19.6.2008 | 21:56
Handball Manager 08/09
Með pensilinn í annarri og Goldfinger-Gullið í hinni, hefur Aleksandr Arnarovich formaður Handknattleiksdeildar HK farið hamförum á leikmannamarkaðnum í sumar. Handknattleiksfélag Kópavogs eru svo aldeilis að standa undir nafni þessa dagana og ætla sér gríðarlega hluti á komandi vetri. Félagið hefur lokkað til sín fjölmarga frambærilega leikmenn í endurreisnar-stjórnartíð Arnarovich.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Aleksandr með þeim Sverre Jakobsson og Jón Björgvin Pétursson sem hafa gengið formlega frá samningum við úrvalsdeildarlið HK en þeir sömdu báðir til tveggja ára. Sverre kemur heim frá Þýskalandi þar sem hann lék með Gummersbach en hann spilaði með HK fyrir nokkrum árum. Jón Björgvin kemur frá Fram þar sem hann hefur leikið alla tíð.
HK hefur einnig fengið til sín markvörðinn Sveinbjörn Pétursson frá Akureyri (fyrrverandi leikmann Puma) og þá er nánast frágengið að Valdimar Þórsson snýr aftur til Kópavogsliðsins eftir dvöl í Svíþjóð þar sem hann spilaði með IFK Malmö.
Þettta eru sannarlega gleiðfregnir fyrir HK-inga og greinilegt að Aleksandr Arnarovich stýrir deildinni með miklum sóma og óbilandi metnaði. Við vonum eindregið að Alex fari nú að sýna eitthvað svipað af sér þegar hann reimar á sig takkaskóna í sumar. Ónefndur leikmaður Puma lét hafa eftir sér í kjölfar þessarar fréttar, þegar leitað var skoðunar á málinu:
"Alli, hættu að leika þér í manager og kodd´ í fótbolta drengur, hvað er málið? það væri annað ef þú nenntir að æfa eins vel og þú nennir að tuða í símann. Hvað er það næst ...á kannski að liggja í veiði hálft tímabilið líka ha?"
Leikmaðurinn vildi ekki láta nafn síns getið af ótta við óútreiknanlegt skap varnar/miðjumannsins ógurlega (Alexander)
Við óskum Alexanderi og HK-ingum til lukku með þessa nýju liðsmenn og Ritstjórn Puma tippar á að handbolta titlarnir séu klárlega á leið í austurbæ Kópavogs 2009.
- Ritstjórn
Sverre og Jón skrifuðu undir hjá HK | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.