25.6.2007 | 00:55
Er Veddi yfirnáttúrulegur ??
Nokkrir glöggir lesendur síðunnar ráku upp stór augu þegar þeir lásu umfjöllun um leik gærkvöldsins. Þó ekki yfir orðum af öruggum stórsigri "heimamanna", heldur myndinni sem prýddi fréttina (sjá hér að neðan). Margur hefur eflaust spurt sig eftir afrek kappans sem hefur fengið viðurnefnið Fernan; "Átta mörk í þremur leikjum?? þetta er yfirnáttúrlegt!". Sá hinn sami rekur svo augun í það að Vésteinn sem var annar frá vinstri í efri röð sést ekki á myndinni.
Ritstjórn hefur rætt við ljósmyndarann, sem var enginn annar en háttvirtur dómari leiksins, Guðmundur Á. Guðmundsson. Hann þver tekur fyrir það að hafa haft einhver brögð í tafli og sagði m.a. þetta: "hann stóð þarna ..hann stóð þarna drengurinn þegar ég tók myndina, ég skil þetta ekki!" og síðar: "hann var svona í leiknum, það var eins og hann svifi ...eins og hann hefði vængi , hann ljómaði."
Eigandi myndavélarinnar Böðvar Jónsson sagði réttilega að myndavélin lýgur ekki. Ekki náðist á þá Magnús og Þórhall til að staðfesta hvort Vésteinn hefði ekki örugglega verið á milli þeirra í efri röð, en aðrir hafa staðfest að hafa í það minnsta fundið fyrir nærveru Fernunnar. Þessi ráðgátan verður ekki leist á einni nóttu. Ljóst er að ef Vésteinn heldur áfram að skora þrennurnar og fernurnar, líður ekki á löngu þar til Kári Stefánsson fer að banka á dyrnar með sprautunál í annarri og tékkheftið í hinni. Hvernig sem fer er klárt að Puma nýtur góðs af frammistöðu Fernunnar, long may it continue!
Á meðfylgjandi mynd má sjá mynd sem náðist af Vedda með útfjólublárri linsu, hvítlauk og heilögu vatni.
- Ritstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 23:20
3. umferð: Puma - Dinamo Gym80 : 4-0
Þriðji leikur Puma á tímabilinu fór fram á Ásvöllum í kvöld. Fimmtán Púmur mættu ungu og orkumiuklu liði Dinamo Gym80 við kjöraðstæður. Lið okkar manna stillti upp í 4-4-2 og var þannig skipað:
Böðvar
Þórhallur - Vigfús - Hreiðar - Hilmar
Viðar - Benedikt - Þorvarður - Már
Ívar - Vésteinn
Á bekknum byrjuðu Magnús, Hallgrímur, Valgeir og Árni Þór sem stóðst læknispróf nú síðdegis og lýsti sig tilbúinn í þetta verkefni.
Lokatölurnar eru e.t.v. ekki mjög lýsandi fyrir leikinn sem var opinn og fjörugur eftir að hafa farið varlega af stað. Aragrúi marktækifæra leit dagsins ljós og höfðu framherjar Puma í nógu að snúast. Dinamo áttu einnig hættuleg færi, oftast eftir skyndisóknir á fljótum sóknarmönnum. Böðvar Jónsson átti skínandi leik í rammanum og steig vart feilspor í öllum sínum aðgerðum. Nokkrum sinnum þurfti hinn 31 árs gamli markvörður að taka á honum stóra sínum þegar framherjar Dinamo voru komnir einir í gegn, en Böðvar gerði vel og mætti þeim af krafti og snerpu og hélt rammanum hreinum fyrir vikið. Vésteinn Gauti og Ívar Guðmundsson voru einnig að sína stórkostlega samvinnu á köflum, þar sem sá síðarnefndi hreinlega mataði Fernuna af úrvalstækifærum. Að sjálfsögðu brást Fernan ekki frekar en fyrri daginn og skilaði að þessu sinni "aðeins" þremur kvikindum. Vésteinn kominn með 8 mörk í þremur leikjum, stórkostlegt. En eins og áður sagði var Ívars þáttur Guðmundssonar gríðarlega mikilvægur, þar sem kallinn er að leggja upp ÖLL mörkin. Það síðasta skoraði svo hinn sárþjáði Árni Þór Eyþórsson af harðfylgi, eftir að Vésteinn hafði fengið heiðursskiptingu þar sem áhorfendur hylltu kappann.
Vörnin var oftast mjög sannfærandi og var kletturinn sem sóknir Dinamo strandaði á. Vigfús var traustur að vanda og Hreiðar fyllti skarð Alexanders (í agabanni) með ágætum. Hilmar skilaði flottum leik í fyrsta sinn í byrjunarliði, og Þórhallur og Magnús skiluðu sínu og rúmlega það.
Már, Þorvarður, Viðar og Valgeir voru ógnandi á vængjunum og skiluðu varnarhlutverkinu vel, og sköpuðu þó nokkrar góðar sóknir og marktækifæri í leiknum.
Bendikt, Hallgrímur og Árni áttu góðan dag á miðjunni með mikilli yfirferð, skynsömu spili og hættulegum sendingum.
Eins og gefur að skilja er erfitt að velja mann leiksins þegar jafn margir leikmenn eiga jafn góðan dag og raun ber vitni. Þrír leikmenn gerðu aðallega tilkall að öðrum ólöstuðum; Ívar, Vésteinn og Böðvar.
Ritstjórn hefur ákveðið að velja markvörð liðsins Böðvar Jónsson sem mann leiksins. Böðvar sýndi mikinn karakter eftir að hafa fengið á sig 4 mörk í síðustu umferð. Hann var öruggur í úthlaupum, spörkin voru góð og varði oft á tíðum glæsilega í upplögðum tækifærum andstæðinganna. Liðið okkar mun alltaf skapa sér færi og skora mörk, þess vegna er gríðarlega mikilvægt að vörnin eigi góðan dag og markvörður haldi hreinu.
Mörk: Vésteinn Gauti 3, Árni Þór 1
Stoðsendingar: Ívar 4
Maður leiksins: Böðvar Jónsson.
Við þökkum ykkur strákar, okkar óbilandi stuðningsmönnum og Dinamo Gym80 fyrir drengilegan og skemmtilegan leik.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt 25.6.2007 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.6.2007 | 14:11
Sunnudagshugvekja, 1. þáttur
Ritstjórn hefur ákveðið að byrja með fastan lið hér á netmiðlinum sem nefnist Sunnudagshugvekjan. Kveikjan að þessum þætti er aðallega tvíþætt: a) Við söknum sunnudagshugvekjunnar á RÚV (já margir okkar muna vel eftir hugvekjunni!) b) Okkur finnst mikilvægt að vera með vikulegar hvatningarræður til að blása baráttuþreki í leikmenn sem aðra lesendur, og verða þeim innblástur fyrir komandi átök.
Brýnum hnífa, bregðum snöru,
bruggum launráð, stillum mið.
Komum, finnum þá í fjöru
sem að færri eru en við.
Látum svelta, lemja, kvelja
þá sem líkar okkur ei.
Þau um ekkert eiga að velja
þessi aumu ræfilsgrey.
Drepum djöfla, drekkjum örnum,
drifnir blóði snúum heim.
Engum við þau koma vörnum
þegar vopnin ógna þeim.
Brennum, merjum, brjótum, meiðum,
bræður, pínum, vinnum grand.
Boðum ógn á okkar leiðum
fyrir ástkært föðurland.
- Höfundur ókunnur. (ritskoðuð útgáfa)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 13:36
Yfirlýsing frá Alexander Arnarsyni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2007 | 12:55
Ætli atlar að mæta
Ritstjórn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Atli Már Daðason, öðru nafni Ætli Már, atli að mæta í leik Puma og Dynamo Gym80 á morgun, sunnudag.
Ætli sem hefur atlað að koma á æfingar í allan vetur, lét loks sjá sig á síðasta mánudag. Hann hefur verið að peppa sig upp í að mæta að undanförnu.
Ritstjórn vonar að Ætli láti loksins sjá sig, þar sem gríðarlega sterkur leikmaður Ætli er.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 20:37
TF-PMA millilendir í Reykjavík
Svo mikið hefur gengið á í klúbbnum undanfarna daga að stjórnarformaður Puma sá sér ekki annað fært en að millilenda á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni frá Munchen til Múrmansk, til þess eins að funda með framkvæmdastjórn og heita þeim auknum stuðningi. Það er ljóst að Hermann skynjar að blikur eru á lofti um að Puma gæti verið að sigla inn í nýtt tímabil glæstra afreka á knattspyrnuvellinum. Öll umgjörð hefur verið stórbætt og leikmenn hafa brugðist vel við þeirri framþróun sem félagið er í. Hermann vildi reyndar lítið við fjölmiðla tala eftir viðræður við stjórnina á Loftleiðum nú síðdegis. Hann telur t.d. að ákveðinn net-miðill hafa gengið heldur fast að sínum mönnum með því að gera opinberar þær innanbúðar erjur sem áttu sér stað í vikunni. Hann hafði m.a. þetta að segja um það:
"Ég lít alfarið á þetta sem innanbúðar mál í félaginu og tel enga þörf fyrir að blóðþyrstir fjölmiðlar fái að sökkva tönnum sínum í þetta sár. Ég taldi nú að deilan hefði verið leist friðsællega hér um daginn, en svo virðist sem einhver glóð hafi ennþá verið mjög heit í mönnum", en bætti við í öðru samhengi, þegar hann var spurður út í stöðu liðsins: "Klúbburinn hefur verið rekinn mjög vel, en það sem hefur vantað á er áþreifanlegur árangur. Titlarnir eru það sem þetta snýst um, það er og verður alltaf okkar markmið að vera í baráttunni um titlana, og hafa betur" Sagði Hermann Guðmundsson brosmildur að vanda og gekk út í stífbónaðann eðalvagn merktan "Puma 1".
Meðfylgjandi er mynd af Hermanni í fundarsal á Hótel Loftleiðum nú undir kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 19:42
Semur Ívar Sigurjónsson við Puma?
Hinn magnaði leikmaður Ívar Sigurjónsson gæti verið að ganga endanlega til liðs við Puma samkvæmt heimildum Puma.blog.is. Ívar sem spilað hefur 3 leiki á "trial" með liði Puma á síðustu þremur árum hefur skorað 3 mörk fyrir liðið.
Sást til Ívars og fulltrúa framkvæmdarstjórnar í hádeginu í dag. Heimildir segja hins vegar að kröfur Ívars séu miklar, en Ívar hefur einmitt verið lykilmaður í farsælu liði Old Boys í Breiðablik undanfarin ár þar sem liðið hefur haft höfuð og herðar yfir öðrum liðum í deildinni. Fregnir herma þó að lið Old Boys Blika sé á hraðri niðurleið þar sem illa hefur gengið að manna liðið og báðum leikjum liðsins á tímabilinu verið frestað.
Ívar sem metin var á 250 þúsund krónur í Draumadeild Vísi 2004 hefur lítið fallið í verði síðan þá. Heimildir Puma.blog.is segja að Puma sé tilbúið að greiða um 100 þúsund krónur fyrir Ívar. Hermann Guðmundsson stjórnarformaður og Böðvar Jónsson framkvæmdarstjóri hafa verið duglegir að tryggja Puma mannskap fyrir komandi leiktíð og mundi það reynast Puma mikill liðsstyrkur ef Ívar kæmi til með að ganga frá samningi við liðið.
Annar Bliki, Gísli Einarsson, hefur einmitt verið að mæta á æfingar í Fagralundi undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum er staða Gísla þó enn óljós og fróðlegt verður að fylgjast með því hvað gerist í því máli.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 16:05
Sunnudagsleikur
Á sunnudag leikur Puma sinn þriðja leik í deildinni. Liðið tekur á móti DynamoGym80 á Ásvöllum klukkan 19:30.
Leikurinn leggst vel í mig og Puma gengur inn í þennan leik með eitt markmið, sigur. Eftir jafnteflið í síðustu umferð þá verðum við að ná okkur í öll þrjú stigin sem í boði eru. Við ætlum okkur að vera í baráttunni í sumar og stefnum á úrslitakeppnina. Á sunnudag verðum við með sterkan hóp eins og í síðustu leikjum og sá hópur á að klára þetta. sagði Böðvar spurður út í leikinn á sunnudag.
Hvað með meiðsli leikmanna?
Jú, meiðsli hafa verið að hrjá nokkra leikmenn Puma. Ég vill þó ekki meina að einstakur leikmaður komi til með að hafa áhrif, þar sem við erum með stóran hóp og Puma spilar og hefur alltaf spilað á heildinni, en ekki á einstökum leikmönnum.
Danzarinn fór illa í ökkla í síðasta leik og er tæpur fyrir leikinn á sunnudag. Ísar er frá, Emil verður einnig frá í nokkrar vikur sem og Erling sem vænta má að komi ekki inn í hópinn aftur fyrr en líða tekur á vetur." sagði Böðvar á hlaupum er Puma.blog.is náði tali á honum á æfingasvæði Puma í hádeginu í dag.
Mikil stemning er í liði Puma þessa dagana, en eins og Benedikt Nikulás Anes Ketilsson, eða Bnak, orðaði það, Það er bara allt í gangi, maður er orðið í bolta 3-4 sinnum í viku. Með þessu áframhaldi ætti maður að komast í svipað form og þegar ég spilaði með ÍA hér um árið."
Líkt og Puma hefur Dynamo Gym80 leikið tvo leiki sem af er að sumrinu. Í fyrstu umferð mættu þeir Hjörleifi sem sigraði með 3 mörkum gegn 1. Það var Úlfur Arnar Jökulsson sem skoraði mark Dynamo. Þess má geta að einn leikmaður þeirra Dynamomanna fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og í framhaldi af því skoraði lið Hjörleifs tvö mörk.
Í annarri umferð mættu DynamoDufþak sem fór með sigur að hólmi, 0-2. Rétt er að taka fram að Dinamo hafa hlotið 6 gul spjöld og eitt rautt í þeim tveimur leikjum sem lokið er og segir það okkur hugsanlega eitthvað um leik þessa liðs.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 10:19
Agavandamál – Óstundvísi
Athygli vakti í upphafi síðasta leiks að lykilleikmann í vörn Puma vantaði. Alexander Arnarson, sem boðað hafði komu sína, var ætlað að hefja leik í hjarta varnarinnar með hinum trausta Vigfúsi J. Þórssyni. Það var hinsvegar ekki fyrr en eftir 15 mínútna leik sem Alexander var mættur á hliðarlínuna, með bókstaflega allt niður um sig.
Ljóst er að framkvæmdastjórn sem og aðrir liðsmenn líta þetta mjög alvarlegum augum.
Óstundvísi og agaleysi eru vandamál sem við einfaldlega líðum ekki og er refsiramminn mjög skýr í stefnuskrá klúbbsins. Við höfum þegar kallað Alexander á fund með okkur, þar sem málin voru rædd í mesta bróðerni. Leikmaðurinn mætti hinsvegar með lögfræðing sinn með sér og þvertók fyrir það að greiða sektir fyrir þessa framkomu. Okkur finnst það að sjálfsögðu afar hvimleitt að leikmaðurinn skuli ekki taka sönsum. Við vitum að Böðvar mun taka þetta mál til athugunar og axla þá ábyrgð sem honum ber í að viðhalda aga í hópnum. sagði Hermann Guðmundsson stjórnarformaður í símaviðtali í morgun.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Alexander skeggræða málin með lögfræðingi sínum rétt fyrir fundinn.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 09:52
Viðar Ingi sektaður vegna þungra ásakana
Böðvar Jónsson framkvæmdarstjóri Puma hefur ákveðið að svara þungum ásökunum Viðars Inga Péturssonar leikmanns Puma, sem fram kom í gærkvöld á "comment" kerfi Puma.blog.is. Þar skrifar Viðar "Ég vil nú taka það fram hér að undirritaður hóf leik á tréverkinu yet again. Óneitanlega fer um mann samsærishrollur og hef ég Bödda grunaðan um að hafa haft hönd í bagga með val á byrjunarliði HK-inga. ", og Viðar bætti við "....annað hvort kemur Böðvar og gerir hreint fyrir sínum dyrum, eða ég mun leita til yfirstjórnar og beinlínis krefjast þess að staða framkvæmdastjórans verði endurskoðuð."
"Hvorki ég nér aðrir í framkvæmdarstjórn Puma kærum okkur um að leikmenn liðsins séu að koma fram í fjölmiðlum og setja út á störf stjórnar, framkvæmdarstjóra, leikmanna eða annara sem að liðinu koma. Ef menn hafa skoðanir þá eru dyrnar hjá mér ávallt opnar og hef hingað til hvat menn til að tjá skoðanir sínar." sagði Böðvar.
Ennfremur bætti hann við, "Eftir fund með framkvæmdarstjórn og Viðari sem haldinn var seint í gærkvöldi og stóð fram á nótt, náðist samkomulag milli Puma og Viðars um endi á þessari sorgarsögu Viðars og varamannabekkssins. Viðar er sektaður um eins vikna laun og verður ekki í byrjunarliðinu á sunnudag."
Ritstjórn vonar svo sannarlega að þessu máli ljúki nú endanlega.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 23:16
Nokkrar Pumur sprikluðu í kvöld
Nokkrar Pumur voru fengnar að láni í Old Boys leik á Leiknisvelli í kvöld. Pumur léku með liði HK gegn heimamönnum og stóðu sig með stakri prýði. Böddi var í markinu, Þórhallur, Viggi og Maggi Egils léku í vörninni. Viddi, Benni, Ívar Jóns og Binnispiluðu á miðju og í sókn. Leikurinn endaði 0 - 4, þar sem stórleikur Puma manna í seinni hálfleik vóg þungt. Staðan i hálfleik var 0-0. Aðstæður voru til fyrirmyndar og má segja að leikin hafi verið sólar-samba í gettó-inu í kveld.
"Leikurinn var góð æfing og kemur framkvæmdarstjórn til með að kalla til leikmenn í frekari leiki með Old Boys liði HK, hópurinn er stór og menn að fá mismikið að spila, þannig að þetta er okkur kærkomin viðbót." sagði Böðvar Jónsson, vígreifur eftir að hafa lokað rammanum fyrir "hitt liðið" í Kópavoginum, eins og hann kaus að orða það, nú síðla kvölds.
Það má með sanni segja að nóg sé um verkefni fyrir leikmenn liðsins og virkilega ferskir vindar sem blása um klúbbinn um þessar mundir.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Brynjólf Schram sem var virkilega ógnandi á Leiknisvelli í kvöld, og komst meðal annars á blað með markaskorurum leiksins.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 15:26
Slæm tíðindi
Allt bendir til þess að miðjumaðurinn dansandi, Árni Þór Eyþórsson verði ekki með liðinu í næstu viðureign á sunnudaginn næstkomandi. Árni var tsjoppaður niður um miðbik fyrri hálfleiks í leik við Pungmennafélagið síðastliðið þriðjudagskvöld. Höfðu menn á orði að brotið hafi verið mjög gróft og hefði jafnvel verðskuldað rautt spjald. Leikmaðurinn hefur verið boðaður í fitness test kl. 18 á laugardag og verður þá endanlega tekin ákvörðun í samráði við sjúkraþjálfara um hvort Árni (a.k.a. Múrarinn, Danzarinn, Áttan) verði á skýrslu í leiknum við DynamoGym80.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Árna Þór ganga sárþjáðan af velli eftir tæklingu Jens Sævarssonar Pungmanns. Ristjórn óskar miðjumanninum að sjálfsögðu skjóts bata.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 11:03
Ummælum vísað til föðurhúsanna
Viðari I. Péturssyni var vægast sagt ekki skemmt yfir fréttum síðunnar í gær. Leikmaðurinn óviðjafnanlegi vill meina að ummæli hans hafi verið tekin úr öllu samhengi og beinlíns rangt eftir honum haft.
Vissulega hef ég verið að mæta vel á æfingar í vetur sem og áður, og er e.t.v. sá leikmaður sem hvað besta ástundun hefur sýnt hvað það varðar. Hinsvegar hef ég ekki verið sáttur við form né frammistöðu. Ég hef ekki burði til að klára heilan leik og þ.a.l. í jafn stórum og sterkum hóp, tek ég því með reisn að verma tréverkið.
Hann heldur áfram:
Ég haf ávallt haft hag liðsins að leiðarljósi og geri mér grein fyrir því að framkvæmdastjórinn hefur úr mörgum hæfileikaríkum leikmönnum að velja. En ég eins og margur annar hef mínar skoðanir á uppstillingu og leikskipulagi, þannig er það nú bara. Við Böðvar höfum rætt mikið saman og ég hef fullt traust hans til að skila mikilvægu hlutverki á þessu leiktímabili, hvort sem það er að hefja leik eða koma inn af bekknum.
Ég veit ekki hvað vakir fyrir ritstjórn síðunnar, það er greinilegt að þessi miðill ætlar að marka sér spor sem sorp-vefrit. Með þessum rógburði og lygum er verið að skapa óróa í klúbbnum sem þjónar gegn tilgangi síðunnar. Ég mun krefjast svara og jafnvel leita mér lögfræðiálits.
En mun þetta koma til með að hafa einhverja eftirmála hvað varðar mætingu og áhuga almennt?
Nei nei, ég mun haga mér fagmannlega. Þvert á móti munu þessi ummæli vekja með mér eldmóð um að gera enn betur, sem getur lítið annað en hjálpað liðinu
Sagði títtnefndur Viðar Ingi að lokum og skellti í sig Bombu og prótein-stöng.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.6.2007 | 10:35
Gunnar semur við Puma
Puma hefur hlotið aukinn liðstyrk fyrir leiktíðina 2007. Gunnar Sigurðsson sem lék með liðinu tímabilið 2005 hefur snúið aftur. Hann spilaði með Hunangstunglinu en hefur fengið sig lausan eftir að félagið varð gjaldþrota.
Hér er stutt viðtal við kauða.
Gunnar kemur til með að mæta á sína fyrstu æfing á mánudag.
Puma.blog.is óskar Gunnari til hamingju með að vera gengin aftur til liðs við Puma.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2007 | 21:51
Viðar ósáttur við bekkinn
Í leik Puma og Punga á þriðjudag var gríðarlega góð mæting. Sterkir leikmenn voru mættir til leiks og því var valið í byrjunarlið Puma erfitt. Viðar Ingi Pétursson var alls ekki skemmt með þá uppstillingu sem framkvæmdarstjórn stillti upp. Í samtali við ritstjórn Puma.blog.is sagði Viddi að hann væri ósáttur við það að hafa ekki verið í byrjunarliðinu. Ég er búin að vera æfa eins og tittlingur í allan vetur, mætt á æfingar og virkilega verið að hafa fyrir þessu sagði Viddi, sem er á sínu þriðja ári hjá Puma.
Í samtali við Hermann Guðmundsson stjórnarformann Puma sagði Hermann, Framkvæmdastjóri liðsins og hans menn ráða þessu algjörlega og þeir eru með minn stuðning í þessu máli.
Já, það er klárt að menn eru mis sáttir við sitt hlutverk. Viðar hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu og hans tími mun koma. Það eiga pottþétt eftir að vera leikir sem Viddi byrjar inná og það verða pottþétt leikir sem hann byrjar á bekknum. Við erum með stóran hóp, mætingin hefur verið góð að undanförnu og því verða menn að standa saman og hugsa fyrir hópinn sagði Böðvar Jónsson í framhaldi að orðum Vidda.
Viðar sem er á 33 aldursári á 2 ár eftir að samningi sínum við Puma. Það er svo spurning hvort að Böðvar og hans menn komi til með að framlengja þann samning ef Viddi kemur til með að vera með fleiri athugasemdir eins og hér á undan, seinna á leiktíðinni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)