Færsluflokkur: Dægurmál

Nokkrar Pumur sprikluðu í kvöld

Nokkrar Pumur voru fengnar að láni í Old Boys leik á Leiknisvelli í kvöld. Pumur léku með liði HK gegn heimamönnum og stóðu sig með stakri prýði. Böddi var í markinu, Þórhallur, Viggi og Maggi Egils léku í vörninni. Viddi, Benni, Ívar Jóns og Binnispiluðu á miðju og í sókn. Leikurinn endaði 0 - 4, þar sem stórleikur Puma manna í seinni hálfleik vóg þungt. Staðan i hálfleik var 0-0.  Aðstæður voru til fyrirmyndar og má segja að leikin hafi verið sólar-samba í gettó-inu í kveld. Binni

"Leikurinn var góð æfing og kemur framkvæmdarstjórn til með að kalla til leikmenn í frekari leiki með Old Boys liði HK, hópurinn er stór og menn að fá mismikið að spila, þannig að þetta er okkur kærkomin viðbót." sagði Böðvar Jónsson, vígreifur eftir að hafa lokað rammanum fyrir "hitt liðið" í Kópavoginum, eins og hann kaus að orða það,  nú síðla kvölds.

Það má með sanni segja að nóg sé um verkefni fyrir leikmenn liðsins og virkilega ferskir vindar sem blása um klúbbinn um þessar mundir. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Brynjólf Schram sem var virkilega ógnandi á Leiknisvelli í kvöld, og komst meðal annars á blað með markaskorurum leiksins.

- Ritstjórn

 


Slæm tíðindi

Allt bendir til þess að miðjumaðurinn dansandi, Árni Þór Eyþórsson verði ekki með liðinu í næstu viðureign á sunnudaginn næstkomandi. Árni var “tsjoppaður” niður um miðbik fyrri hálfleiksÁrni gengur meiddur af velli í leik við Pungmennafélagið síðastliðið þriðjudagskvöld. Höfðu menn á orði að brotið hafi verið mjög gróft og hefði jafnvel verðskuldað rautt spjald. Leikmaðurinn hefur verið boðaður í fitness test kl. 18 á laugardag og verður þá endanlega tekin ákvörðun í samráði við sjúkraþjálfara um hvort Árni (a.k.a. Múrarinn, Danzarinn, Áttan) verði á skýrslu í leiknum við DynamoGym80.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Árna Þór ganga sárþjáðan af velli eftir tæklingu Jens Sævarssonar Pungmanns. Ristjórn óskar miðjumanninum að sjálfsögðu skjóts bata.



Ummælum vísað til föðurhúsanna

Viðari I. Péturssyni var vægast sagt ekki skemmt yfir fréttum síðunnar í gær. Leikmaðurinn óviðjafnanlegi vill meina að ummæli hans hafi verið tekin úr öllu samhengi og beinlíns rangt eftir honum haft.

Vissulega hef ég verið að mæta vel á æfingar í vetur sem og áður, og er e.t.v. sá leikmaður sem Viðar vafasamurhvað besta ástundun hefur sýnt hvað það varðar. Hinsvegar hef ég ekki verið sáttur við form né frammistöðu. Ég hef ekki burði til að klára heilan leik og þ.a.l. í jafn stórum og sterkum hóp, tek ég því með reisn að verma tréverkið.”

Hann heldur áfram:

Ég haf ávallt haft hag liðsins að leiðarljósi og geri mér grein fyrir því að framkvæmdastjórinn hefur úr mörgum hæfileikaríkum leikmönnum að velja. En ég eins og margur annar hef mínar skoðanir á uppstillingu og leikskipulagi, þannig er það nú bara. Við Böðvar höfum rætt mikið saman og ég hef fullt traust hans til að skila mikilvægu hlutverki á þessu leiktímabili, hvort sem það er að hefja leik eða koma inn af bekknum.”

Ég veit ekki hvað vakir fyrir ritstjórn síðunnar, það er greinilegt að þessi miðill ætlar að marka sér spor sem sorp-vefrit. Með þessum rógburði og lygum er verið að skapa óróa í klúbbnum sem þjónar gegn tilgangi síðunnar. Ég mun krefjast svara og jafnvel leita mér lögfræðiálits.”

En mun þetta koma til með að hafa einhverja eftirmála hvað varðar mætingu og áhuga almennt?

Nei nei, ég mun haga mér fagmannlega. Þvert á móti munu þessi ummæli vekja með mér eldmóð um að gera enn betur, sem getur lítið annað en hjálpað liðinu

Sagði títtnefndur Viðar Ingi að lokum og skellti í sig Bombu og prótein-stöng.

 - Ritstjórn

 


Gunnar semur við Puma

Puma hefur hlotið aukinn liðstyrk fyrir leiktíðina 2007. Gunnar Sigurðsson sem lék með liðinu tímabilið 2005 hefur snúið aftur. Hann spilaði með Hunangstunglinu en hefur fengið sig lausan eftir að félagið varð gjaldþrota.

Hér er stutt viðtal við kauða.

Gunnar kemur til með að mæta á sína fyrstu æfing á mánudag. 

Puma.blog.is óskar Gunnari til hamingju með að vera gengin aftur til liðs við Puma.


Viðar ósáttur við bekkinn

Í leik Puma og Punga á þriðjudag var gríðarlega góð mæting. Sterkir leikmenn voru mættir til leiks og því var valið í byrjunarlið Puma erfitt. Viðar Ingi Pétursson var alls ekki skemmt með þá uppstillingu sem framkvæmdarstjórn stillti upp. Í samtali við ritstjórn Puma.blog.is sagði Viddi að hann væri ósáttur við það að hafa ekki verið í byrjunarliðinu. “Ég er búin að vera æfa eins og tittlingur í allan vetur, mætt á æfingar og virkilega verið að hafa fyrir þessu” sagði Viddi, sem er á sínu þriðja ári hjá Puma. 

Í samtali við Hermann Guðmundsson stjórnarformann Puma sagðiViddi ósáttur við bekkinn Hermann, “Framkvæmdastjóri liðsins og hans menn ráða þessu algjörlega og þeir eru með minn stuðning í þessu máli.” 

Já, það er klárt að menn eru mis sáttir við sitt hlutverk. “Viðar hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu og hans tími mun koma. Það eiga pottþétt eftir að vera leikir sem Viddi byrjar inná og það verða pottþétt leikir sem hann byrjar á bekknum. Við erum með stóran hóp, mætingin hefur verið góð að undanförnu og því verða menn að standa saman og hugsa fyrir hópinn” sagði Böðvar Jónsson í framhaldi að orðum Vidda. 

Viðar sem er á 33 aldursári á 2 ár eftir að samningi sínum við Puma. Það er svo spurning hvort að Böðvar og hans menn komi til með að framlengja þann samning ef Viddi kemur til með að vera með fleiri athugasemdir eins og hér á undan, seinna á leiktíðinni.


Barátta um Gullskóinn

Ívar G.Hinn síungi Ívar Guðmundsson sem hefur verið markakóngur Puma síðustu 11 ár ætlar sér ekki að gefa eftir titilinn auðveldlega. Ívar sagði þó íþróttamannslega hér á síðunni, “Ég vona svo sannarlega að Veddi nái því að vera markakóngur þetta árið”. 

Ritstjórn heldur þó því fram að Ívar komi til með að gefa lítið eftir og fari að raða inn mörkum í komandi leikjum. Ívar hefur skorað eitt mark á leiktíðinni og gefið tvær stoðsendingar.


Dagskrá vikunnar styrkir Puma

Dagskrá vikunnar kom í vikunni færandi hendi er hún afhenti stjórn félagsins rausnarlega gjöf. Gjöfin var í formi 5 Select bolta sem komu sér vel á æfingu á mánudag sem og í upphitun fyrir leik á þriðjudag. 

Stjórn Puma þakkar Dagskrá vikunnar kærlega fyrir.

dagskalogo 

 

 


Vésteinn stefnir á Gullskóinn

Í samtali við ritstjórnarfulltrúa siðunar sagði Veddi að hann væri staðráðinn í því að taka Gullskóinn í ár. Tímabilið fer vel af stað hjá kauða en hann skoraði ein 4 mörk í fyrsta leik tímabilsins eins og fram hefur komið hér á síðunni. Veddi hefur síðan þá gengið undir nafninu Fernan. Veddi bætti við marki í leiknum í gær, en það var þrumufleygur upp í þaknetið utan af velli.Veddi

"Já, það er gaman að þessu. Maður stefnir hátt í ár og er ég staðráðinn í því að við förum alla leið í ár. Til þess að það takist þá ætla ég að gefa mig allan í þetta og ná í Gullskóinn", sagði Veddi ánægður með sjálfan sig.

Veddi sagði jafnframt, "Þetta fer vel af stað hjá Puma, mæting á æfingar hefur verið mjög góð sem og í leikina sem búnir eru. Ef þetta heldur áfram svona þá held ég að við ættum að geta farið alla leið."

"Þó verð ég að segja að ég er óánægður með leik Puma í gær. Auk þess var völlurinn afar lélegur og dómgæslan var til háborinnar skammar. Ég er sannfærður um að við hefðum unnið þennan leik hefði hann verið leikinn á gervigrasi" sagði Veddi að lokum.

Við hjá Puma.blog.is vonum svo sannarlega að þetta verði rétt hjá Vedda og Puma komi aftur með dolluna heim.


4-4 jafntefli

Það var myndarhópur sem mætti á Tungubakka í 2. umferð a-riðils. Tvær breytingar voru gerðar frá því í síðasta leik en í stað Arnars kom Evert í vinnstri bakvörð og í stað Alexanders kom Annel.

Byrjunarlið var eftirfarandi:

Mark - Böddi

Vörn - Annel, Hreiðar, Viggi, Evert

Miðja - Varði, Benni, Árni, Sókn - Veddi, Ívar G.

Á bekknum voru: Viddi, Alli, Krissi, Binni, Arnaldur, Ívar S, Þórhallur, Gústi, Hilmar, Halli

Leikurinn fór vel af stað og sóttu Puma menn nánast stanslaust fyrstu 20 mínútur leiksins.  Það voru þó Pungarnir sem settu fyrsta mark leiksins. Kom það á 22 mínútu með skoti úr teig. Það var síðan 10 mínútum seinna sem Arnaldur skoraði og 6 mínútum seinna skoraði Veddi glæsilegt mark í þaknetið. Á 40 og lokamínútu leiksins var það svo, rétt eins og í síðasta leik, að mótherjar Puma skoruðu og jöfnuðu metin.

Leikurinn fór ágætlega af stað í seinni hálfleik. Ívar G skoraði á 43 mínútu. Í framhaldi af gerðist lítið hjá Puma en Pungarnir skoruðu 2 mörk með 3 mínútna millibili á 60 og 62 mínútu. Árni jafnaði þó strax í framhaldi af því úr víti, eða á 63 mínútu. Puma átti svo nokkur færi, en mark var dæmt af Ívari Sigurjóns. 4-4 jafntefli var staðreynd og leikmenn Puma óánægðir með frammistöði sína. Picture 114

Leikurinn einkenndist af einstaklega lélegri dómgæslu á mjög svo lélegum velli á Tungubökkum. Ekki bætti það að dagsform leikmanna Puma var ekki gott. 

Eftir tvær umferðir er Puma í 3 sæti riðilsins, en þó eiga TLC leik til góða og möguleika á því að fara upp fyrir liðið.

Maður leiksins: ?

Mörk: Arnaldur, Veddi, Ívar G., Árni (víti)

Stoðsendingar: Veddi 1 og Benni 1

Spjöld: Annel, Alli


Hópurinn í kvöld

Eftirfarandi leikmenn skipa leikmannahóp Puma í kvöld:

Alexander Arnarson
Annel Helgi Finnbogason
Arnaldur Geir Schram
Ágúst Ingi Axelsson
Árni Þór Eyþórsson
Benedikt Nikulás Anes Ketilsson
Brynjólfur Páll Schram
Böðvar Jónsson
Evert Víglundsson
Hallgrímur Guðmundsson
Hilmar Þór Ólafsson
Hreiðar Þór Jónsson
Ívar Guðmundsson
Kristján Ragnar Kristjánsson
Már Þórarinsson
Vésteinn Gauti Hauksson
Viðar Ingi Pétursson
Vigfús Jóhann Þórsson
Þorvarður Björgúlfsson
Þórhallur Halldórsson

Það er óhætt að segja að leikmannahópurinn er sterkur í kvöld. Byrjunarliðið verður þó ekki kynnt fyrr en rétt fyrir leik.

- Stjórnin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband