósta í einhverjar stöður Puma liðsins í för hans um austur Evrópu nú síðustu vikur."
Hér til hliðar má sjá mynd af Hermanni þegar hann var upp á sitt besta með liði Puma, en Hermann var einmitt í liði Puma sem sigraði Utandeildina ár eftir ár og gerði liðið að sigursælasta liði deildarinnar.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2007 | 09:33
Framkvæmdastjórinn stoltur
Strax og leik Puma og Metró var lokið í gærkveldi sló ritstjórnarfulltrúi Puma.blog.is í Böðvar Jónsson framkvæmdastjóra. Böðvar sem hafði fengið fregnir af leiknum var stoltur og sagði meðal annars, "Þetta eru frábær úrslit og nákvæmlega það sem við ætluðum okkur. Liðið eins og margoft hefur komið fram í sumar, ætlar sér stóra hluti og var þetta einn áfanginn í því."
Hreiðar Þór Jónsson sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra í fjarveru Böðvars hefur sigrað báða þá leiki sem hann hefur verið við stjórnvörin. Böðvar hrósaði Hreiðari, "Hreiðar hefur verið að leggja leikina upp eins og við ræddum um áður en ég fór í frí. Við höfum einnig rætt mikið saman í síma og farið yfir málin. Hreiðar er vel af manni gerður og frábær starfsfélagi sem veit út á hvað leikurinn gengur. Ég sem og aðrir sem að Puma koma, treysta Hreiðari 100% fyrir því sem hann er og hefur verið að gera."
"Þetta var greinilega hörkuleikur þar sem Pumur kláruðu með stæl. Það er Puma-andinn sem klárar svona leiki. Það er alltaf erfitt að lenda tveimur mörkum undir og þá sérstaklega eftir aðeins 15 mínútur. Að koma til baka og sigra 3-2 sýnir karakterinn í liðinu, sérstaklega með tilliti til þess að aðeins mættu 13 menn í leikinn og tveir meiddust. Ég er stoltur af strákunum", sagði Böðvar.
Böðvar sem var á hraðferð vildi ekki segja meira um leikinn. Framkvæmdastjórinn kemur heim næsta laugardag, eftir að hafa ferðast um austur evrópu í 3 vikur, og stýrir liði Puma í samvinnu við Hreiðar á sunnudaginn kemur er Puma tekur á móti Elliða á Ásvöllum. Það kemur til með að vera erfiður leikur og einn af þeim mikilvægari á tímabilinu. Elliði situr í 6. sæti riðilsins með 4 stig eftir aðeins 2 leiki. Liðið gerði 0-0 jafntefli við Vængi Júpíters og sigraði svo Hjörleif með 3 mörkum gegn 1. Þess má geta að Elliði lagði Rc Collins með tveimur mörkum gegn engu í bikarkeppninni nú í vikunni.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2007 | 23:40
Glæstur sigur Puma
Puma spilaði sinn fyrsta leik í bikarkeppni Utandeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram á Fylkisvelli í Árbænum. Þrettán Pumur mættu til leiks á móti tuttugu sprækum leikmönnun Metró. Fyrstu mínúturnar fóru ágætlega af stað hjá Puma sem átti nokkur góð færi, án árangurs. Þá fór að halla á og eftir um 20 mínútna leik voru Metró menn komnir með tveggja marka forustu, 0-2. Ívar Guðmundsson náði að minnka muninn rétt fyrir leikslok og staðan í hálfleik 1-2.
Í seinni hálfleik sótti Puma í sig veðrið og náði að jafna metin, 2-2, þegar um 15 mínútur voru liðnar. Þá var það Arnar sem skoraði stórglæsilegt mark utan úr teig, með föstu skoti, stöngin inn. Þegar voru 4 mínútur eftir af venjulegum leiktíma átti Puma hornspyrnu. Ívar átti glæsilega fyrirgjöf á fær stöng, þar sem Arnaldur stóð einn og óvaldaður og stangaði boltann í netið. Út brutust gríðarleg fagnaðarlæti og Puma var komið í 3-2. Var það loka staðan í leiknum og er Puma komið áfram í næstu umferð bikarsins.
Tveir menn meiddust í leiknum. Varði fékk skurð á höfuð eftir að hafa lent í samstuði og reikna má með því að hann verði frá í eina til tvær vikur. Þá tognaði Hemmi, en þó ekki illa.
Gaman er að segja frá því að Puma hefur sjálfsagt byrjað leikinn í kvöld með elsta varamannabekk sem utandeildarlið hefur nokkurn tíman verði með. Það voru þeir Hermann og Þorhallur sem sátu þar reisnarlegir og studdu við gott lið Puma.
Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Þorleifur
Arnar, Viggi, Hreiðar, Hilmar
Varði, Benni, Arnaldur, Annel
Ívar G., Veddi
Bekkur: Hemmi og Þórhallur
Mörk: Ívar (35 mín), Arnar (58 mín), Arnaldur (76 mín)
Áminning: Arnaldur
Maður leiksins: Ívar Guðmundsson
Fyrirliðinn stóð sig vel í leiknum. Minnkaði muninn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og hélt þannig baráttuandanum í liðinu. Átti svo stórglæsilega sendingu á Arnald í seinni hálfleik sem kom Pumum yfir í leiknum og varð til þess að liðið sigraði sterkt lið Metró.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt 16.7.2007 kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2007 | 06:06
Í úrslitarleikinn segir Varði
Hinn stórkostlegi vængmaður Þorvarður, Varði, gaf sér færi á spjalli við ritstjórnarfulltrúa Puma.blog.is eftir annasaman dag í gærkveldi. Varði sem er á sínu 12 ári með Puma, hefur leikið gríðarlega vel með liðinu að undanfarin ár.
Hvernig tilfinningu hefur þú fyrir bikarleiknum?
"Ég er staðráðinn í því að við förum alla leið í bikarnum í ár. Leikurinn á sunnudag legst vel í mig. Við erum með stóran hóp sem hefur leikið vel saman í sumar. Breiddin er góð og svo eru einnig ungir strákar að koma inn í hópinn, sem gefur okkur eldi smá spark í rassinn og því þurfum við að hafa meira fyrir hlutunum."
Þú ert búin að vera lengi með Pumaliðinu?
"Ég held svei mér þá að ég sé búin að vera í þessu í 12 ár eða svo. Ég er auðvita 45 ára gamall og að ég held einn af þeim eldri sem eru að spila í deildinni. Málið er að ég hef bara svo gaman að þessu. Svo er þetta skemmtilegur hópur og auðvita nauðsynlegt að sprikla í bolta annað slagið."
Varði er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er á kafi í fleiru en fótbolta. Hann hefur sokkið sér í motorcrossið og er svo auðvita alltaf í hestunum.
"Já, er á fullu í motorkrossinu, en það hefur tekið verulega á eftir að ég axlarbrotnaði í úrslitaleikunum í bikarnum fyrir tveimur árum. Þá hafði ég keyrt 300 kílómetra til þess að komast í leikinn, en spilaði þó ekki nema í ca. 10 mínútur."
"Það er alltaf brjálað að gera hjá mér. Ekki nóg með að maður vinni eins og geðsjúklingur á camerunni (vinnunni), þá fer auðvita mikill tími í þessi áhugamál hjá manni. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni en ég held einmitt að ég eigi stærstu fjölskylduna af Puma leikmönnunum", sagði Varði brosmildur að vanda.
Varði sagðist að lokum eiga nóg eftir og ætlar alla veganna að spila 3 ár í viðbót, en hann á einmitt 3 ár eftir að samning sínum við Puma. Ritstjórn vonar að Varði verði sannspár með göngu Puma í bikarkeppninni í ár og þakkar honum fyrir spjallið.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 12:27
Bikar á sunnudag
Næstkomandi sunnudag 15. júlí mætir Puma Metró í bikarkeppni Utandeildarinnar. Þetta verður gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Puma þar sem liðið ætlar að vera með í baráttunni á öllum (tveimur) vígstöðvum í sumar.
Sumarið hefur farið ágætlega af stað hjá Puma með þrjá sigra og eitt jafntefli í fjórum leikjum. Mikilvægt er að halda þessu góða gengi áfram og vinna leikinn á sunnudag.
Metró, mótherjar Puma á sunnudag, eru efstir í sínum riðli. Liðið er með níu stig eftir fjóra leiki. Þeir fóru vel af stað og unnu fyrsta leik mótsins á móti Vatnaliljum 7 - 1. Því næst sigraði liðið Kærustuna hans Ara með fjórum mörkum gegn engu. Í 3. umferð deildarinnar mættu Metró Nings, en sá leikur endaði með eins marks sigri Metró. Liðið mætti hins vegar Strumpum, kunningjum Puma, í síðustu umferð deildarinnar, en það voru Strumpar sem fóru með sigur að hólmi í þeim leik sem fram fór á Tungubökkum, 3 - 2.
Í samtali við Hreiðar Þór Jónsson, aðstoðarframkvæmdarstjóra Puma sagði Hreiðar, "Ég hef fulla trú á mínum mönnum fyrir þennan leik. Menn eru þegar farnir að melda sig inn og reikna ég með sterku liði á sunnudag. Vandamálið með Alexander Arnarsson virðist vera að ljúka, en við sjáum fram á að hann mæti í leikinn. Aðrir sterkir póstar virðast mæta þannig að Puma eins og áður kom fram, mætir með sterkt lið til leiks."
Ritstjórn hefur heyrt að Þorleifur komi til með að mæta í ramman á sunnudag, annan leikinn í röð. Ekki slæmmt fyrir Puma að fá þennan knáa og leikreynda markmann aftur inn í liðið, en hann hafði ekki leikið með Puma í eitt og hálft ár er hann mætti í síðasta leik.
Ritstjórnarfulltrúi rakst á Fernuna fyrir utan Fagralund í morgun, en Fernan var að koma frá sjúkraþjálfara Puma. Fernan hafði þetta um leikinn á sunnudag að segja, "Ég er enn að jafna mig eftir smá tognun í vinstra læri og hægri nára. Svo var ég með tak í bakinu og einhvern seyðing í upphandleggjunum. Ég vil nú ekkert vera að tala um ilsigið eða brjósklosið.......... Ég verð þó helvíti hress á sunnudagskvöldið og ég stefni á að láta ekki annan leik líða án þess að setja tuðru helvítið í markið."
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2007 | 09:38
Æfing í kvöld og leikur á sunnudaginn
Það er æfing á HK-vellinum (Fagralundi) í kvöld kl.19:30 allir að mæta og taka léttan bolta.
Það er bikarleikur á Fylkisvellinum á sunnudaginn kl. 21 á móti Metró. Hörkuleikur þar sem efstu lið A og B riðils mætast.
-Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2007 | 09:38
Slúðurmolar
-Heyrst hefur að Breiðablik og Fram hafi sett sig í samband við stjórn Puma um að fá Véstein í sínar raðir. Liðin hafa átt erfitt með að skora í upphafi tímabils, en Vésteinn hefur blómstrað með Puma og því álitlegur kostur fyrir bæði lið. Talið er að kaupverðið sé 975þ. og Vésteinn fái 13.470kr. fyrir hvern spilaðann leik og 18.836kr. fyrir hvert mark.
-Heyrst hefur að Alex hafi verið sektaður um tveggja vikna laun eftir síðusta agabrot og nú stefni í að hann gerist brotlegur aftur nú um helgina þegar hann fer að veiða og missir líklega af bikarleiknum. Stjórnin er ekki par hrifin og er að reyna að láta Alex fylgja með í sölunni á Vésteini.
-Samkvæmt nánast áreiðanlegum heimildum hefur Getafe stóra smáliðið á Spáni boðið Böðvari framkvæmdastjóra að gerast þjálfari hjá unglingaliði félagsins. Ef svo fer gerir stjórn Puma ekki ráð fyrir því að fara fram á peningaupphæð eða bætur fyrir Böðvar.
-Ef eitthvað er að marka staðarblöðin á Ólafsvík er Viðar Ingi Pétursson búinn að fá sig full saddan af bekkjarsetu í byrjun leiktíðar og hefur hann sést á æfingum með uppeldisfélagi sínu, Víking Ólafsvík. Hann virðist virka sem vítamínsprauta fyrir liðið því það hefur unnið 2 leiki í röð. Ekki er vitað hvort Víkingarnir hyggjast kaupa Viðar.
-Samkvæmt upplýsingum frá tollayfirvöldum í USA voru stjórnarformaður Puma og fyrirliði að gera góða ferð til USA um daginn. Þeir keyptu 3 mótorhjól og enn einn bílinn. Þetta var gert í slagtogi við Jón Gerald Sulluberg og því gæti orðið dómsmál úr þessu.
-Samkvæmt upplýsingum frá króatíska bændablaðinu eru nýjustu leikmenn Puma nemar í króatíska bændaskólanum og koma hingað til lands fyrir tilstilli Guðna Ágústssonar, fyrrum landbúnaðarráðherra og flokksbróður Böðvars. Þegar ritstjórn hringdi út kom í ljós að þeir hafa spilað fótbolta fyrir bændalið héraðsins sem ku vera álíka gott slökustu liðin í utandeildinni. Það er því nokkuð ljóst að þarna er um klíkuskap að ræða sem óvíst er að stjórn Puma viti af.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2007 | 21:10
Ósætti á vali
Ósætti hefur komìð upp í herbúðum Puma. Í lok leiks Puma gegn Vatnaliljum í síðasta leik deildarinnar var Arnaldur Schram valinn maður leiksins. Már sendi ritstjórn Puma.blog.is bréf og er það birt hér að hluta:
"Við val á manni leiksins í síðustu umferð deildarinnar vill ég koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri. það var ég sem var maðurinn á bak við bæði mörkin í þessum leik. Ég skoraði eitt og lagi upp annað. Ég bara hreinlega skil ekki hvað er í gangi?"
Ritstjórn Puma.blog.is áskilur sér rétt til að velja mann leiksins hverju sinni óháð því hvort að menn séu sáttir eða ekki. því stendur val á manni leiks Puma og Vatnalilja, sem valin var Arnaldur.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2007 | 17:07
Böðvar með tvo króata í skottinu
Framkvæmdastjórinn er búinn að vera í leit að öflugum spilurum í Puma liðið undanfarnar vikur og síðast fréttist af honum á Spáni á fundum með Valencia.
Rétt í þessu náði ritstjórnarfulltrúi sambandi við Böðvar þar sem hann var rétt að lenda í Barcelona með tvo króata í skottinu. Böðvar hafði þetta um málið að segja. "Við erum búin að vera í svaklegu sukki alla helgina og það var ekki fyrr en í morgun að ég fann einhverja snillinga sem virðast kunna sitthvað fyrir sér í boltanum. Ég var auðvitað bara á tveggja manna bíl þannig að ég henti þeim í skottið, en hitinn er búinn að vera svakalegur í dag 30 gráður og allir að leka niður".
Það sem brann helst á vörum blaðamanns var: Áttu von á því að fá leikheimild fyrir þessa spilara á Íslandi? "Já annar er frændi Izudin Daða Dervich þannig að hæg eru heimatökin innan KSÍ. Hann er er framliggjandi miðjumaður sem einnig getur spilað frammi, hann á að baki 13 unglingalandsleiki fyrir Króatíu þannig að hann er mjög góður. Hinn er vinstri kantmaður sem getur farið bæði til hægri og vinstri og því helmingi fjölhæfari en hinn stríðshrjáði Mási." og hann hélt áfram "ég veit að KR og Fram hafa sett sig í samband við stjórnina með það fyrir augum að fá þessa leikmenn lánaða hjá okkur út leiktímabilið og stjórnarformaðurinn er alvarlega að skoða það. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvort Gunni Sig. kemst í leikæfingu fljótt."
Annars vildi Böðvar minna menn á æfinguna í kvöld og á fimmtudaginn því það er bikarleikur á sunnudaginn - menn hafa enn um 12 daga til að sanna sig í liðinu áður en Króatarnir koma með Böðvari.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 12:24
Staðan í A-riðli.
L | U | J | T | Mörk | ||
1. Puma | 4 | 3 | 1 | 0 | 14:6 | 10 |
2. Dufþakur | 3 | 3 | 0 | 0 | 8:0 | 9 |
3. TLC | 2 | 2 | 0 | 0 | 11:2 | 6 |
4. Hjörleifur | 3 | 2 | 0 | 1 | 7:5 | 6 |
5. Kóngarnir | 4 | 2 | 0 | 2 | 14:14 | 6 |
6. Elliði | 2 | 1 | 1 | 0 | 3:1 | 4 |
7. Vængir Júpiters | 2 | 1 | 1 | 0 | 1:0 | 4 |
8. Dinamo Gym 80 | 4 | 1 | 0 | 3 | 8:12 | 3 |
9. Pungmennafélagið Gulla | 3 | 0 | 1 | 2 | 5:15 | 1 |
10. Vatnaliljur | 4 | 0 | 0 | 4 | 1:8 | 0 |
11. Geirfuglar | 3 | 0 | 0 | 3 | 5:14 | 0 |
Það er notalegt að sjá þetta fornfræga stórlið á toppnum á ný, njótið vel. Athyglisvert er þó að sjá að mótherjar okkar til þessa verma 4 neðstu sætin. Nú er ljóst að alvaran tekur við og mun reyna enn meira á styrk, karakter og breidd liðsins. COME ON YOUUUU PUUUMAAAASSSS !!!
Þann 15. júlí leikum við í 1. umferð Bikarkeppninnar gegn Metró á Fylkisvelli kl. 21:00
Næsti leikur í riðlinum er 22. júlí gegn Elliða á Ásvöllum, kick-off 19:30.
- Ritstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)