Færsluflokkur: Dægurmál
12.7.2007 | 09:38
Æfing í kvöld og leikur á sunnudaginn
Það er æfing á HK-vellinum (Fagralundi) í kvöld kl.19:30 allir að mæta og taka léttan bolta.
Það er bikarleikur á Fylkisvellinum á sunnudaginn kl. 21 á móti Metró. Hörkuleikur þar sem efstu lið A og B riðils mætast.
-Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2007 | 09:38
Slúðurmolar
-Heyrst hefur að Breiðablik og Fram hafi sett sig í samband við stjórn Puma um að fá Véstein í sínar raðir. Liðin hafa átt erfitt með að skora í upphafi tímabils, en Vésteinn hefur blómstrað með Puma og því álitlegur kostur fyrir bæði lið. Talið er að kaupverðið sé 975þ. og Vésteinn fái 13.470kr. fyrir hvern spilaðann leik og 18.836kr. fyrir hvert mark.
-Heyrst hefur að Alex hafi verið sektaður um tveggja vikna laun eftir síðusta agabrot og nú stefni í að hann gerist brotlegur aftur nú um helgina þegar hann fer að veiða og missir líklega af bikarleiknum. Stjórnin er ekki par hrifin og er að reyna að láta Alex fylgja með í sölunni á Vésteini.
-Samkvæmt nánast áreiðanlegum heimildum hefur Getafe stóra smáliðið á Spáni boðið Böðvari framkvæmdastjóra að gerast þjálfari hjá unglingaliði félagsins. Ef svo fer gerir stjórn Puma ekki ráð fyrir því að fara fram á peningaupphæð eða bætur fyrir Böðvar.
-Ef eitthvað er að marka staðarblöðin á Ólafsvík er Viðar Ingi Pétursson búinn að fá sig full saddan af bekkjarsetu í byrjun leiktíðar og hefur hann sést á æfingum með uppeldisfélagi sínu, Víking Ólafsvík. Hann virðist virka sem vítamínsprauta fyrir liðið því það hefur unnið 2 leiki í röð. Ekki er vitað hvort Víkingarnir hyggjast kaupa Viðar.
-Samkvæmt upplýsingum frá tollayfirvöldum í USA voru stjórnarformaður Puma og fyrirliði að gera góða ferð til USA um daginn. Þeir keyptu 3 mótorhjól og enn einn bílinn. Þetta var gert í slagtogi við Jón Gerald Sulluberg og því gæti orðið dómsmál úr þessu.

-Samkvæmt upplýsingum frá króatíska bændablaðinu eru nýjustu leikmenn Puma nemar í króatíska bændaskólanum og koma hingað til lands fyrir tilstilli Guðna Ágústssonar, fyrrum landbúnaðarráðherra og flokksbróður Böðvars. Þegar ritstjórn hringdi út kom í ljós að þeir hafa spilað fótbolta fyrir bændalið héraðsins sem ku vera álíka gott slökustu liðin í utandeildinni. Það er því nokkuð ljóst að þarna er um klíkuskap að ræða sem óvíst er að stjórn Puma viti af.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2007 | 21:10
Ósætti á vali
Ósætti hefur komìð upp í herbúðum Puma. Í lok leiks Puma gegn Vatnaliljum í síðasta leik deildarinnar var Arnaldur Schram valinn maður leiksins. Már sendi ritstjórn Puma.blog.is bréf og er það birt hér að hluta:
"Við val á manni leiksins í síðustu umferð deildarinnar vill ég koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri. það var ég sem var maðurinn á bak við bæði mörkin í þessum leik. Ég skoraði eitt og lagi upp annað. Ég bara hreinlega skil ekki hvað er í gangi?"
Ritstjórn Puma.blog.is áskilur sér rétt til að velja mann leiksins hverju sinni óháð því hvort að menn séu sáttir eða ekki. því stendur val á manni leiks Puma og Vatnalilja, sem valin var Arnaldur.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2007 | 17:07
Böðvar með tvo króata í skottinu
Framkvæmdastjórinn er búinn að vera í leit að öflugum spilurum í Puma liðið undanfarnar vikur og síðast fréttist af honum á Spáni á fundum með Valencia.
Rétt í þessu náði ritstjórnarfulltrúi sambandi við Böðvar þar sem hann var rétt að lenda í Barcelona með tvo króata í skottinu. Böðvar hafði þetta um málið að segja. "Við erum búin að vera í svaklegu sukki alla helgina og það var ekki fyrr en í morgun að ég fann einhverja snillinga sem virðast kunna sitthvað fyrir sér í boltanum. Ég var auðvitað bara á tveggja manna bíl þannig að ég henti þeim í skottið, en hitinn er búinn að vera svakalegur í dag 30 gráður og allir að leka niður".
Það sem brann helst á vörum blaðamanns var: Áttu von á því að fá leikheimild fyrir þessa spilara á Íslandi? "Já annar er frændi Izudin Daða Dervich þannig að hæg eru heimatökin innan KSÍ. Hann er er framliggjandi miðjumaður sem einnig getur spilað frammi, hann á að baki 13 unglingalandsleiki fyrir Króatíu þannig að hann er mjög góður. Hinn er vinstri kantmaður sem getur farið bæði til hægri og vinstri og því helmingi fjölhæfari en hinn stríðshrjáði Mási." og hann hélt áfram "ég veit að KR og Fram hafa sett sig í samband við stjórnina með það fyrir augum að fá þessa leikmenn lánaða hjá okkur út leiktímabilið og stjórnarformaðurinn er alvarlega að skoða það. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvort Gunni Sig. kemst í leikæfingu fljótt."
Annars vildi Böðvar minna menn á æfinguna í kvöld og á fimmtudaginn því það er bikarleikur á sunnudaginn - menn hafa enn um 12 daga til að sanna sig í liðinu áður en Króatarnir koma með Böðvari.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 12:24
Staðan í A-riðli.
L | U | J | T | Mörk | ||
1. Puma | 4 | 3 | 1 | 0 | 14:6 | 10 |
2. Dufþakur | 3 | 3 | 0 | 0 | 8:0 | 9 |
3. TLC | 2 | 2 | 0 | 0 | 11:2 | 6 |
4. Hjörleifur | 3 | 2 | 0 | 1 | 7:5 | 6 |
5. Kóngarnir | 4 | 2 | 0 | 2 | 14:14 | 6 |
6. Elliði | 2 | 1 | 1 | 0 | 3:1 | 4 |
7. Vængir Júpiters | 2 | 1 | 1 | 0 | 1:0 | 4 |
8. Dinamo Gym 80 | 4 | 1 | 0 | 3 | 8:12 | 3 |
9. Pungmennafélagið Gulla | 3 | 0 | 1 | 2 | 5:15 | 1 |
10. Vatnaliljur | 4 | 0 | 0 | 4 | 1:8 | 0 |
11. Geirfuglar | 3 | 0 | 0 | 3 | 5:14 | 0 |
Það er notalegt að sjá þetta fornfræga stórlið á toppnum á ný, njótið vel. Athyglisvert er þó að sjá að mótherjar okkar til þessa verma 4 neðstu sætin. Nú er ljóst að alvaran tekur við og mun reyna enn meira á styrk, karakter og breidd liðsins. COME ON YOUUUU PUUUMAAAASSSS !!!
Þann 15. júlí leikum við í 1. umferð Bikarkeppninnar gegn Metró á Fylkisvelli kl. 21:00
Næsti leikur í riðlinum er 22. júlí gegn Elliða á Ásvöllum, kick-off 19:30.
- Ritstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 22:11
4. umferð: Puma vs. Vatnalijur: 2-0
Þökk sé frábærum fyrri hálfleik lönduðu Púmurnar sínum þriðja sigri í fjórum leikjum. Aragrúi marktækifæra litu dagsins ljós í fjörugum en afar einhliða fyrstu 40 mínútum. Ekki var langt að bíða eftir fyrsta markinu eftir að okkar menn höfðu þjarmað að Liljunum frá fyrstu mínútu og m.a. fengið 3-4 fín færi á fyrstu 10 mínútunum. Þar var að verki hinn síungi og skeinuhætti (en ekki hættur að skeina sér) vængmaður Már Þórarinsson. Ekki var það hitakreminu alfarið að þakka, heldur áræðni og óbilandi löngun í að setj´ann, sem hann og gerði af miklu harðfylgi, 1-0 PUMA og algjör drottnun í gangi.
Gárungarnir í brekkunni héldu nú að flógáttirnar væru galopnar og mörkin mundu nú streyma inn á færibandi. Sú var þó ekki raunin þrátt fyrir margar góðar sóknir og tækifæri. Það var svo þegar um 15. mínútur lifðu til leikhlés að Arnar Halldórsson fékk góða sendingu inn fyrir fjölskipa vörn Liljanna, sýndi yfirvegun og tók laglega á móti boltanum og átti ekki í vandræðum að afgreiða knöttinn rakleitt í nærhornið, keeper no chance 2-0 PUMA. Mótherjunum tókst svo að halda stöðunni óbreytt til hlés, en áttu tvær ágætis tilraunir sem Þorleifur markvörður lokaði örugglega.
Seinni hálfleikur hófst með hálfgerðri værukærð af okkar hálfu og komu Liljurnar töluvert ákveðnari til leiks eftir hlé. Leikurinn jafnaðist svolítið á síðari 40 mínútum þegar þrek okkar manna tók aðeins að dvína. Greina mátti talsverðan aldursmun á þessum liðum og hefði mátt giska á c.a. 6-8 árum yngri Liljur í meðalaldri. En viti menn, reynslan, viljinn og seiglan skilaði þessu örugga sigri sem eins og áður segir hefði auðveldlega geta verið stærri. Að loknum fjórum umferðum erum við EFSTIR í A-riðli með 10 stig, en þó með einum leik fleirri en næstu lið. Þessu starti tekur Puma að sjálfsögðu fagnandi en þó "með klípu af salti" því menn geta vissulega nagað sig í handabökin yfir að vera ekki með fullt hús stiga.
Þorleifur
Hreiðar -Viggi -Alex -Hilmar
Már -Arnar -Benni -Varði
Veddi -Árni
Viðar, Arnaldur, Þórhallur, Annel.
Mörk: Arnar 1 Már 1
Stoðsendingar: Vésteinn & Már
Maður leiksins: Arnaldur Schram.
Erfitt val því liðið var mjög "jafngott" svona heilt yfir í þessum leik og enginn einn sem sérstaklega tók hinum fram. Arnaldur hlýtur þó hnossið að þessu sinni. Átti flotta innkomu af bekknum og Sýndi oft á tíðum lipra takta með knöttinn. Átti nokkrar hættulegar sendingar og var yfirleitt ógnandi/skapandi í sínum aðgerðum. Alls ekki slæmt hjá "nýliða" í hópnum.
Hjarta varnarinnar, þeir Vigfús og Alexander voru ekki langt undan, leystu úr flestu því sem andstæðingurinn bauð uppá, öruggir, sterkir, yfirvegaðir og umfram allt héldu hreinu.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt 6.7.2007 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 17:24
Alexanderi veitt viðvörun !
Enn og aftur gerir miðvörðurinn sterki sig sekan um gróft agabrot. Að þessu sinni mætti Alex of seint á æfingu, þrátt fyrir að hafa verið ávíttur fyrir sömu sakir í leik gegn Pungm.félaginu í síðasta mánuði. Ekki nóg með að drengurinn virði reglur um stundvísi að vettugi, þá bárust einnig kvartanir meðspilara hans á æfingunni sem sökuðu hann um að leggja menn ítrekað í einelti. Stjórnin stendur ráðþrota frammi fyrir þessu grafalvarlega máli en kemur til með að funda um þetta síðar í mánuðinum. Alexander sem verður samningslaus í haust, gæti verið að horfa fram á það að fá ekki samning sinn endurnýjaðan, haldi hann áfram þessarri virðingar- og ábyrgðarlausu hegðun.
Ónefndur leikmaður kom að máli við ritstjórnarfulltrúa að lokinni æfingu, og var heitt í hamsi: Maðurinn er skepna og lætur sér ekki segjast. Þetta á að heita með reynslumeiri mönnum í félaginu, en hann kemur fram við okkur af þvílíkum ruddaskap og vanvirðu að það hálfa væri talsvert meira en nóg. Hann er greinilega að spila sig sem einhvern big-charlie sem er ómissandi, en því fer þó fjarri að svo sé, að mínu mati.
Ritstjórn hefur þó eftir áreiðanlegum heimildum að Alexander verði á skýrlsu á morgun og allt eins í byrjunarliðinu. Böðvar Jónsson framkvæmndastjóri var staddur á þjálfararáðstefnu í Valencia og vildi lítið um málið segja, enda í leyfi frá störfum.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 12:51
Næstu mótherjar: Vatnaliljur.
Liljurnar hafa ekki farið vel af stað í sumar. Eftir þrjá leiki er liðið með ekkert stig og markatöluna 1-6. Þó ber að geta þess að þeir hafa leikið gegn fyrirfram álitnum sterkari liðum riðilsins. Liðið tapaði fyrir Vængjum Júpiters 1-0 í fyrsta leik. Hjörleifur sigraði þá í 2. umferð 3-1, og nú síðast Dufþakur 2-0. Duffa-menn tala um í umfjöllun sinni að þeir hafi staðið af sér áhlaup Vatnalilja í seinni hálfleik, eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik. Okkar menn í Puma léku sinn fyrsta æfingleik í ár við Liljurnar í nístingskulda á Leiknisvelli nú á vormánuðum. Að sjálfsögðu var nokkur vorbragur á leik okkar þá og vantaði margan lykilmanninn, en tap var staðreynd, 3-2 fyrir Vatnaliljur. En þess má geta að Puma sigraði Dufþak í næsta æfingaleik með 5 mörkum gegn engu. Vatnaliljur luku keppni í fyrra 5 stigum á eftir okkur í 6. sæti, með 3 sigra og 2 jafntefli í 11 leikjum.
Samkvæmt þessarri yfirferð er ljóst að þetta verður krefjandi leikur og þurfa Púmur að mæta einbeittir og ákveðnir í verkefnið. Erfitt er að rýna í samanburð á starti þessara liða þar sem þau hafa ekki mætt sömu andstæðingum ennþá, ef undanskildnir eru pre-season leikir.
Við bjóðum Vatnaliljur velkomnar í Fagralund á morgun, en gestrisnin verður að öðru leyti engin.
Á meðfylgjandi mynd er listaverk eftir franska impressjonistann Claude Monet, sem nefnist því viðeigandi nafni; "Vatnaliljur". Þetta var eitt af síðustu verkum Monet, en hann lést úr lungnakrabba árið 1926. Puma bloggið - ávallt lærdómsríkt og menningarlegt.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 10:44
General prufu lokið, sýning í vændum?

Arnar Halldórsson sem var mættur aftur til æfinga eftir leyfi, var bjartsýnn á framhaldið og sagði ekkert nema sigur koma til greina gegn Vatnaliljum á morgun miðvikudag; Það er í raun grátlegt að vera ekki með fullt hús stiga eftir þá leiki sem við höfum spilað. Markmiðið var þegar við sáum planið að klára fyrstu fjóra leikina og koma okkur vel fyrir í toppbaráttuna. En það er frábært að vera kominn aftur, og ég get ekki beðið eftir kick-off á miðvikudag, þetta var fín genaral-prufa í kvöld (í gær)
Það ríkir svo sannarlega tilhlökkun og bjartsýni fyrir komandi átök, og verður áhugavert að fylgjast með framgöngu Puma í næstu leikjum.
Stjórnin vill hinsvegar endilega koma þeim skipunum áleiðis að menn meldi sig inn tímanlega í leikinn. Gott væri ef menn kvittuðu þannig fyrir sig hér í athugasemdum, um hvort þeir séu ON eða OFF. Förum þess á leit við menn að þeir vinni fyrir hópinn og hvetji sam-félagana til að mæta eða láta vita af sér. Það er beinlínis bjánalegt að fullorðnir menn þurfi að fá 6 sms frá Bödda til að ranka við sér í æfingar og leiki. Nú eru komnir fastir æfingatímar og leikjaplanið er hægt að nálgast hér á síðunni. Engin afsökun
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.7.2007 | 10:33
Böðvar í útlegð
Framkvæmdastjóra Puma hefur verið veitt leyfi frá störfum. Böðvar Jónsson fór þess á leit við stjórn klúbbsins að fá 3ja vikna leyfi frá annasömu starfi sínu. Gríðarlegt álag hefur verið á stjóranum nú í upphafi tímabils, og var streitan og svefnleysið farið að taka sinn toll af kauða. Stjórnin tók ákvörðun eftir samráð við lækni og sálfræðing Böðvars, að senda hann til suður-evrópu til að hlaða batteríin. Böðvar verður þó ekki alfarið í fríi, heldur mun hann heimsækja klúbba á borð við Espanyol (Barcelona), Venezia (Feneyjar), Rauðu Stjörnuna (Belgrad) og Dynamo Zagreb til að afla sér þekkingar og skoða mögulega leikmenn. Markvörðurinn og Framkvæmdastjórinn kemur til með að skrifa reglulega pistla hér á síðunni um dvöl sína þar suður frá.
Aðstoðarþjálfari félagsins, Hreiðar Þór Jónsson mun taka að sér stjórnun liðsins í leikjum ásamt Ívari Guðmundssyni. Þeir munu m.a. standa frammi fyrir því verðuga verkefni að finna markvörð í stað Böðvars í næstu tveimur leikjum gegn Vatnaliljum og Metró.
Minnum á sólar-samba í Fagralundi í kvöld kl. 21:30. Leikur á miðvikudag !
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)