Puma @ Whitesnake . Rvk

Ritstjórnarfulltrúar voru staddir í Laugardalshöll í gærkvöldi (löglega afsakaðir frá æfingu) þar sem hin goðsagnakennda glysrokksveit Whitesnake hélt tónleika. Þetta er í annað sinn sem David Coverdale og félagar villast hingað á skerið, en þeir spiluðu í Reiðhöllinni í Víðidal fyrir sléttum 18 árum síðan sællra minninga.  Hér má sjá fjarvistarsönnun ritstjórnar og um leið stemmarann í höllinni í gær.  (biðjumst velvirðingar á hljóðupptöku, nokia sími)

 

Liðsmenn Puma mega margir hverjir taka sér söngvarann til fyrirmyndar, hann gefst ekkert upp þó aldurinn færist yfir og er still-going-strong  þó kominn á  sextugsaldurinn.  Lifi hvítar Púmur og hvítir snákar !

- Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að heyra gamla menn sem voru einu sinni með rosalega háa og öbbluga rödd, (labba sviðið endana á milli eins og í afslöppunargöngu á fögurm sumardegi) og láta svo áhorf-endurnar um erfiðustu söngkaflana...

Arnar (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband