28.1.2008 | 10:47
Hvað var í gangi?
Í vetur kemur ritstjórn til með að birta gamlar fréttir og greinar, undir yfirskriftinni "Hvað var í gangi?". Að þessu sinni er dagsetning fréttar 18. júlí 2007 og ber fréttin titilinn "Hvar er Fernan?".
Hvar er Fernan?
Vésteinn Gauti Hauksson, öðru nafni Fernan, hefur látið lítið fyrir sér fara í síðustu tveimur leikjum. Fyrirspurnum hefur rignt yfir ritstjórn Puma.blog.is þar sem ritstjórn hefur verið hvött til að fjalla um málið. Fernan sem var yfirlýsingarglöð fyrr í sumar hafði þetta um málið að segja þegar ritstjórnarfulltrúi hafði samband við hana í dag, "Já, síðustu tveir leikir hafa verið mér erfiðir. Ég hef einfaldlega ekki komið tuðrunni í markið. Ég hef hins vegar einsett mér með frekari æfingum að gera betur í næstu leikjum."
Þjálfarateymi Puma fór yfir málið með Fernunni og er hann nú í einkaþjálfun hjá tveimur þaulreyndum Combat Conditioning þjálfurum. Aðrir leikmenn sem telja sig þurfa smá extra hreyfingu er bent á næsta tíma kl. 6:30 á fimmtudaginn.
Fernan sem er enn markahæsti leikmaður Puma á leiktíðinni með 8 mörk bætti jafnfram við, "Við sjáum til í lok leiktíðar! Mótið er ekki búið og ég skal standa við stóru orðin. Ég kem til með að bæta við mörkum í sumar og ætla með að gera það strax í næsta leik. Elliði er sterkt lið og þar ætla ég með að koma sterkur inn og hjálpa Puma að klára þann leik."
Ritstjórn Puma.blog.is vonar að Fernan verði sannspá hvað þetta varðar og óskar henni alls hins besta það sem eftir er að leiktíðinni og að fernur Fernunar verði sem flestar.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 10:31
Sigur meirihlutans
Fimmtán Pumur mættu sprækar á æfingu í Kórnum í fjöllum Kópavogs í gærkvöldi. Sérstaka athygli vakti hinn fornfræga Puma og núverandi Frasakóngur Íslands, Jón Gunnar Geirdal. Ljóst er að drengurinn hefur ekki gleymt neinum af sínum frægu töktum og tilþrifum.
Liðin í gær voru eftirfarandi:
Lið 1: Böddi, Benni; Viggi, Viddi, Árni, Þórhallur, Jón Gunnar.
Lið 2: Ívar, Haukur, Jón Helgi, Hreiðar, Einar, Arnar, Már J., Gísli.
Það fór sem fór og sigur meirihlutans staðreynd. Lið 2 voru átta á móti sjö leikmönnum liðs 1, en liðið rétt marði sigur með 2 mörkum.
Staða leikmanna eftir 3 æfingar er svona:
Mæting | Sigur | Mætingarhlutfall | Sigurhlutfall | Samtals stig | |
Jón Helgi | 3 | 9 | 100% | 100% | 12 |
Haukur | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Már J. | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Arnar | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Hreiðar | 3 | 6 | 100% | 67% | 9 |
Gunni | 2 | 6 | 67% | 67% | 8 |
Árni | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Viddi | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Benni | 3 | 3 | 100% | 33% | 6 |
Þórólfur | 2 | 3 | 67% | 33% | 5 |
Ívar G | 2 | 3 | 67% | 33% | 5 |
Einar | 2 | 3 | 67% | 33% | 5 |
Gummi | 1 | 3 | 33% | 33% | 4 |
Annel | 1 | 3 | 33% | 100% | 4 |
Gísli | 1 | 3 | 33% | 100% | 3 |
Böddi | 3 | 0 | 100% | - | 3 |
Þórhallur | 3 | 0 | 100% | - | 3 |
Viggi | 2 | 0 | 67% | - | 2 |
Jón Ingi | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Maggi E. | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Alexander | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Varði | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Binni | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Ámi | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Hilmar | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Atli | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Jón Gunnar | 1 | 0 | 33% | - | 1 |
Már Þ | 0 | 0 | - | - | 0 |
Evert | 0 | 0 | - | - | 0 |
Vésteinn | 0 | 0 | - | - | 0 |
- Nefndin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 16:08
Danmerkurmót í sjálfsfróun - Fjölmennum !
Danskur sálfræðingur ætlar í maí að standa fyrir fyrsta Danmerkurmótinu í sjálfsfróun. Markmiðið er að afla fjár til að auka fræðslu um kynferðismál. Og að sjálfsögðu munu Púmurnar ekki láta sitt eftir liggja með stuðning við þetta mjög svo þarfa málefni.
Danska blaðið Politiken segir frá þessu. Meistaramót af þessu tagi hafa verið haldin í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Þar hafa verið sett ýmis met og þannig mun kona hafa fengið 49 sinnum fullnægingu á sex tímum en karlmaður nokkur sex sinnum á sama tíma.
Nú hefur sálfræðingurinn Pia Struck fengið heimild frá höfuðstöðvunum í San Francisco til að halda slíkt mót í Kaupmannahöfn. Hún segir við Politiken, að markmiðið sé að fá fram umræðu um sjálfsfróun sem enn sé feimnismál hjá mörgum. Einnig eigi að afla fjár svo hægt sé að skipuleggja námskeið um kynlíf.
Struck segir, að mikill áhugi sé fyrir mótinu og þegar hafi 25 manns skráð sig til leiks. Hún segist vonast til, að mótið verði jafn stórt og mót sem haldið var í Lundúnum nýlega þar sem 250 manns tóku þátt.
- Ritstjórn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2008 | 13:38
Æfing í gærkveldi
Fín mæting var í Kórnum í gærkvöldi á annarri æfingu Puma. Mættir voru 15 leikmenn, auk kauða sem fékk að spila með. Því voru 8 á móti 8 í gríðarlega skemmtilegum bolta þar sem sumir fóru einfaldlega á kostum í ruglinu. Svo fór að lokum að lið 2 sigraði með 2 mörkum. Eftirfarandi voru liðin:
Lið 1:
Böddi, Árni, Viggi, Viddi, Þóró, Þórhallur, Haukur, Atli
Lið 2:
Benni, Arnar, Hreiðar, Annel, Már J, Gunni, Jón Helgi, Einhver
Eftir tvær æfingar lítur mætingar og sigurtaflan svona út.
Mæting | Sigur | Mætingarhlutfall | Sigurhlutfall | Samtals stig | |
Jón Helgi | 2 | 6 | 100% | 100% | 8 |
Gunni | 2 | 6 | 100% | 100% | 8 |
Árni | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Viddi | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Haukur | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Þórólfur | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Már J. | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Benni | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Arnar | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Hreiðar | 2 | 3 | 100% | 50% | 5 |
Gummi | 1 | 3 | 50% | 50% | 4 |
Annel | 1 | 3 | 50% | 50% | 4 |
Böddi | 2 | 0 | 100% | - | 2 |
Þórhallur | 2 | 0 | 100% | - | 2 |
Ívar G | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Jón Ingi | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Einar | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Maggi E. | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Alexander | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Varði | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Viggi | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Binni | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Ámi | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Atli | 1 | 0 | 50% | - | 1 |
Már Þ | 0 | 0 | - | - | 0 |
Hilmar | 0 | 0 | - | - | 0 |
Evert | 0 | 0 | - | - | 0 |
Hallgrímur | 0 | 0 | - | - | 0 |
Hilmar | 0 | 0 | - | - | 0 |
- Nefndin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 18:12
Hreyfing á hlutina
Framkvæmda- og ritstjórn Puma komu saman í dag og ræddi komandi tímabil. Framundan eru bjartir tímar hjá félaginu þar sem æfingar liðsins eru hafnar og útsendarar félagsins farnir til starfa.
Núverandi tímabil sitjandi stjórnar fer senn að líða, en eitt af hennar síðustu verkum var að koma á fót æfingum. Nú er ljóst að æfingar Puma fram á vor verða í Kórnum á þriðjudögum, en þegar birta fer og hlýna kemur Puma án efa til með að sameina krafta sína með heldri mönnum HK rétt eins og síðasta sumar og æfa á gervigrasinu í Fagralundi.
Böðvar Jónsson framkvæmdastóri Puma hefur setið í stólnum nú í rúm 3 ár. "Ég er tilbúinn að gefa mig í þetta í eitt ár í viðbót. Þetta er óeigingjarnt starf sem maður þarf að vinna, og ljóst er að hvorki fyrr né seinna kemur maður í minni stöðu til með að fá þetta greitt með einum eða öðrum hætti, nema þá kannski með dollu í lok tímabils. Þó er mikilvægt að menn standi saman og en mikilvægara að það sé sterkur og þéttur hópur sem stendur á bak við félagið." sagði Böðvar þegar ritstjórn náði tali af honum fyrir utan aðalskrifstofur Puma í Skaftahlíðinni nú seinnipartinn.
Hvað nýja stjórn varðar hefur stjórn félagsins ákveðið að framkvæma netkosningu. Sú kosning kemur til með að fara fram hér á heimasíðu Puma en verður tilkynnt síðar.
Nokkrir aðilar hafa verið nefndir á nafn sem stjórnarmenn Puma. Samkvæmt Böðvari kemur hann til með að gefa kost á sér aftur. Þá er Hreiðar Þór Jónsson sterklega orðaður við stjórnarsetu, enda starfaði hann sem hægri hönd Böðvars á síðasta tímabili. Auk þess hefur Hreiðar setið í framkvæmdastjórastól félagsins áður. Vésteinn Gauti Hauksson kemur sterkur inn og er reiknað með kauða í stjórn á komandi tímabili. Aðrir sem hafa verið nefndir á nafn eru: Arnar Halldórsdórsson, Már Jóhannsson, Brynjólfur Schram og að sjálfsögðu Ívar Guðmundsson sem setið hefur í stjórn liðsins undanfarin ár. Eitt er þó víst að Hermann Guðmundsson kemur til með að halda áfram formennsku í stjórn félagsins.
Ritstjórn hefur ákveðið að taka aftur upp þráðinn og leyfa leikmönnum sem og áhangendum liðsins færi á því að fylgjast með hvað er að gerast innan félagsins. Viðar Ingi Pétursson, sem hefur verið í forsvari fyrir ritstjórn sagði: "Já, það er mikilvægt að leyfa öllum sem tækifæri hafa á að fylgjast með. Vegna mikillar pressu hef ég ákveðið að spýta í lóa og drífa skrif í gang aftur." Að sögn Viðars verður þó hægt farið í skrif til að byrja með, en efni og fjöldi frétta kemur til með að aukast þegar líða fer á tímabilið.
- Nefndin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2008 | 09:36
Góð mæting
Góð mæting var á fyrstu æfingu Puma á árinu 2008 sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í gærkveldi. Fjórtán voru mættir. Nokkuð jafnt var meðal liða fram eftir tímanum en þó varð af því að annað liðið sigraði. Hér fyrir neðan er tafla með mætingu og sigrum gærkveldsins, en í vetur verður þessari töflu haldið "up to date".
Leikmenn fá 1 stig fyrir að mæta og 3 stig fyrir að vinna. Ef menn láta vita að þeir komi ekki á æfingu fá þeir einnig 1 stig.
- Nefndin
Mæting | Sigur | Mætingarhlutfall | Sigurhlutfall | |
Árni | 1 | 3 | 100% | 100% |
Viddi | 1 | 3 | 100% | 100% |
Gummi | 1 | 3 | 100% | 100% |
Jón Helgi | 1 | 3 | 100% | 100% |
Haukur | 1 | 3 | 100% | 100% |
Þórólfur | 1 | 3 | 100% | 100% |
Gunni | 1 | 3 | 100% | 100% |
Böddi | 1 | 0 | 100% | 0% |
Ívar G | 1 | 0 | 100% | 0% |
Jón Ingi | 1 | 0 | 100% | 0% |
Már J. | 1 | 0 | 100% | 0% |
Vinur Gumma | 1 | 0 | 100% | 0% |
Benni | 1 | 0 | 100% | 0% |
Maggi E. | 1 | 0 | 100% | 0% |
Alexander | 1 | 0 | 100% | 0% |
Varði | 1 | 0 | 100% | 0% |
Arnar | 1 | 0 | 100% | 0% |
Þórhallur | 1 | 0 | 100% | 0% |
Viggi | 0 | 0 | 0% | 0% |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2008 | 09:02
Haldið um stig í vetur
Í vetur verður sú nýjung að haldið verður utan um mætingar leikmanna á æfingar. Þá verður mætingarlisti birtur á heimasíðu Puma. Auk þess verður haldið utan um tölfræði þeirra sem vinna leiki á æfingunum. Leikmenn koma til með að fá 1 stig fyrir að mæta og 3 stig fyrir að vinna. Ef menn láta vita að þeir komi ekki á æfingu fá þeir einnig stig. Í lok æfinga í Kórnum verða svo tímarnir gerðir upp.
Það verður sem sagt haldið utan um sigurhlutfall leikmanna og mætingarhlutfall.
- Nefndin
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2008 | 19:03
Leikmannahópur í janúar
Nú eru hjólin farin að snúast aftur hjá Puma eftir langt og gott hlé. Leikmenn hafa verið ólmir að fara hreyfa sig aftur og sprikla í bolta.
Eftirfarandi aðilar eru leikmenn Puma tímabilið 2008:
Alexander Arnarsson
Arnaldur Schram
Arnar Halldórsdórsson
Atli Már Daðason
Ámundi Steinar Ámundason
Árni Þór Eyþórsson
Benedikt Nikulás Ketilsson
Brynjólfur Schram
Böðvar Jónsson
Evert Víglundsson
Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson
Gunnar Sigurðsson
Hallgrímur Guðmundsson
Haukur Eiríksson
Hermann Guðmundsson
Hilmar Þór Ólafsson
Hreiðar Þór Jónsson
Ívar Guðmundsson
Jón Ingi Bergsteinsson
Kristján Ragnar Kristjánsson
Magnús Egilsson
Már Jóhannsson
Már Þórarinsson
Valgeir Bergmann
Vésteinn Gauti Hauksson
Viðar Ingi Pétursson
Vigfús Jóhann Þórisson
Þorleifur Óskarsson
Þorvarður Björgúlfsson
Þórhallur Halldórsson
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2008 | 11:07
Æfingar hefjast
Aðrar helstu upplýsingar:
- Stærð hússins 10.998 m2 ásamt 3.459 m2 tengibyggingu
- Rúmmál 192.951 m3
- Húsið er fulleinangrað og hitað með fullkominni lofthitun/loftkælingu
- Knattspyrnuvöllurinn er 105 x 68 m að stærð
- Field Turf gervigras frá Metrathon, 60 mm einsþráða (monofibre), fyllt með sandi og grænu gúmmíi efst
- Undir gervigrasinu eru lagnir til hitunar og kælingar
- Húsið uppfyllir alla keppnisstaðla Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA
- Lofthæð 20 m undir bita í mæni og meira en 10 m yfir hliðarlínur
- Frjálsíþróttaaðstaðan er þrjár 100 m brautir beggja vegna vallarins og fjórar 70 m brautir til endanna, lögð 15 mm þykku rauðu gerviefni frá Field Turf
- 120 lampar (natríum og kvikasilfur) lýsa höllina upp
- Lýsing uppfyllir alþjóðlegar kröfur FIFA og sjónvarpsstöðva vegna útsendinga
- Í húsinu er sambyggt hljóð- og brunakerfi
- Í lofti eru gataðar stálplötur til hljóðeinangrunar og loftræsting um gafla og þak
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 23:07
Gleðilegt ár
Ritstjórn og framkvæmdastjórn Puma óskar leikmönnum, áhangendum og landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Árið 2008 er árið sem dollan kemur heim.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 16:40
Æfingar
Framkvæmdastjórn Puma, hefur beðið ritstjórn að koma eftirfarandi á framfæri. Unnið er hörðum höndum þessa dagana að ganga frá æfingartímum Puma fyrir komandi tímabil. Viðræður standa yfir bæði við Fífuna sem og Kórinn, hinni nýju knattspyrnuhöll Kópavogs.
Stefnt er að því að byrja æfingar í fyrstu viku nóvember.
Nánari upplýsingar um æfingartíma seinna.
- Ritstjórn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2007 | 20:45
Laugardagskvöld - Lokahóf !!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.9.2007 | 11:59
Æfing - Fagrilundur í kvöld kl. 19:30
Látið það ganga og rekið á eftir mönnum. Tökum gott og hressandi sprikl ! Höfum allir miklu meira en gott af smá súrefnisinntöku og svita. Svo þarf að fara aðeins yfir þetta með "lokahófið" - Fjölmennum !
- Gaurinn sem var einu sinni ritstjóri.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2007 | 13:33
Puma vs. TLC - Neyðarfærsla
Sunnudaginn 16. september næstkomandi er leikur Puma og TLC. Leikurinn verður háður á velli Fylkis í Árbæ og hefst hann á slaginu 19:30.
Framkvæmdarstjórn hefur beðið um að koma því á framfæri að mæting er stundvíslega 18:45.
Því miður verður ekki frekar fjallað um þennan leik að svo stöddu, vegna manneklu á ritstjórn.
- Afleysingarritstjórn
UPDATE:
LEIKURINN FER FRAM Á FRAMVELLI Í SAFAMÝRI !!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2007 | 14:06
Atvinna - Ritstjóri
Staða Ritstjóra hjá netmiðlinum puma.blog.is er laus til umsóknar.
Um er að ræða 50% starf yfir vetrartímann (off-season) fram að páskum ´08. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Puma ehf. við Stéttarfélög.
Hæfniskröfur:
- Yfir meðalgreind.
- Gott vald á íslensku og rituðu máli.
- Áhuga á knattspyrnu, utandeild og þjóðmálum.
- Þekkja til í herbúðum Puma.
- Reynsla af fréttaskrifum æskileg en ekki nauðsynleg.
Menntun:
- Æskileg
Umsækjendur vinsamlegast leggið fram nafn og símanúmer í athugasemdir.
Umsóknarfrestur er til 26. September næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað.
- Starfsmannastjóri.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)