Færsluflokkur: Dægurmál
19.6.2007 | 09:50
Leikur í kvöld
Leikur í kvöld á Tungubökkum. Mæting 19:45, en leikurinn byrjar stundvíslega kl. 20:30. Við spilum á móti Pungmennafélaginu.
Góð mæting var á æfingu í gær. 20 Manns mættu og var spilað 10 á 10. Vonandi er þetta það sem koma skal í sumar en mæting á æfingar síðustu vikur hefur verið með þessu móti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2007 | 15:07
32-liða úrslit í bikar – dráttur:
Búið er að draga í 1. umferð bikarkeppni utandeildarinnar. Puma dróst á móti Metró. Metró vann sinn leik í fyrstu umferð deildarinnar 7-1 á móti Vatnsberum. Ekki er komin dagsetning á leikinn, en leikirnir í bikarnum að þessu sinni verða leiknir dagana 10. til 17. júlí.
Hér er heildar DRÁTTURINN:
Fc Keppnis vs. Fc Ice
Hómer vs. Nings
Elliði vs. Rc Collins
Ernirnir vs. Vængir Júpíters
St Styrmir vs. Dufþakur
BYGG vs. Pungmennafélagið Gullan
Vatnsberar vs. Áreitni
Kumho vs. Geirfuglar
Kóngar vs. Vatnaliljur
Puma vs. Metró
Hjörleifur vs. Henson
Fc Fame vs. Kærastan hans Ara
Dinamo Gym80 vs. Fc Dragon
Fc Moppa vs. Fc CCCP
Boutros Ghali vs. G&T
Strumpar vs. TLC
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2007 | 17:51
Leikjaplan 2007 - 1. hluti
Hluti af leikjaplani sumarsins er komið, eða fyrstu 6. leikirnir.
Riðill | Dagsetning | Kl: | Umf. | Heimalið | Útilið | Leikstaður |
A | 10.6.2007 | 18:00 | 1 | Puma | Geirfuglar | Fram |
A | 19.6.2007 | 20:30 | 2 | Pungmennafélagið Gullan | Puma | Tungubakkar |
A | 24.6.2007 | 19:30 | 3 | Puma | Dinamo Gym80 | Ásvellir |
A | 5.7.2007 | 20:30 | 4 | Vatnaliljur | Puma | Tungubakkar |
A | 22.7.2007 | 19:30 | 5 | Puma | Elliði | Ásvellir |
A | 29.7.2007 | 19:30 | 6 | Vængir Júpíters | Puma | Fram |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 17:02
Krúsjal atriði
Dægurmál | Breytt 20.6.2007 kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 17:02
Puma komið á vefinn
Heimasíða Knattspyrnufélagsins Puma verður formlega opnuð með popni og prakt á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Laugardalnum í Reykjavík. Viðstaddir verða Geir Haarde, Geir Þorsteinsson, Geir Magnússon, Geir-i Sæm auk fulltrúa stjórnar Puma sem og ritstjórnarfulltrúa.
Á síðunni koma til með að vera upplýsingar og yndisauki bæði fyrir leikmenn, aðstandendur og stuðningsmenn liðsins. Heimasíðunni er einnig ætlað að verða stuðningskerfi fyrir komandi leiktíðir hvað varðar samskipti leikmanna, tölfræði og "meldingar" í leiki, æfingar og uppákomur.
Það er hugmynd stjórnar að þetta verði liður í því að upphefja félagið í hæstu hæðir á nýjan leik. Saga félagsins hefur verið afar sigursæl, og er ætlunin að setja markið hátt og vera í baráttunni um titlana í ár.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 16:59
1. umferð - Puma vs. Geirfuglar
Leikurinn fór fram í Safamýri á sunnudagskvöldið 10. júní kl. 18:00 í blíðskaparveðri. Það var greinilegt á mætingunni að menn voru fullir eftirvæntingar að hefja leiktíðina með glæsibrag. Hópurinn skipaði alls 21 leikmann, þar sem meðaldurinn mældist 33,7ár, þar sem yngsti maður var 21 og sá elsti 45 ára, takk fyrir og túkall.
Nýir búningar voru vígðir að þessu tilefni sem vöktu gríðarlega ánægju meðal hópsins. Búningurinn að þessu sinni er hvít treyja, bláar buxur og hvít/bláir sokkar. Stuðningsmenn okkar og auglýsendur eru þeir sömu og undanfarin ár, þó Bílanaust hafi skipt um áherslur og auglýsa nú undir nýju nafni, N1. Það er svo sjónvarpsstöðin SÝN, mekka knattspyrnunnar á öldum ljósvakans sem prýðir framhlið búningsins.
Byrjunarliðir skipuðu eftirtaldir aðilar:
Mark - Böðvar
Vörn - Arnar, Alexander, Viggi, Hreiðar
Miðja - Viðar, Árni, Benni, Varði
Sókn - Vésteinn, Ívar G
Á tréverkinu: Már, Emil, Ívar Jóns, Þórhallur, Annel, Evert, Hallgrímur, Daði, Ágúst, Hilmar.
Leikurinn fór vel af stað og leikur Puma einkenndist af góðu spili. Þó komu upp leiðindi á 14 mínútu leiksins þegar Benni þurfti að berja frá sér, og næla sér í gult spjald, þar sem Geirfuglar slógu frá sér í átt Puma eins og dýr í útrýmingarhætti. Puma uppskar hins vegar á 25 mínútu þegar Vésteinn skoraði fyrsta mark leiksins. Hann bætti svo öðru við á 33 mínútu úr víti eftir að brotið hafði verið á honum. Ágúst Ingi fékk áminningu þremur mínútum síðar fyrir að brjóta á leikmanni Geirfugla. Geirfuglar minnkuðu muninn á 40 mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur fór ekki eins vel af stað og sá fyrri. Geirfuglar jöfnuðu metin og var staðan 2-2 þangað til á 72 mínútu þegar enginn annar en Vésteinn skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Puma yfir á nýjan leik. Geirfuglar sóttu stíft, en Puma sýndi góðan karakter og bætti við marki á 77 mínútu leiksins. Hver annar en Vésteinn! Jú, fjögur mörk voru staðreynd og tryggði hann Puma glæsilegan sigur. Á 79 mínútu fékk Annel svo að líta gula spjaldið.
Sigur var staðreynd og vonandi er þetta það sem koma skal í sumar. Það sýndi sig og sannaði hvuzzu mikilvægt var að hafa stóran hóp í þessum leik og megi það vera sem oftast.
Maður leiksins: Vésteinn Gauti Hauksson
Mörk: Vésteinn 4
Stoðsendingar: Viggi 1 og Ívar G 2.
Spjöld: Benni, Gústi, Annel
Dægurmál | Breytt 20.6.2007 kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)