Barátta um Gullskóinn

Ívar G.Hinn síungi Ívar Guđmundsson sem hefur veriđ markakóngur Puma síđustu 11 ár ćtlar sér ekki ađ gefa eftir titilinn auđveldlega. Ívar sagđi ţó íţróttamannslega hér á síđunni, “Ég vona svo sannarlega ađ Veddi nái ţví ađ vera markakóngur ţetta áriđ”. 

Ritstjórn heldur ţó ţví fram ađ Ívar komi til međ ađ gefa lítiđ eftir og fari ađ rađa inn mörkum í komandi leikjum. Ívar hefur skorađ eitt mark á leiktíđinni og gefiđ tvćr stođsendingar.


Dagskrá vikunnar styrkir Puma

Dagskrá vikunnar kom í vikunni fćrandi hendi er hún afhenti stjórn félagsins rausnarlega gjöf. Gjöfin var í formi 5 Select bolta sem komu sér vel á ćfingu á mánudag sem og í upphitun fyrir leik á ţriđjudag. 

Stjórn Puma ţakkar Dagskrá vikunnar kćrlega fyrir.

dagskalogo 

 

 


Vésteinn stefnir á Gullskóinn

Í samtali viđ ritstjórnarfulltrúa siđunar sagđi Veddi ađ hann vćri stađráđinn í ţví ađ taka Gullskóinn í ár. Tímabiliđ fer vel af stađ hjá kauđa en hann skorađi ein 4 mörk í fyrsta leik tímabilsins eins og fram hefur komiđ hér á síđunni. Veddi hefur síđan ţá gengiđ undir nafninu Fernan. Veddi bćtti viđ marki í leiknum í gćr, en ţađ var ţrumufleygur upp í ţaknetiđ utan af velli.Veddi

"Já, ţađ er gaman ađ ţessu. Mađur stefnir hátt í ár og er ég stađráđinn í ţví ađ viđ förum alla leiđ í ár. Til ţess ađ ţađ takist ţá ćtla ég ađ gefa mig allan í ţetta og ná í Gullskóinn", sagđi Veddi ánćgđur međ sjálfan sig.

Veddi sagđi jafnframt, "Ţetta fer vel af stađ hjá Puma, mćting á ćfingar hefur veriđ mjög góđ sem og í leikina sem búnir eru. Ef ţetta heldur áfram svona ţá held ég ađ viđ ćttum ađ geta fariđ alla leiđ."

"Ţó verđ ég ađ segja ađ ég er óánćgđur međ leik Puma í gćr. Auk ţess var völlurinn afar lélegur og dómgćslan var til háborinnar skammar. Ég er sannfćrđur um ađ viđ hefđum unniđ ţennan leik hefđi hann veriđ leikinn á gervigrasi" sagđi Veddi ađ lokum.

Viđ hjá Puma.blog.is vonum svo sannarlega ađ ţetta verđi rétt hjá Vedda og Puma komi aftur međ dolluna heim.


4-4 jafntefli

Ţađ var myndarhópur sem mćtti á Tungubakka í 2. umferđ a-riđils. Tvćr breytingar voru gerđar frá ţví í síđasta leik en í stađ Arnars kom Evert í vinnstri bakvörđ og í stađ Alexanders kom Annel.

Byrjunarliđ var eftirfarandi:

Mark - Böddi

Vörn - Annel, Hreiđar, Viggi, Evert

Miđja - Varđi, Benni, Árni, Sókn - Veddi, Ívar G.

Á bekknum voru: Viddi, Alli, Krissi, Binni, Arnaldur, Ívar S, Ţórhallur, Gústi, Hilmar, Halli

Leikurinn fór vel af stađ og sóttu Puma menn nánast stanslaust fyrstu 20 mínútur leiksins.  Ţađ voru ţó Pungarnir sem settu fyrsta mark leiksins. Kom ţađ á 22 mínútu međ skoti úr teig. Ţađ var síđan 10 mínútum seinna sem Arnaldur skorađi og 6 mínútum seinna skorađi Veddi glćsilegt mark í ţaknetiđ. Á 40 og lokamínútu leiksins var ţađ svo, rétt eins og í síđasta leik, ađ mótherjar Puma skoruđu og jöfnuđu metin.

