13.6.2008 | 00:06
Sunday Night Football
"Leikurinn fór vel af stað og leikur Puma einkenndist af góðu spili. Þó komu upp leiðindi á 14 mínútu leiksins þegar Benni þurfti að berja frá sér, og næla sér í gult spjald, þar sem Geirfuglar slógu frá sér í átt Puma eins og dýr í útrýmingarhættu. Puma uppskar hins vegar á 25 mínútu þegar Vésteinn skoraði fyrsta mark leiksins. Hann bætti svo öðru við á 33 mínútu úr víti eftir að brotið hafði verið á honum. Ágúst Ingi fékk áminningu þremur mínútum síðar fyrir að brjóta á leikmanni Geirfugla. Geirfuglar minnkuðu muninn á 40 mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur fór ekki eins vel af stað og sá fyrri. Geirfuglar jöfnuðu metin og var staðan 2-2 þangað til á 72 mínútu þegar enginn annar en Vésteinn skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Puma yfir á nýjan leik. Geirfuglar sóttu stíft, en Puma sýndi góðan karakter og bætti við marki á 77 mínútu leiksins. Hver annar en Vésteinn! Jú, fjögur mörk voru staðreynd og tryggði hann Puma glæsilegan sigur. Á 79 mínútu fékk Annel svo að líta gula spjaldið.
Sigur var staðreynd og vonandi er þetta það sem koma skal í sumar. Það sýndi sig og sannaði hvuzzu mikilvægt var að hafa stóran hóp í þessum leik og megi það vera sem oftast."
Ritstjórn vonar að Puma komi til með að endurtaka leikinn á sunndag. Ekki er þó gert ráð fyrir markaskoraranum Vésteinni í leikinn þar sem kauði hefur verið að leika tveimur skjöldum á þessu tímabili, eins og fram kom á vefnum í gær.
Leikurinn hefst klukkan 19:30 á Fylkisvelli í Árbænum. Ritstjórn hefur verið beðin um að koma því á framfæri til leikmanna að mæting er klukkan 18:40.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Klárlega !!!
Góður Penni (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.