Annel fékk ekki tækifærið

annel kbÍ viku liðinni lék 3. deildarlið KB við  úrvalsdeilarlið KR í Bikarkeppni KSÍ.  Knattspyrnufélag Breiðholts (KB)  sem að miklu leiti er B-lið  1. deildarliðs Leiknis úr sama hverfi, stóðu sig framar öllum vonum þó tap sé aldrei æskileg úrslit í knattspyrnuleik.   Stórveldið KR var nánast fullskipað sínum sterkustu mönnum, en tókst þó einungis að innbyrða sigur með minnsta mögulega mun, eða 1-0.  Það var markamaskínan Björgólfur Takefusa sem skoraði markið snemma í seinni hálfleik.

En hvað kemur okkur það við?  Jú.  Fyrrum liðsmaður Púmunnar  Annel Helgi Finnbogason sem hlaut útnefninguna „efnilegasti leikmaður/bjartasta von  Puma 2007, var í leikmannahópi  Breiðholtsliðsins. En því miður fyrir okkar mann  sá þjálfarinn sér ekki fært að leyfa Annel að upplifa drauminn. KB gerðu hinsvegar 3 skiptingar en Annel var ekki á meðal þeirra.

KB hafði á leið sinni í Frostaskjólið lagt  Véstein og félaga í KFR 2-4, og unnin frækin sigur á 1. deildarlið Njarðvíkur á útivelli 0-2.  Hinsvegar kom Hvorki Annel né Vésteinn við sögu í þessum leikjum.  KB hefur samt sem áður gengið brösulega í deildarkeppninni og eru í 4. Sæti í C-riðli, hafa unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað þremur leikjum. 

Annel virðist þó vera að fá náð fyrir augum þjálfarans því kappinn var í byrjunarliði KB í síðasta leik gegn Skallagrími í Borgarnesi á mánudagskvöld.  En þrátt fyrir fullar 90 mínútur og prýðilega frammistöðu okkar manns, sigruðu heimamenn með þremur mörkum gegn engu.  Við óskum Annel góðs gengis í sumar og munum fylgjast með framgöngu hans 3. deildinni. 

Á meðfylgjandi mynd sem fengin er af fotbolti.net má sjá Annel (fyrir miðju) ganga af velli í Frostaskjólinu síðastliðið fimmtudagskvöld.  

- Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefir sést vel á leik Púmunar í ár hve Annel lék stórt hlutverk í fyrra fyrir klúbbinn.

Arnar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:42

2 identicon

Er hann ekki bara að koma yfir aftur ? nú er glansinn farinn af KB ævintýrinu, og eftir situr erfið staða í riðlinum og leikir við stórklúbba eins og Afríku og Augnablik  ..og kannski á bekknum ?

VIP (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband