4. umferð: Puma vs. Vatnalijur: 2-0

Þökk sé frábærum fyrri hálfleik lönduðu utanheadPúmurnar sínum þriðja sigri í fjórum leikjum.  Aragrúi marktækifæra litu dagsins ljós í fjörugum en afar einhliða fyrstu 40 mínútum.  Ekki var langt að bíða eftir fyrsta markinu eftir að okkar menn höfðu þjarmað að Liljunum frá fyrstu mínútu og m.a. fengið 3-4 fín færi á fyrstu 10 mínútunum. Þar var að verki hinn síungi og skeinuhætti (en ekki hættur að skeina sér)  vængmaður Már Þórarinsson. Ekki var það hitakreminu alfarið að þakka, heldur áræðni og óbilandi  löngun í að setj´ann, sem hann og gerði af miklu harðfylgi, 1-0 PUMA og algjör drottnun í gangi.
 
Gárungarnir í brekkunni héldu nú að flógáttirnar væru galopnar og mörkin mundu nú streyma inn á færibandi. Sú var þó ekki raunin þrátt fyrir margar góðar sóknir og tækifæri. Það var svo þegar um 15. mínútur lifðu til leikhlés að Arnar Halldórsson fékk góða sendingu inn fyrir fjölskipa vörn Liljanna, sýndi yfirvegun og tók laglega á móti boltanum og átti ekki í vandræðum að afgreiða knöttinn rakleitt í nærhornið, keeper no chance  2-0 PUMA.  Mótherjunum tókst svo að halda stöðunni óbreytt til hlés, en áttu tvær ágætis tilraunir sem Þorleifur markvörður lokaði örugglega.

Seinni hálfleikur hófst með hálfgerðri værukærð af okkar hálfu og komu Liljurnar töluvert ákveðnari  til leiks eftir hlé. Leikurinn jafnaðist svolítið á síðari 40 mínútum þegar þrek okkar manna tók aðeins að dvína. Greina mátti talsverðan aldursmun á þessum liðum og hefði mátt giska á c.a. 6-8 árum yngri Liljur í meðalaldri. En viti menn, reynslan, viljinn og seiglan skilaði þessu örugga sigri sem eins og áður segir hefði auðveldlega geta verið stærri.  Að loknum fjórum umferðum erum við  EFSTIR í A-riðli með 10 stig, en þó með einum leik fleirri en næstu lið.  Þessu starti tekur Puma að sjálfsögðu fagnandi en þó "með klípu af salti" því menn geta vissulega nagað sig í handabökin yfir að vera ekki með fullt hús stiga.

Liðið: null

Þorleifur
Hreiðar -Viggi -Alex -Hilmar
Már -Arnar -Benni -Varði
Veddi -Árni

Viðar, Arnaldur, Þórhallur, Annel. 

Mörk: Arnar 1 Már 1

Stoðsendingar:  Vésteinn & Már

Maður leiksins:    Arnaldur Schram
Erfitt val því liðið var mjög "jafngott" svona heilt yfir í þessum leik og enginn einn sem sérstaklega tók hinum fram.  Arnaldur hlýtur þó hnossið að þessu sinni.  Átti flotta innkomu af bekknum og Sýndi oft á tíðum lipra takta með knöttinn. Átti nokkrar hættulegar sendingar  og var yfirleitt ógnandi/skapandi  í sínum aðgerðum. Alls ekki slæmt hjá "nýliða" í hópnum.
Hjarta varnarinnar, þeir Vigfús og Alexander voru ekki langt undan, leystu úr flestu því sem andstæðingurinn bauð uppá, öruggir, sterkir, yfirvegaðir og umfram allt héldu hreinu.  

- Ritstjórn


Alexanderi veitt viðvörun !

Enn og aftur gerir miðvörðurinn sterki sig sekan um gróft agabrot.  Að þessu sinni mætti Alex of seint á æfingu, þrátt fyrir að hafa verið ávíttur fyrir sömu sakir í leik gegn Pungm.félaginu í síðasta mánuði. alli arnarEkki nóg með að drengurinn virði reglur um  stundvísi að vettugi, þá bárust einnig kvartanir meðspilara hans á æfingunni sem sökuðu hann um að leggja menn ítrekað í einelti. Stjórnin stendur ráðþrota frammi fyrir þessu grafalvarlega máli en kemur til með að funda um þetta síðar í mánuðinum. Alexander sem verður samningslaus í haust, gæti verið að horfa fram á það að fá ekki samning sinn endurnýjaðan, haldi hann áfram þessarri  virðingar- og ábyrgðarlausu hegðun.

Ónefndur
leikmaður kom að máli við ritstjórnarfulltrúa að lokinni æfingu, og var heitt í hamsi: “Maðurinn er skepna og lætur sér ekki segjast. Þetta á að heita með reynslumeiri mönnum í félaginu, en hann kemur fram við okkur  af þvílíkum ruddaskap og vanvirðu að það hálfa væri talsvert meira en nóg. Hann er greinilega að spila sig sem einhvern  big-charlie  sem er ómissandi, en því fer þó fjarri að svo sé, að mínu mati.”

Ritstjórn hefur þó eftir áreiðanlegum heimildum að Alexander verði á skýrlsu á morgun og allt eins í byrjunarliðinu. Böðvar Jónsson framkvæmndastjóri var staddur á þjálfararáðstefnu í Valencia og vildi lítið um málið segja, enda í leyfi frá störfum.

 

- Ritstjórn


Næstu mótherjar: Vatnaliljur.

Liljurnar hafa ekki farið vel af stað í sumar. Eftir þrjá leiki er liðið með ekkert stig og markatöluna 1-6. monet Þó ber að geta þess að þeir hafa leikið gegn fyrirfram álitnum “sterkari” liðum riðilsins.  Liðið tapaði fyrir Vængjum Júpiters 1-0 í fyrsta leik. Hjörleifur sigraði þá í 2. umferð 3-1, og nú síðast Dufþakur 2-0.  Duffa-menn tala um í umfjöllun sinni að þeir hafi staðið af sér áhlaup Vatnalilja í seinni hálfleik, eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik.  Okkar menn í Puma léku sinn fyrsta æfingleik í ár við Liljurnar í nístingskulda á Leiknisvelli nú á vormánuðum.  Að sjálfsögðu var nokkur “vorbragur” á leik okkar þá og vantaði margan lykilmanninn, en tap var staðreynd, 3-2 fyrir Vatnaliljur. En þess má geta að Puma sigraði Dufþak í næsta æfingaleik með 5 mörkum gegn engu.  Vatnaliljur luku keppni í fyrra 5 stigum á eftir okkur í 6. sæti, með 3 sigra og 2 jafntefli í 11 leikjum.

 

Samkvæmt þessarri yfirferð er ljóst að þetta verður krefjandi leikur og þurfa Púmur að mæta einbeittir og ákveðnir í verkefnið.  Erfitt er að rýna í samanburð á “starti” þessara liða þar sem þau hafa ekki mætt sömu andstæðingum ennþá, ef undanskildnir eru pre-season leikir.

 

Við bjóðum Vatnaliljur velkomnar í Fagralund á morgun, en gestrisnin verður að öðru leyti engin.

 

Á meðfylgjandi mynd er listaverk eftir franska impressjonistann Claude Monet, sem nefnist því viðeigandi nafni; "Vatnaliljur". Þetta var eitt af síðustu verkum Monet, en hann lést úr lungnakrabba árið 1926.  Puma bloggið - ávallt lærdómsríkt og menningarlegt.

 

- Ritstjórn


General prufu lokið, sýning í vændum?

Eindæma veðurblíða hefur leikið við Púmurnar á æfingum það sem af er sumri.  Tuttugu manna mæting var í Fagralundinn í gær og skemmtu menn sér konunglega með knöttinn í nánast 90 mínútur. Hápunktar kvöldsins voru m.a. tilkoma Gunnars Sigurðssonar á sína fyrstu æfingu. Annel Finnbogason var Annelmögulega leikmaður kvöldsins og var hreint ótrúlegt að sjá hvað drengurinn var vægast sagt viljugur.  Fernan hafði orð á því að lokinni dagskrá að “sá ungi” væri nú jafnvel að skyggja á annars rísandi stjörnu sína; “maður varð agndofa á að fylgjast með piltinum,  orkan í drengnum var lýgileg og ég þakka bara fyrir að hafa verið með honum í liði.”  

Arnar Halldórsson sem var mættur aftur til æfinga eftir leyfi, var bjartsýnn á framhaldið og sagði ekkert nema sigur koma til greina gegn Vatnaliljum á morgun miðvikudag; “Það er í raun grátlegt að vera ekki með fullt hús stiga  eftir þá leiki sem við höfum spilað. Markmiðið var þegar við sáum planið að klára fyrstu fjóra leikina og koma okkur vel fyrir í toppbaráttuna. En það er frábært að vera kominn aftur, og ég get ekki beðið eftir kick-off á miðvikudag, þetta var fín genaral-prufa í kvöld (í gær)”

 

Það ríkir svo sannarlega tilhlökkun og bjartsýni fyrir komandi átök, og verður áhugavert að fylgjast með framgöngu Puma í næstu leikjum.

Stjórnin vill hinsvegar endilega koma þeim “skipunum” áleiðis að menn meldi sig inn tímanlega í leikinn. Gott væri ef menn kvittuðu þannig fyrir sig hér í athugasemdum, um hvort þeir séu ON eða OFF.  Förum þess á leit við menn að þeir vinni fyrir hópinn og hvetji sam-félagana til að mæta eða láta vita af sér. Það er beinlínis bjánalegt að fullorðnir menn þurfi að fá 6 sms frá Bödda til að ranka við sér í æfingar og leiki. Nú eru komnir fastir æfingatímar og leikjaplanið er hægt að nálgast hér á síðunni. Engin afsökun

- Ritstjórn


Böðvar í útlegð

Framkvæmdastjóra Puma hefur verið veitt leyfi frá störfum.  Böðvar Jónsson fór þess á leit við stjórnBöddi klúbbsins að fá 3ja vikna leyfi frá annasömu starfi sínu.  Gríðarlegt álag hefur verið á stjóranum nú í upphafi tímabils, og var streitan og svefnleysið farið að taka sinn toll af kauða. Stjórnin tók ákvörðun eftir samráð við lækni og sálfræðing Böðvars, að senda hann til suður-evrópu til að hlaða batteríin. Böðvar verður þó ekki alfarið í fríi, heldur mun hann heimsækja klúbba á borð við  Espanyol (Barcelona), Venezia (Feneyjar),  Rauðu Stjörnuna (Belgrad) og Dynamo Zagreb til að afla sér þekkingar og skoða mögulega leikmenn.  Markvörðurinn og Framkvæmdastjórinn kemur til með að skrifa reglulega pistla hér á síðunni  um dvöl sína þar suður frá.

 

Aðstoðarþjálfari félagsins, Hreiðar Þór Jónsson mun taka að sér stjórnun liðsins í leikjum ásamt Ívari Guðmundssyni. Þeir munu m.a. standa frammi fyrir því verðuga verkefni að finna markvörð í stað Böðvars í næstu tveimur leikjum gegn Vatnaliljum og Metró. 

 

Minnum á sólar-samba í Fagralundi í kvöld kl. 21:30.  Leikur á miðvikudag !


 

- Ritstjórn


Bikarinn - staður & stund

Staðfestur hefur verið leiktími og völlur fyrir 1. umferð í bikar. cup Puma drógst gegn Metró úr B-riðli og verður viðureignin háð á Fylkisvelli þann 15. júlí kl. 21:00.   Andstæðingarnir tróna á toppi síns riðils með fullt hús stiga úr þremur leikjum, þannig að búast má við hörkuleik strax í 1. umferð.  Á síðustu leiktíð féll Puma úr Bikarnum gegn Strumpum á Tungubökkum, þar sem sigurmarkið kom af 30 metra færi á 80. mínútu.  Það tap þótti sérlega ósanngjarnt og kom markið algjörlega gegn gangi leiksins. Leiktíðina 2005 fór  Puma alla leið í úrslit gegn Melsteð í Egilshöll.  Að loknum leik var staðan jöfn 1-1, og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Puma þurfti að játa sig sigraða. (Alexander & Jón Gunnar fokkuðessupp)

Nú förum við alla leið, fjandinn hafi það !!!

 

- Ritstjórn


Hvar er Gunnar ?

Í einkaviðtali við  Puma bloggið þann  21. þessa mánaðar kemur meðal annars fram að Gunnar “fljúgandi hollendingur” Sigurðsson muni mæta til æfinga þann 25. júní.  Hinsvegar bólaði ekkert á Gunnari það kveldið, og ekki hefur náðst á hann né umboðsmann leikmannsins síðan.  Hér er klárlega um samningsbrot að ræða og ljóst að stjórnin mun taka kauða all grimmilega á teppið.  author_icon_7233

Þetta er nú tiltölulega þekkt meðal afríkubúa í knattspyrnuheiminum, að menn láti sig nánast hverfa eftir frí og mæta ekki til æfinga á tilsettum tíma. Gunnar er búinn að vera AWOL*  í nokkra daga núna, en vonandi tilkynnir hann sig inn sem allra fyrst.  Það er nú fyrir öllu að allt sé í lagi hjá drengnum, og að þetta eigi sér ekki alvarlegar orsakir.  Við komum til með að heyra ástæður Gunnars fyrir þessu  og bregðast við  á sanngjarnan og viðeigandi hátt ...ef hann er yfirleitt á lífi blessaður   Sagði Böðvar Jónsson í símaviðtali nú síðdegis.

 *Orðskýring: AWOL (Absent Without Official Leave) hugtak úr hernaði notað um liðhlaupa.  

- Ritstjórn


Takmarki náð

Leikurinn við Vatnaliljur sem fara átti fram á Tungubökkum þann 5. júlí hefur verið færður.  Leikið verður í Fagralundi á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna, miðvikudaginn 4. júlí kl. 19:30 .  Þetta ætti að vera mönnum fagnaðarefni, minnugir leiksins gegn Pungmennafélaginu á Tungubökkum. Breytingin var hreiðarfokkeinróma samþykkt af málsaðilum og dómari (Kobbi) hefur þegar verið bókaður. Það má því segja að nú sé komið að fyrsta alvöru heimaleik liðsins.

Ég held að flestir sem hafa spilað upp í Mosó séu sammála um það að því færri leikir sem þar eru leiknir því betra. Þetta er einfaldlega ekki sama íþróttin við þessar aðstæður sem þar er boðið uppá.  Sagði aðstoðarþjálfari Puma,  Hreiðar Þ. Jónsson  að þessu tilefni.  

- Ritstjórn.


Allt að gerast

Stjórnin hefur ráðist í það verkefni að reyna eftir fremsta megni að skrásetja sögu Puma í grófum dráttum. Það er m.a. fólgið í því að fá fram helstu tölfræði  yfir titla, leikmenn, fjölda leikja, stærsti sigur og tap, markaskorun  o.s.frv.  En sagan verður ekki aðeins í máli heldur myndum einnig.  Þegar hefur okkur borist sending af  óborganlegum myndum frá fyrri tíð, sem sjá má hér í myndaalbúmi á vinstri hlið síðunnar. Við viljum endilega hvetja þá sem eiga “Puma myndir” að deila þeim með okkur og lesendum síðunnar.  

Einnig liggur sú tillaga á borðinu að verðlauna sérstaklega fyrir heiðursnafnbótina maður leiksins. Eðlilega ætti mönnum að vera það nægur heiður að hljóta þessa virðulegu nafngift. En við viljum að sjálfsögðu gera enn betur.  Ef tillagan fæst samþykkt mun Maður leiksins hér eftir hljóta í verðlaun Freyðivínsflösku, og mun puma.blog.is  krefjast viðtals að því tilefni að leik loknum.

 - Framkvæmdastjórn Puma


Tvær æfingar í viku

Puma í samvinnu við HK heldri hafa bætt við æfingu og verða nú tvær æfingar í viku. Æfingin sem bætt hefur verið við er á fimmtudögum. Æfingasvæði

Eftirfarandi eru æfingartímar Puma:
Mánudagar 21:30

Fimmtudagar 19:30

Æfingin ætti að vera góð viðbót fyrir bæði Puma og HK en gríðarlega góð mæting hefur verið á æfingar í sumar eða um og yfir 20 manns.

Þó ber að hafa í huga að á fimmtudag í næstu viku (5. júlí)  eigum við leik kl. 20:30 á Tungubökkum við Vatnaliljur. Næstu tveir leikir í deildinni á eftir viðureigninni við Liljurnar, eru föstudagsleikir skv. leikjaniðurröðun

 - Ritstjórn


Er Már enn stríðshrjáður?

Már Þórarinsson vængmaður Puma komst í heimspressuna á síðasta sumar þegar Beiruthann varð strandaglópur í miðausturlöndum ásamt fjölda fólks, þar sem Ísraelsmenn voru að gera allt vitlaust. “Það er víst algjör martröð að komast yfir landamærin og við gætum lent í því að bara rétt ná vélinni í kvöld,” sagði Már sem á þessum tíma var staddur um borð í finnskri rútu og sagðist ekki vita hvað það tæki langan tíma að afgreiða rúturnar í gegnum vegabréfsskoðun og toll við landamærin. Már sagðist ekki hafa hugmynd um hvort þau færu beint á flugvöllinn eða upp á hótel er til Damaskus kæmi, það væri fremur óvíst hvernig þessi rútuferð myndi enda.

Þegar rætt var við Má var hann staddur við Le Meridien-hótelið í Beirút í aðeins 3-5 km fjarlægð frá þeim svæðum þar sem Ísraelar höfðu látið sprengjur falla í massavís.

Már kom heim viku seinna og var ánægður við komuna heim, en þess má geta að MárMár og félagar komust ekki heim á tilsettum tíma. Hann sagði Íslendingana hafa verið komna í rúturnar þegar þeim var sagt að yfirgefa þær. Norðmenn gengu fyrir. Már sagði það hafa verið hrikalegt að horfa á eftir rútunum keyra burt.

 

Þegar heim var komið nýtti Már sér stuðning og áfallahjálp liðsfélaga og kom sterkur inn í fyrsta leik eftir komuna frá Damaskus. Hann viðurkenndi þó á þeim tímapunkti að hann væri enn nokkuð stríðshrjáður.

Már sem spilað hefur 3 leiki fyrir Puma á leiktíðinni hefur ekki ennþá skorað mark fyrir liðið. Því spyr ritstjórn Puma.blog.is sig....... Er Már ENN stríðshrjáður?

Vigfús dansar til að gleyma

Fréttastofu hefur borist til eyrna fregnir af því að varnarmaðurinn síkáti Vigfús Jóhann Þórsson sé aldeilis ekki allur þar sem hann er séður.  Reyndin virðist vera sú að Viggi hafi sér annað og merkilegt áhugamál sem nefnist á engilsaxnesku “C-walk  og er eins konar afbrigði af  skrikkdansi (breakdance)  og  kraftgöngu.  Áhugamenn um dansmenningu segja að þetta  fari eins og eldur um sinu í dansheiminum og sé að verða mjög útbreidd meðal ungmenna í Evrópu. Vigfús Jóhann  þykir heldur betur liðtækur í  þessari grein, og heldur m.a. úti heimasíðu þar sem hann sýnir tilþrif sín í  C-walk. “Ég tók uppá þessu fyrir um 2-3 árum, okkur var að ganga ekkert allt of vel í boltanum þá, lítið um æfingar og mætingin oft dræm. Ég fann að ég þurfti eitthvað annað og meira til að svala hreyfifíkn minni og datt inn á námskeið í Kram-húsinu í kjölfarið.” Sagði Vigfús.    

Við leituðum álits atvinnumanns í dansi, og þar voru hæg heimatökin því Árni Þór Eyþórsson miðvallarleikmaður Puma starfar m.a. sem kennari hjá dansdeild Breiðabliks.  Árni vildi meina að Vigga væru allir vegir færir í dansinum, enda sérlega mikill alhliða íþróttamaður með metnaðinn og keppnisskapið sem fleytir honum langt í hverju sem hann tekur fyrir hendur. Eftir að hafa skoðað myndskeiðið sem hér er meðfylgjandi, gapti danskennarinn af undrun yfir hæfileikum Vigfúsar.  “drengurinn hreyfir sig eins og engill, það er hrein unun að horfa á kauða.”

 

Já það er svo sannarlega margt og merkilegt sem liðsmenn Puma taka sér fyrir hendur utan knattspyrnunnar. Ritstjórn væri þakklát fyrir fleiri svona ábendingar um merkilegar athafnir og áhugamál  leikmanna.

 

- Ritstjórn


Æfing snýst upp í hörkuleik !

Það voru alls 22 leikmenn sem mættu til æfinga í Fagralundi í gærkvöld. Eins og gefur að skilja var skipt í tvö lið, og uppúr varð  æfingaleikur” á milli HK (heldri) og Puma hk fansTveir nýir leikmenn voru “on trial” hjá Púmunum, ættaðir úr 2. flokki Breiðabliks. Eðlilega hrundi meðalaldurinn all hressilega niður og kom okkur e.t.v. undir 30 árin, og er það hið bezta mál. Aðstæður voru hreint út sagt glimrandi sem oftast áður, bongó-blíða og völlurinn einn af bestu á landinu leyfum við okkur að segja.  Nú skemmst frá því að segja sigruðu hinar ellefu hugrökku Púmur með nokkrum yfirburðum, lokatölur 1-7. Þess má geta að Böðvar Jónsson brá út af vananum að þessu sinni og lék  í framlínu Puma bróðurpart leiksins . Skilaboð liðsfélaga voru skýr:  "snáfaðu aftur  í markið drengur!".  En sem sagt gríðarlega skemmtileg æfing í glampandi kvöldsól og logni.  Afar sérstætt og ánægjulegt var að setningin: "við hefðum bara ekki mátt vera fleiri"  heyrðist hvívetna úr broshýrum andlitum iðkenda í lok dagskrár.  

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá fjöldan allan af HK-ingum sem dreif á völlinn til að styðja sína Heldri-menn, og um leið hita upp fyrir stórslaginn á Kópavogsvelli í kvöld,   Breiðablik - HK   (beint á Sýn)

 

- Ritstjórn

 

 


"Ég er of þungur!"

Hreiðar Þór Jónsson varnarmaður Puma sagði eftir leik Puma og Dynamo Gym80 að hann hefði ekki verið sáttur við frammistöðu sína. Trekk í trekk náðu sóknarmenn Dynamo að stinga Hreiðar af og komast inn fyrir vörn Puma.

 

Málið er einfaldlega þannig að ég þarf að létta mig Hreiðarum svona 10 kíló, þá verð ég orðinn góður. Ég hef verið að bæta grimmt á mig eftir að ég byrjaði sem vörumerkjastjóri bjórsins hjá Vífilfelli. Ég einfaldlega get ekki látið undan að drekka allan þennan bjór sem er í gangi.” sagði Hreiðar við ritstjórnarfulltrúa í dag.

 

Ritstjórn Puma.blog.is náði í einn af þjálfurum Puma í hádeginu í dag og sagði hann, “Þjálfarateymi klúbbsins er þegar búið að setja sig inn í mál Hreiðars. Hann er nú komin í stíft prógramm sem byggist upp á því helst að létta kauða sem og styrkja.”

 

Hreiðar sem sem er á sínu áttunda tímabili hjá Puma verður því að taka sig taki og vinna með þjálfarateymi liðsins ef hann ætlar að halda stöðu sinni í varnarlínu Puma á tímabilinu.

  - Ritstjórn


Viðar sáttur við sigurinn

Ljóst er að aðfærslur Viðars Inga í vikunni við val á byrjunarliði hafa náð eyrum framkvæmdastjórans.  Leikmaðurinn með ljónshjartað hóf leik á hægri vængnum í sigrinum á Dinamo. Hann var þó fyrsti maður til að brjóta odd af oflæti sínu og skipta við liðsfélaga sína á bekknum, öðrum til fyrirmyndar.  Greinilegt er að Viðar lætur mótlæti og gagnrýni sem vind um eyru þjóta, og metur mikilvægi liðsins ofar einstaklingnum. Batnandi mönnum er best að lifa. 

Stjórinn hafði m.a. þetta að segja um leikmanninn á blaðamannafundi eftir leikinn:  Eins og ég hef tekið fram áður er Viðar sterklega inn í plönum klúbbsins, hann byrjaði þennan leik og stóð sig með prýði, eins og raunar allt liðið.  Vissulega var hópurinn frekar þunnskipaður samanborið við fyrstu tvo leikina og gott að geta leitað til jafn leikreynds leikmanns til að standa vaktina.  Hann þreyttist reyndar eftir sem á leið, en ég held og vona að hann verði vaxandi leikmaður fyrir okkur á leiktíðinni.”

 

Að beiðni stjórnar vill ritstjórn einnig nota tækifærið og minna á æfingu í Fagralundi í kvöld kl. 21:30. Fjölmennum og fögnum taplausri byrjun með  ‘total football’ og teygjum.

 

 - Ritstjórn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband