Færsluflokkur: Dægurmál
30.1.2008 | 17:59
Combat Conditioning
Ritstjórn Puma.blog.is hefur verið beðin að koma eftirfarandi á framfæri:
Vilt þú skora 13 mörk næsta sumar og vera valinn LEIKMAÐUR ÁRSINS?
Þá er rétti tíminn núna til að mæta á þriðjudags- og fimmtudags morgnum í Mjölni og taka æfingar með Árna úr járni og Arnari þumalskrúfu.
Puma leikmönnum stendur til boða að koma í hóptíma. Tímarnir byggjast á vinnu með eigin þyngd og einhver lóð. Mjög fjölbreyttar, erfiðar og skemmtilegar æfingar. Mikill sviti, smá blóð og hellingur af tárum en árangurinn lætur ekki á sér standa.
Tímasetning 06:00 til 07:00 á Þriðjudags- og fimmtudags morgnum.
Verð 9.000 krónur ( sem er fáránlega lítið).
Kerlingar mæti bara næst á fótboltaæfingu á þriðjudagskvöld en KARLMENN HRINGJA Í 844-2952 OG MELDA SIG INN.
Kv.
Þjálfi
Dægurmál | Breytt 31.1.2008 kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 16:06
"Fernan er bara fantur !"
Svo virðist sem Vésteinn G. Hauksson framherji Puma, betur þekktur sem fernan, hafi gerst sekur um fólskulegt ásetningsbrot á æfingu í Kórnum í gærkvöldi. Fernunni hefur jú oft áður orðið heitt í hamsi, og ber vel að merkja fyrsta leik hans í Puma búningi þegar umræddum var vikið af velli eftir rétt rúmar 5 mínútur fyrir ofbeldisfulla hegðun (e. violent conduct).
Að þessu sinni var það samherji Vésteins, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson sem varð fyrir barðinu á hamslausri heift hans í leik. Ég var búinn að hirða af honum boltann nokkrum sinnum og klobbann einu sinni. Það hefur greinilega farið eitthvað fínt í hann og hann brugðist við með þessum hætti. Hann keyrði mig niður á miðjum vellinum, hreinlega sópar undan mér löppunum og skokkar svo bara í burtu. Ég spurði hann hvað honum gengi til, en þar var ekki afsökunarbeiðni fyrir að fara. Fernan er bara fantur! Það er orðið helvíti hart ef maður á það á hættu að enda ferilinn á æfingu eftir svona óþarfa fautaskap. Sagði BNAK sár og vonsvikinn seint í gærkvöldi.
Þess má geta að þetta var fyrsta formlega æfing Fernunnar á undirbúningstímabilinu, og má ætla af þessu að hann komi vægast sagt grimmur til leiks. Það eina sem Vésteinn vildi um málið segja þegar ritstjórn náði tali af honum seinnipartinn var, "Það sem gerist á vellinum, endar í sturtunni".
Benedikt vildi þó við þetta bæta að hann ætti ekki eftir að erfa þetta við Véstein, heldur þætti vænt um að framherjinn hárprúði mundi hugsa sinn gang og beisla þessa reiði í eitthvað uppbyggilegra en að strauja niður samherja sína. þessi hegðun hæfir ekki Leikmanni ársins. Hann verður að axla þá ábyrgð sem titlinum fylgir. Nú er að fjölga ungum leikmönnum í klúbbnum og hann sem og við allir verðum að vera þeim fyrirmynd. Þetta á ekki að sjást á æfingum.
Framkvæmdastjórn hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu: Við leysum þetta eins og fullorðnir menn. Nú menn eru heitir á æfingum og þá vill stundum sjóða uppúr , þannig er það bara. Að sjálfsögðu fordæmum við svona lagað og er ég með engu móti að réttlæta hegðun Vésteins, þvert á móti. Ég mun setjast niður með Fernunni og fara yfir þetta, hann má klárlega búast við því. Sagði Böðvar Jónsson í samtali við ritstjóra nú rétt eftir hádegið.
-Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2008 | 11:38
Nýir búningar ?
Á þessu tímapunkti koma iðulega fram myndir af búningum sem knattspyrnulið eru sögð koma til með að spila í á næsta tímabili. Þetta á nú yfirleitt við stærstu félagslið í heimi. Myndir hafa einmitt komið fram af nýjum búningum Liverpool, sem má finna á þessari slóð, http://www.anfield-online.co.uk/lfc-news/2008/new-liverpool-fc-shirts-kits-200809/.
Ljóst er að Puma lætur ekki sitt eftir liggja í þessum málum. Lekið hefur út að liðið komi til með að spila í nýjum búningum á komandi tímabili, þrátt fyrir að hafa fengið nýja búninga á því síðasta. Ekki hefur fengist staðfest með þessa sögu, en enga síður eru búningarnir sem fram hafa komið glæsilegir.
Aðalbúningur Varabúningur
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.1.2008 | 00:03
Heimsenda kom ver allr
Á slóðum forfeðra okkar að Heimsenda sóttu fjöldi Puma æfingu í gærkvöldi. Menn höfðu vaðið eld og brennistein til þess að spila fótbolta og fá sína vikulegu útrás. Átján Pumur hófu klárar leik þar sem samviskulega var skipt í lið, þó mótbárur einhverja pilta hafi borist.
Veddi, Varði og Margeir mættu á sínu fyrstu æfingu á árinu. Þá mætti einnig leikmaður til reynslu. Sá er Valsmaður úr Hlíðunum og tekur Puma fagnandi við honum meðan hann er á reynslu.
Eftirfarandi var liðskipan í gær:
Lið 1 (Gulir): Böddi, Árni, Ívar G, Varði, Nýliði, Haukur, Veddi, Margeir, Gísli
Lið 2 (Mislitir): Benni, Arnar, Gummi, Einar, Þórhallur, Már J., Viddi, Gunni, Viggi
Leikar enduðu þannig að lið 2 fór með sigur að hólmi þrátt fyrir að hafa verið ávallt undir í leiknum. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins að Vigfús, hinn eini og sanni, kláraði leikinn með skoti úr teig sem þandi netmöskvana.
STÓRA STIGAKEPPNIN er orðin gríðarlega spennandi. Jón Helgi hélt efsta sætinu þrátt fyrir að hafa boðað sig frá í kvöld, en rétt er að minna á að fyrir það fékk hann stig. Með Jóni eru á toppnum Már J og Arnar, en Gunnar er nartandi í hæla þeirra með 12 kvikindi.
| Mæting | Sigur | Mætingarhlutfall | Sigurhlutfall | Samtals stig |
Jón Helgi | 4 | 9 | 100% | 100% | 13 |
Már J. | 4 | 9 | 100% | 75% | 13 |
Arnar | 4 | 9 | 100% | 75% | 13 |
Gunni | 3 | 9 | 75% | 75% | 12 |
Viddi | 4 | 6 | 100% | 50% | 10 |
Haukur | 4 | 6 | 100% | 50% | 10 |
Benni | 4 | 6 | 100% | 50% | 10 |
Einar | 3 | 6 | 75% | 50% | 9 |
Hreiðar | 3 | 6 | 75% | 50% | 9 |
Gummi | 2 | 6 | 50% | 50% | 8 |
Árni | 4 | 3 | 100% | 25% | 7 |
Þórhallur | 4 | 3 | 100% | 25% | 7 |
Ívar G | 3 | 3 | 75% | 25% | 6 |
Viggi | 3 | 3 | 75% | 25% | 6 |
Þórólfur | 2 | 3 | 50% | 25% | 5 |
Gísli | 2 | 3 | 50% | 25% | 5 |
Böddi | 4 | 0 | 100% | - | 4 |
Binni | 4 | 0 | 100% | - | 4 |
Annel | 1 | 3 | 25% | 25% | 4 |
Veddi | 3 | 0 | 75% | - | 3 |
Varði | 2 | 0 | 50% | - | 2 |
Jón Ingi | 1 | 0 | 25% | - | 1 |
Maggi E. | 1 | 0 | 25% | - | 1 |
Alexander | 1 | 0 | 25% | - | 1 |
Atli | 1 | 0 | 25% | - | 1 |
Jón Gunnar | 1 | 0 | 25% | - | 1 |
Margeir | 1 | 0 | 25% | - | 1 |
Nýliðinn | 1 | 0 | 25% | - | 1 |
- Nefndin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 14:35
Að vanda.....
...æfing í Kórnum Kópavogi í kvöld kl. 21:00. Góð mæting hefur verið að undanförnu og spilaður hefur verið skemmtileg knattspyrna.
Gríðarleg stemmning er komin í stigaleik Puma, þar sem menn fá stig fyrir mætingar og sigra á æfingum. Staðan eftir þrjár æfingar er þannig að Jón Helgi, hin gríðarsnöggi, lipri og hnyttni varnar/kant/miðju/drottnandi/vængmaður trónir á toppnum með 12 stig. Staða efstu 10 manna sjáum við hér:
Mæting | Sigur | Mætingarhlutfall | Sigurhlutfall | Samtals stig | |
Jón Helgi | 3 | 9 | 100% | 100% | 12 |
Haukur | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Már J. | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Arnar | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Hreiðar | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Gunni | 2 | 6 | 67% | 67% | 8 |
Árni | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Viddi | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Benni | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Þórólfur | 2 | 3 | 67% | 33% | 5 |
Reikna má með spennandi bolta í kvöld þar sem ljóst er að fjórir leikmenn geta komist á toppinn ef Jón Helgi misstígur sig.
- Nefndin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2008 | 10:47
Hvað var í gangi?
Í vetur kemur ritstjórn til með að birta gamlar fréttir og greinar, undir yfirskriftinni "Hvað var í gangi?". Að þessu sinni er dagsetning fréttar 18. júlí 2007 og ber fréttin titilinn "Hvar er Fernan?".
Hvar er Fernan?
Vésteinn Gauti Hauksson, öðru nafni Fernan, hefur látið lítið fyrir sér fara í síðustu tveimur leikjum. Fyrirspurnum hefur rignt yfir ritstjórn Puma.blog.is þar sem ritstjórn hefur verið hvött til að fjalla um málið. Fernan sem var yfirlýsingarglöð fyrr í sumar hafði þetta um málið að segja þegar ritstjórnarfulltrúi hafði samband við hana í dag, "Já, síðustu tveir leikir hafa verið mér erfiðir. Ég hef einfaldlega ekki komið tuðrunni í markið. Ég hef hins vegar einsett mér með frekari æfingum að gera betur í næstu leikjum."
Þjálfarateymi Puma fór yfir málið með Fernunni og er hann nú í einkaþjálfun hjá tveimur þaulreyndum Combat Conditioning þjálfurum. Aðrir leikmenn sem telja sig þurfa smá extra hreyfingu er bent á næsta tíma kl. 6:30 á fimmtudaginn.
Fernan sem er enn markahæsti leikmaður Puma á leiktíðinni með 8 mörk bætti jafnfram við, "Við sjáum til í lok leiktíðar! Mótið er ekki búið og ég skal standa við stóru orðin. Ég kem til með að bæta við mörkum í sumar og ætla með að gera það strax í næsta leik. Elliði er sterkt lið og þar ætla ég með að koma sterkur inn og hjálpa Puma að klára þann leik."
Ritstjórn Puma.blog.is vonar að Fernan verði sannspá hvað þetta varðar og óskar henni alls hins besta það sem eftir er að leiktíðinni og að fernur Fernunar verði sem flestar.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 10:31
Sigur meirihlutans
Fimmtán Pumur mættu sprækar á æfingu í Kórnum í fjöllum Kópavogs í gærkvöldi. Sérstaka athygli vakti hinn fornfræga Puma og núverandi Frasakóngur Íslands, Jón Gunnar Geirdal. Ljóst er að drengurinn hefur ekki gleymt neinum af sínum frægu töktum og tilþrifum.
Liðin í gær voru eftirfarandi:
Lið 1: Böddi, Benni; Viggi, Viddi, Árni, Þórhallur, Jón Gunnar.
Lið 2: Ívar, Haukur, Jón Helgi, Hreiðar, Einar, Arnar, Már J., Gísli.
Það fór sem fór og sigur meirihlutans staðreynd. Lið 2 voru átta á móti sjö leikmönnum liðs 1, en liðið rétt marði sigur með 2 mörkum.
Staða leikmanna eftir 3 æfingar er svona:
Mæting | Sigur | Mætingarhlutfall | Sigurhlutfall | Samtals stig | |
Jón Helgi | 3 | 9 | 100% | 100% | 12 |
Haukur | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Már J. | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Arnar | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Hreiðar | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Gunni | 2 | 6 | 67% | 67% | 8 |
Árni | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Viddi | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Benni | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Þórólfur | 2 | 3 | 67% | 33% | 5 |
Ívar G | 2 | 3 | 67% | 33% | 5 |
Einar | 2 | 3 | 67% | 33% | 5 |
Gummi | 1 | 3 | 33% | 33% | 4 |
Annel | 1 | 3 | 33% | 100% | 4 |
Gísli | 1 | 3 | 33% | 100% | 3 |
Böddi | 3 | 0 | 100% | - | 3 |
Þórhallur | 3 | 0 | 100% | - | 3 |
Viggi | 2 | 0 | 67% | - | 2 |
Jón Ingi | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Maggi E. | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Alexander | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Varði | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Binni | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Ámi | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Hilmar | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Atli | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Jón Gunnar | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Már Þ | 0 | 0 | - | - | 0 |
Evert | 0 | 0 | - | - | 0 |
Vésteinn | 0 | 0 | - | - | 0 |
- Nefndin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 16:08
Danmerkurmót í sjálfsfróun - Fjölmennum !
Danskur sálfræðingur ætlar í maí að standa fyrir fyrsta Danmerkurmótinu í sjálfsfróun. Markmiðið er að afla fjár til að auka fræðslu um kynferðismál. Og að sjálfsögðu munu Púmurnar ekki láta sitt eftir liggja með stuðning við þetta mjög svo þarfa málefni.
Danska blaðið Politiken segir frá þessu. Meistaramót af þessu tagi hafa verið haldin í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Þar hafa verið sett ýmis met og þannig mun kona hafa fengið 49 sinnum fullnægingu á sex tímum en karlmaður nokkur sex sinnum á sama tíma.
Nú hefur sálfræðingurinn Pia Struck fengið heimild frá höfuðstöðvunum í San Francisco til að halda slíkt mót í Kaupmannahöfn. Hún segir við Politiken, að markmiðið sé að fá fram umræðu um sjálfsfróun sem enn sé feimnismál hjá mörgum. Einnig eigi að afla fjár svo hægt sé að skipuleggja námskeið um kynlíf.
Struck segir, að mikill áhugi sé fyrir mótinu og þegar hafi 25 manns skráð sig til leiks. Hún segist vonast til, að mótið verði jafn stórt og mót sem haldið var í Lundúnum nýlega þar sem 250 manns tóku þátt.
- Ritstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2008 | 13:38
Æfing í gærkveldi
Fín mæting var í Kórnum í gærkvöldi á annarri æfingu Puma. Mættir voru 15 leikmenn, auk kauða sem fékk að spila með. Því voru 8 á móti 8 í gríðarlega skemmtilegum bolta þar sem sumir fóru einfaldlega á kostum í ruglinu. Svo fór að lokum að lið 2 sigraði með 2 mörkum. Eftirfarandi voru liðin:
Lið 1:
Böddi, Árni, Viggi, Viddi, Þóró, Þórhallur, Haukur, Atli
Lið 2:
Benni, Arnar, Hreiðar, Annel, Már J, Gunni, Jón Helgi, Einhver
Eftir tvær æfingar lítur mætingar og sigurtaflan svona út.
Mæting | Sigur | Mætingarhlutfall | Sigurhlutfall | Samtals stig | |
Jón Helgi | 2 | 6 | 100% | 100% | 8 |
Gunni | 2 | 6 | 100% | 100% | 8 |
Árni | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Viddi | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Haukur | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Þórólfur | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Már J. | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Benni | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Arnar | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Hreiðar | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Gummi | 1 | 3 | 50% | 50% | 4 |
Annel | 1 | 3 | 50% | 50% | 4 |
Böddi | 2 | 0 | 100% | - | 2 |
Þórhallur | 2 | 0 | 100% | - | 2 |
Ívar G | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Jón Ingi | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Einar | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Maggi E. | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Alexander | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Varði | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Viggi | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Binni | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Ámi | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Atli | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Már Þ | 0 | 0 | - | - | 0 |
Hilmar | 0 | 0 | - | - | 0 |
Evert | 0 | 0 | - | - | 0 |
Hallgrímur | 0 | 0 | - | - | 0 |
Hilmar | 0 | 0 | - | - | 0 |
- Nefndin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 18:12
Hreyfing á hlutina
Framkvæmda- og ritstjórn Puma komu saman í dag og ræddi komandi tímabil. Framundan eru bjartir tímar hjá félaginu þar sem æfingar liðsins eru hafnar og útsendarar félagsins farnir til starfa.
Núverandi tímabil sitjandi stjórnar fer senn að líða, en eitt af hennar síðustu verkum var að koma á fót æfingum. Nú er ljóst að æfingar Puma fram á vor verða í Kórnum á þriðjudögum, en þegar birta fer og hlýna kemur Puma án efa til með að sameina krafta sína með heldri mönnum HK rétt eins og síðasta sumar og æfa á gervigrasinu í Fagralundi.
Böðvar Jónsson framkvæmdastóri Puma hefur setið í stólnum nú í rúm 3 ár. "Ég er tilbúinn að gefa mig í þetta í eitt ár í viðbót. Þetta er óeigingjarnt starf sem maður þarf að vinna, og ljóst er að hvorki fyrr né seinna kemur maður í minni stöðu til með að fá þetta greitt með einum eða öðrum hætti, nema þá kannski með dollu í lok tímabils. Þó er mikilvægt að menn standi saman og en mikilvægara að það sé sterkur og þéttur hópur sem stendur á bak við félagið." sagði Böðvar þegar ritstjórn náði tali af honum fyrir utan aðalskrifstofur Puma í Skaftahlíðinni nú seinnipartinn.
Hvað nýja stjórn varðar hefur stjórn félagsins ákveðið að framkvæma netkosningu. Sú kosning kemur til með að fara fram hér á heimasíðu Puma en verður tilkynnt síðar.
Nokkrir aðilar hafa verið nefndir á nafn sem stjórnarmenn Puma. Samkvæmt Böðvari kemur hann til með að gefa kost á sér aftur. Þá er Hreiðar Þór Jónsson sterklega orðaður við stjórnarsetu, enda starfaði hann sem hægri hönd Böðvars á síðasta tímabili. Auk þess hefur Hreiðar setið í framkvæmdastjórastól félagsins áður. Vésteinn Gauti Hauksson kemur sterkur inn og er reiknað með kauða í stjórn á komandi tímabili. Aðrir sem hafa verið nefndir á nafn eru: Arnar Halldórsdórsson, Már Jóhannsson, Brynjólfur Schram og að sjálfsögðu Ívar Guðmundsson sem setið hefur í stjórn liðsins undanfarin ár. Eitt er þó víst að Hermann Guðmundsson kemur til með að halda áfram formennsku í stjórn félagsins.
Ritstjórn hefur ákveðið að taka aftur upp þráðinn og leyfa leikmönnum sem og áhangendum liðsins færi á því að fylgjast með hvað er að gerast innan félagsins. Viðar Ingi Pétursson, sem hefur verið í forsvari fyrir ritstjórn sagði: "Já, það er mikilvægt að leyfa öllum sem tækifæri hafa á að fylgjast með. Vegna mikillar pressu hef ég ákveðið að spýta í lóa og drífa skrif í gang aftur." Að sögn Viðars verður þó hægt farið í skrif til að byrja með, en efni og fjöldi frétta kemur til með að aukast þegar líða fer á tímabilið.
- Nefndin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)