Leikurinn fór ágćtlega af stađ í seinni hálfleik. Ívar G skorađi á 43 mínútu. Í framhaldi af gerđist lítiđ hjá Puma en Pungarnir skoruđu 2 mörk međ 3 mínútna millibili á 60 og 62 mínútu. Árni jafnađi ţó strax í framhaldi af ţví úr víti, eđa á 63 mínútu. Puma átti svo nokkur fćri, en mark var dćmt af Ívari Sigurjóns. 4-4 jafntefli var stađreynd og leikmenn Puma óánćgđir međ frammistöđi sína. Picture 114

Leikurinn einkenndist af einstaklega lélegri dómgćslu á mjög svo lélegum velli á Tungubökkum. Ekki bćtti ţađ ađ dagsform leikmanna Puma var ekki gott. 

Eftir tvćr umferđir er Puma í 3 sćti riđilsins, en ţó eiga TLC leik til góđa og möguleika á ţví ađ fara upp fyrir liđiđ.

Mađur leiksins: ?

Mörk: Arnaldur, Veddi, Ívar G., Árni (víti)

Stođsendingar: Veddi 1 og Benni 1

Spjöld: Annel, Alli


Hópurinn í kvöld

Eftirfarandi leikmenn skipa leikmannahóp Puma í kvöld:

Alexander Arnarson
Annel Helgi Finnbogason
Arnaldur Geir Schram
Ágúst Ingi Axelsson
Árni Ţór Eyţórsson
Benedikt Nikulás Anes Ketilsson
Brynjólfur Páll Schram
Böđvar Jónsson
Evert Víglundsson
Hallgrímur Guđmundsson
Hilmar Ţór Ólafsson
Hreiđar Ţór Jónsson
Ívar Guđmundsson
Kristján Ragnar Kristjánsson
Már Ţórarinsson
Vésteinn Gauti Hauksson
Viđar Ingi Pétursson
Vigfús Jóhann Ţórsson
Ţorvarđur Björgúlfsson
Ţórhallur Halldórsson

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ leikmannahópurinn er sterkur í kvöld. Byrjunarliđiđ verđur ţó ekki kynnt fyrr en rétt fyrir leik.

- Stjórnin


Leikur í kvöld

Leikur í kvöld á Tungubökkum. Mćting 19:45, en leikurinn byrjar stundvíslega kl. 20:30. Viđ spilum á móti Pungmennafélaginu.

Góđ mćting var á ćfingu í gćr. 20 Manns mćttu og var spilađ 10 á 10. Vonandi er ţetta ţađ sem koma skal í sumar en mćting á ćfingar síđustu vikur hefur veriđ međ ţessu móti.

 


32-liđa úrslit í bikar – dráttur:

Búiđ er ađ draga í 1. umferđ bikarkeppni utandeildarinnar. Puma dróst á móti Metró. Metró vann sinn leik í fyrstu umferđ deildarinnar 7-1 á móti Vatnsberum. Ekki er komin dagsetning á leikinn, en leikirnir í bikarnum ađ ţessu sinni verđa leiknir dagana 10. til 17. júlí.

Hér er heildar DRÁTTURINN:

Fc Keppnis vs. Fc Ice
Hómer vs. Nings
Elliđi vs. Rc Collins
Ernirnir vs. Vćngir Júpíters
St Styrmir vs. Dufţakur
BYGG vs. Pungmennafélagiđ Gullan
Vatnsberar vs. Áreitni
Kumho vs. Geirfuglar
Kóngar vs. Vatnaliljur
Puma vs. Metró
Hjörleifur vs. Henson
Fc Fame vs. Kćrastan hans Ara
Dinamo Gym80 vs. Fc Dragon
Fc Moppa vs. Fc CCCP
Boutros Ghali vs. G&T
Strumpar vs. TLC


Leikjaplan 2007 - 1. hluti

Hluti af leikjaplani sumarsins er komiđ, eđa fyrstu 6. leikirnir.

RiđillDagsetningKl:Umf.HeimaliđÚtiliđLeikstađur
A10.6.200718:001PumaGeirfuglarFram
A19.6.200720:302Pungmennafélagiđ GullanPumaTungubakkar
A24.6.200719:303PumaDinamo Gym80Ásvellir
A5.7.200720:304VatnaliljurPumaTungubakkar
A22.7.200719:305PumaElliđiÁsvellir
A29.7.200719:306Vćngir JúpítersPumaFram


Krúsjal atriđi

Ćfing(ar) Puma:

Stađur:

"Fagri"lundur - HK svćđi í Fossvogi, Kópavogsmegin.

Tími:

Mánudaga kl. 21:30

Ćfingasvćđi

 

 

 


Puma komiđ á vefinn

Heimasíđa Knattspyrnufélagsins Puma verđur formlega opnuđ međ popni og prakt á ţjóđhátíđardaginn 17. júní í Laugardalnum í Reykjavík. Viđstaddir verđa Geir Haarde, Geir Ţorsteinsson, Geir Magnússon, Geir-i Sćm auk fulltrúa stjórnar Puma sem og ritstjórnarfulltrúa.

Á síđunni koma til međ ađ vera upplýsingar og yndisauki bćđi fyrir leikmenn, ađstandendur og stuđningsmenn liđsins.  Heimasíđunni er einnig ćtlađ ađ verđa stuđningskerfi fyrir komandi leiktíđir hvađ varđar samskipti leikmanna, tölfrćđi og "meldingar" í leiki, ćfingar og uppákomur.

Ţađ er hugmynd stjórnar ađ ţetta verđi liđur í ţví ađ upphefja félagiđ í hćstu hćđir á nýjan leik.  Saga félagsins hefur veriđ afar sigursćl, og er ćtlunin ađ setja markiđ hátt og vera í baráttunni um titlana í ár.


1. umferđ - Puma vs. Geirfuglar

Leikurinn fór fram í Safamýri á sunnudagskvöldiđ 10. júní kl. 18:00 í blíđskaparveđri.  Ţađ var greinilegt á mćtingunni ađ menn voru fullir eftirvćntingar ađ hefja leiktíđina međ glćsibrag.  Hópurinn skipađi alls 21 leikmann, ţar sem međaldurinn mćldist 33,7ár, ţar sem yngsti mađur var 21 og sá elsti 45 ára,  takk fyrir og túkall. 

Nýir búningar voru vígđir ađ ţessu tilefni sem vöktu gríđarlega ánćgju međal hópsins. Búningurinn ađ ţessu sinni er hvít treyja, bláar buxur og hvít/bláir sokkar.  Stuđningsmenn okkar og auglýsendur eru ţeir sömu og undanfarin ár, ţó Bílanaust hafi skipt um áherslur og auglýsa nú undir nýju nafni, N1.  Ţađ er svo sjónvarpsstöđin SÝN, mekka knattspyrnunnar á öldum ljósvakans sem prýđir framhliđ búningsins.

Byrjunarliđir skipuđu eftirtaldir ađilar:

Mark - Böđvar

Vörn - Arnar, Alexander, Viggi, Hreiđar

Miđja - Viđar, Árni, Benni, Varđi

Sókn - Vésteinn, Ívar G

Á tréverkinu: Már, Emil, Ívar Jóns, Ţórhallur, Annel, Evert, Hallgrímur, Dađi, Ágúst, Hilmar.

Leikurinn fór vel af stađ og leikur Puma einkenndist af góđu spili. Ţó komu upp leiđindi á 14 mínútu leiksins ţegar Benni ţurfti ađ berja frá sér, og nćla sér í gult spjald, ţar sem Geirfuglar slógu frá sér í átt Puma eins og dýr í útrýmingarhćtti. Puma uppskar hins vegar á 25 mínútu ţegar Vésteinn skorađi fyrsta mark leiksins. Hann bćtti svo öđru viđ á 33 mínútu úr víti eftir ađ brotiđ hafđi veriđ á honum. Ágúst Ingi fékk áminningu ţremur mínútum síđar fyrir ađ brjóta á leikmanni Geirfugla. Geirfuglar minnkuđu muninn á 40 mínútu og var stađan 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór ekki eins vel af stađ og sá fyrri. Geirfuglar jöfnuđu metin og var stađan 2-2 ţangađ til á 72 mínútu ţegar enginn annar en Vésteinn skorađi sitt ţriđja mark í leiknum og kom Puma yfir á nýjan leik. Geirfuglar sóttu stíft, en Puma sýndi góđan karakter og bćtti viđ marki á 77 mínútu leiksins. Hver annar en Vésteinn! Jú, fjögur mörk voru stađreynd og tryggđi hann Puma glćsilegan sigur. Á 79 mínútu fékk Annel svo ađ líta gula spjaldiđ.

Sigur var stađreynd og vonandi er ţetta ţađ sem koma skal í sumar. Ţađ sýndi sig og sannađi hvuzzu mikilvćgt var ađ hafa stóran hóp í ţessum leik og megi ţađ vera sem oftast.

Mađur leiksins: Vésteinn Gauti Hauksson

Mörk: Vésteinn 4

Stođsendingar: Viggi 1 og Ívar G 2.

Spjöld: Benni, Gústi, Annel

 

 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband