Færsluflokkur: Dægurmál
13.8.2007 | 13:42
Puma - Hjörleifur
Viðureign Puma og Hjörleifs í 7. umferð Utandeildarinnar fer fram í Fagralundi í kvöld kl. 21:00. Stuðningsmannaklúbburinn ætlar að hittast í pizzu og bjór á Players kl. 19:30. Vinsamlegast sýnið félagsskírteini við innganginn. Treyjur og treflar verða til sölu, auk þess sem formaður verður með ávarp. Lúðrasveit Kópavogs skemmtir í hálfleik ásamt Kalla Bjarna. Frítt á völlinn - Fjölmennum.
Leikmenn eru eðlilega beðnir um að melda sig inn við Böðvar með mætingu. Áfram Puma !!
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 10:24
Orðsending frá yfirmanni dómgæslu
Miklar umræður hafa verið um ágæti dómara í utandeildinni í ár. Menn hafa verið að upplýsa misjafnar skoðanir sínar á þeirra störfum með misvitrum athugasemdum á heimasíðu deildarinnar. Þessi málatilbúnaður náði hámarki nú fyrir skömmu þegar hinn viðkunnalegi Jakob (a.k.a. Kobbi dómari) sagði sig úr dómarateyminu eftir ítrekaðar persónuárásir manna á umræðuvef.
Í gær birtist síðan orðsending frá yfirmanna dómaramála þar sem áhersla er m.a. lögð á að útrýma hinu klassíska tuði-í-dómara. Eftirfarandi er tekið beint upp af heimasíðu Utandeildarinnar á gras.is :
"góðann daginn strákar árni heiti ég og hef verið feinginn til að klára tímabilið sem yfirmaður dómaramála. ég hef verið að spjalla við dómara um deildina og erum við allir sammála um að menn eru farnir að vera ansi grófir í garð dómara. við höfum áhveðið að útríma þessu úr deildini núna strax og verður tekið hart á leiðindar öskrum og hreitingum í garð dómara og eina leiðin til þess er að verra dugleigir að spjalda. vonandi að menn síni þessu skilning því við erum jú allir að reina að hafa gaman af þessu , líka við dómararnir svo vill ég að lokum óska öllum góðs geingis það sem eftyr er sumars. "
Skilaboðin eru skýr. Leikmenn Puma skulu taka þetta til athugunar og ekki gera sig seka um að láta þann svartklædda heyra það um of. Við eigum enn eftir að sjá dómi breytt með tuði eftir að það er flautað og verður þess e.t.v. langt að bíða.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2007 | 00:20
Leikið á mánudag
Á mánudag er leikið í 7. umferð Utandeildarinnar og að þessu sinni mætir Puma FC Hjörleifi. Hjörleifur sem vermir sjöunda sætið í A riðli, hefur spilaðfjóra leiki, tveimur færri en Puma og er með sex stig. Stigin hafa fengist með tveimur sigrum. Hjörleifur fór vasklega af stað og sigraði Dinamo Gym 80 3-1 í fyrstu umferð. Þess má geta að Hjörleifur skoraði tvö af þremur mörkum sínum eftir að leikmanni Dynamo hafði verið vísað af velli á 50 mínútu. Strax í annarri umferð náði liðið svo í seinni þrjú stigin sín á móti Vatnaliljum en sá leikur endaði eins og sá fyrri 3-1. Í þriðju umferð mætti Hjörleifur Elliða en Elliði sigraði þann leik með tveggja marka sigri 1-3. Hjörleifur átti leik við Vængina um miðjan ágúst, en af einhverjum ástæðum var þeim leik frestað. Hjörleifur mætti í sínum fjóra leik í deildinni Dufþak og sigraði Dufþakur leikinn 1-4.
Markahæstur leikmanna Hjörleifs er Baldvin Örn Ómarsson, en hann hefur skorað fimm mörk í sumar. Tvö þessara marka hefur hann skorað í deildinni, eitt á móti Dynamo og eitt á móti Vatnaliljum. Þrjú mörk skoraði hins vegar leikmaðurinn í fyrstu umferð Bikarkeppninnar, en þá lék Hjörleifur á móti Henson og endaði leikurinn 3-0 Hjörleif í hag. Hjörleifur féll út úr 16 liða úrslitum á þriðjudag á móti Vængjunum með 0-3 sigri Vængja.
Leikur Puma og Hjörleifs fer fram á heimavelli Puma, Fagralundi Kópavogi klukkan 21:00 á mánudag. Því fellur æfing niður. Mæting klukkan 20:15, stundvíslega.
- Nefndin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2007 | 17:12
8 liða úrslit í bikar
Eftir frækinn sigur á Dragon í vikunni eru Puma komnir í 8-liða úrslit Bikarkeppninnar 2007. Skýr krafa er meðal stjórnar- og stuðningsmanna að félagið fari í það minnsta í undanúrslit. Leikmenn sjálfir ganga þó skrefinu lengra og hungrar í gullið. Vert er að þessu tilefni að tilkynna þau lið sem tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar:
Puma
Vængir Júpíters
Vatnsberar
Nings
Elliði
Kumho
FC CCCP
BYGG
Þarna á meðal má sjá marga "góðkunningja" liðsins, og þ.á.m. 3 lið sem Puma hefur þegar mætt á þessari leiktíð. Ljóst er að stór hluti leikmanna fóru ekki sáttir við sitt hlutskipti í viðureignum við Elliða og Vængi Júpíters, og væru hugsanlega óska-mótherjar í næstu umferð.
Ritstjórn leikur forvitni á að vita hvað leikmönnum finnst, og hugleiðingar þeirra um framhaldið í þessari keppni.
Þess má geta að dregið verður í bikarnum í beinni í "Minni skoðun" á X-inu 977 um miðja næstu viku í þartilgerðri umfjöllun sem Valtýr Björn og félagar hafa haft um utandeildina í sumar.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 16:05
Annel undir smásjánni hjá Víkingi Ó ?
Heyrst og sést hefur til Annels Finnbogasonar í Ólafsvík nú nýverið og telja gárungar að kantmaðurinn knái sé þar til skoðunar hjá heimamönnum. Ejub Purisevic þjálfari Víkinga er þekktur fyrir að þefa uppi orkumikla baráttujaxla, og því þykir Annel falla eins og flís við þann rass. Víkingar sigla tiltölulega lygnan sjó í 1. deildinni eftir gott gengi undanfarið. Ljóst er að félagsskiptaglugginn er lokaður og því greinilegt að Ejub er að horfa til komandi keppnistímabila. Ekki náðist á Böðvar Jónsson nú laust eftir hádegið. Samkvæmt einkaritara var framkvæmdastjórinn jafnvel á leið vestur til viðræðna, en vildi þó ekki fullyrða neitt um ferðir stjórans. Hún hafði m.a. þetta að segja: "uhh ..böðvar ha ..ég ..ég bara veit það ekki ...hann hringdi í mig af Dússa-bar í Borgarnesi áðan ...og var frekar þvoglumæltur og pínu dólgur í honum ...þannig að ég lagði bara á ...hann tekur svona túra stundum"
Puma bloggið mun fylgjast grannt með framvindu mála og upplýsa leikmenn og lesendur jafn harðan. Á meðfylgjandi mynd má sjá Annel ásamt Ásgeiri Kolbeins á balli í Ólafsvík sem tekin var um nýliðna helgi.
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 09:12
Áfram í bikar
Önnur umferð Bikarkeppni Utandeildarinnar fór fram í gærkveldi. Puma tók á móti liði Dragon á Tungubökkum. Nítján Pumur mættu til leiks á móti 13 liðsmönnum Drekanna. Fyrstu mínúturnar voru Puma megin eins og í raun allan leikurinn, en skilaboð þjálfara voru skýr fyrir leikinn
sækja, sækja, sækja!. Strax var ljóst að Puma var og yrði með yfirhöndina í leiknum. Liðið mætti sterk til leiks og sótti stíft allt frá fyrstu mínútu. Ívar Guðmunds átti meðal annars fast skot í sem hafnaði í utanveðri stönginni. Það var hins vegar enginn annar en Vésteinn Gauti Hauksson, a.k.a Fernan sem skoraði fyrsta mark leiksins á og sitt níunda á tímabilinu, 1-0. Leikmenn Puma létu sér ekki segjast og héldu sínu áfram og sóttu að marki Dreka. Viðar Ingi Pétursson var nærri því að skora úr hornspyrnu, og það tvisvar í röð, en leikmenn Dreka náðu í bæði skiptin að bjarga á marklínu. Drekar náðu hins vegar að jafna metin á rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu, sem vindurinn að vísu hjálpaði í netið og staðan í hálfleik 1-1.
Í seinni hálfleik gáfu Pumur ekkert eftir og héldu áfram að sækja. Már eldri átti meðal annars stórgott færi sem og Ívar G, en náðu ekki að setja boltann í netið. Már kláraði hins vegar sitt á eftir ca. 10 mínútna leik þegar hann skallaði boltann í netið, 2-1. Drekar náðu svoað jafna metin stuttu seinna. Markið kom eftir hornspyrnu og ætla má að leikmenn Puma hafi ekki áttað sig á því að væri búið að spyrna boltanum því leikmaður Dreka stóð einn og óvaldaður innan um fjórar Pumur og stangaði boltann í netið. 2-2 var staðan þrátt fyrir drottnun Puma á vellinum. Það var svo á þegar ca. tíu mínútur voru eftir að leiktíma að Alexander Arnarsson sem kom Puma yfir. Brutust út gríðarleg fagnaðarlæti, rétt eins og þegar Fernan skoraði fyrsta mark leiksins, og var Puma komið í 8 liða úrslit Bikarkeppninnar, 3-2.
Glæsilegur sigur Puma staðreynd. Öflugur hópur stóð saman og landaði gríðarlega mikilvægum sigri. Mikilvægur á tvo vegu. Sigur eftir að hafa klúðrað tveimur leikjum í röð sem og að klára leikinn og komast áfram í 8 liða úrslit bikarkeppninnar. Nú er bara málið að klára þá leiki sem liðið á eftir og fara alla leið í bikar sem og í úrslitakeppnina.
Gaman er að segja frá því að elsti leikmaður Puma sem lék í gærkveldi er 45 ára gamall, fæddur á því herrans ári 1962. Þá var yngsti leikmaður Puma í leiknum í 19 ára gamall, fæddur 1987. Það er hann Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson sem stóð vaktina með miklum sóma í marki Puma, í fjarveru framkvæmdarstjórans. Ritstjórn vill ekki greina frá nafni leikmannsins á fimmtugsaldrinum í virðingarskyni við hann og fjölskyldu hans.
Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Guðmundur
Arnar, Viggi, Evert, Hilmar
Varði, Alexander, Árni, Már eldri
Ívar G., Veddi
Bekkur: Annel, Gunni, Benni, Halli, Arnaldur, Jón Ingi, Már Júníor, Viddi
Mörk: Veddi, Már, Alexander
Áminning: Alexander, Ívar, Annel
Maður leiksins: Alexander Arnarsson
Alexander lék vel í leiknum. Hann drottnaði á miðjunni og lét leikmenn Dreka finna fyrir sér. Hann barðist eins og hundur og hélt baráttuandanum í liðinu. Alexander skoraði svo mikilvægt mark sem varð sigurmark leiksins. (Svo fær hann líka að vera maður leiksins því hann var geðveikt fúll að vera tekin útaf...."Aftur!", eins og hann orðaði það).
- Ritstjórn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 15:59
ATH: Leikið á Tungubökkum í kvöld!
Stjórn Utandeildarinnar var rétt í þessu að hafa samband við stjórn Puma. Skipulagning hefur eitthvað klikkað því leikurinn í kvöld færist aftur á Tungubakka þar sem hann átti upprunalega að vera. Sami tími er á leiknum eða 20:30.
- Nefndin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2007 | 11:48
Bikar: Puma vs. Dragon í kvöld !
Mótherjar okkar í 2. umferð bikarkeppninnar eru FC Dragon úr B-riðli. Drekarnir sitja í 8. sæti þess riðils með 1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp og markatöluna 3-8. Liðið hóf leiktíðina á markalausu jafntefli við Nings, mótherja okkar í síðasta æfingaleik. Því næst báru þeir sigurorð af Strumpum 0-1, (Strumpar slógu út puma í bikar í fyrra). Í 3ju umferð öttu þeir kappi við sterkt lið FC CCCP og töpuðu 3-0. Dragon tóku á móti Moppunni í fjórða leik þar sem niðurstaðan var 2-2 jafntefli. Í síðasta leik liðsins sem fram fór 31. júlí síðastliðinn, töpuðu þeir svo fyrir FC Fame með þremur mörkum gegn engu. Þeir eru áfram í bikarkeppninni eftir stórsigur á Dynamo Gym80, sem við könnumst við úr okkar riðli, 5-0.
Þegar rýnt er í þessi úrslit má ætla að Dragon séu e.t.v. sýnd veiði, en langt frá því að vera gefin. Sigrar á Strumpum og Dynamo, auk jafnteflis við Nings segja okkur að liðið er til alls líklegt, og staða þeirra í riðlinum gefur jafnvel ranga mynd eftir að hafa leikið m.a. við öll sterkustu lið riðilsins sbr. CCCP, Fame og Strumpa.
Bikarkeppnin er eitthvað sem Puma leggur ávallt upp með að vinna og hafa margoft farið í úrslit þeirrar keppni, nú síðast 2005 (þar sem Alexandar klúðr..uhm ..þar sem við töpuðum í vító gegn Melsteð) Puma hefur tapað síðustu 2 leikjum í deildinni og það án þess að skora mark. Nú er komið að því að setja tuðruna þangað sem hún á heima, fjandinn hafi það, og tryggja þessu fornfræga félagi örugga leið áfram í næstu umferð. Áfram Puma.
Leikurinn fer fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ kl. 20:30 í kvöld. Skyldumæting!
- Ritstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 15:59
Æfingarleikur í kvöld
Á æfingu í kvöld spilar Puma við Nings. Leikurinn/æfingin byrjar á slaginu 19:30 í Fagralundi í Kópavogi. Nings er í 9. sæti B-riðils með 4 stig eftir fimm leiki.
Puma spilar í gulu (vara) búningunum í kvöld.
- Nefndin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2007 | 15:09
Staðfestinga Viðars
Viðar hefur svarðar fyrir sig á "commenta" kerfi Puma.blog.is þar sem hann kallaði á ásakanir í garð framkvæmdarstjóra. "Ég veit bara hreinlega ekki hvað maðurinn er að fara með þessum orðum. Ég hef ekki heyrt í Viðari síðan á sunnudag. Við sjáum til hvort að Viðar mæti á æfingu í kvöld, en þess má geta að HK heldri æfa ekki með Puma á fimmtudögum", sagði framkvæmdarstjórinn í samtali við ritstjórnarfulltrúa í dag.
Ritstjórn ákvað að birta í framhaldi af þessu mynd af Yfirlýsingu Viðars sem birtist hér fyrir skömmu.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)