Lokan á faraldsfæti

Það tóku allir eftir því í síðasta leik Puma að Gunnar Sigurðsson, oft nefndur Gunnar Samloka, var ekki í bakverðinum. Gunnar sem hefur leikið gríðarvel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu tveimur leikjum Puma skellti sér nefnilega til Baunaveldis. Hér fyrir neðan er færsla sem kauði skrifaði á bloggsíðu sína haglabyssa.blog.is rétt eftir að hann lenti í bakgarði Margrétar Þórhildar.

Gunnar Dk"Að velja næturflug getur verið hinn sniðugasti kostur. Síðuhaldari og frú Síðuhaldari völdu þá leið að ferðast fram í tímann til Danmerkur í næturflugi Icelandair.

Fáir ferðalangar fylltu HeppnisLeifa stöðina enda klukkan langt gengin yfir miðnætti. Í biðsal var myndvarpi þar sem flugfélagið sýndi snaggarlegar innanmunabreytinar á plaströrum sínum. Sýnt var hvernig vaskir menn og konur hrúuðu nýju dóti inn í tómar vélar og útkoman varð hin smekklegasta.

Meðal körfukastleikmaður virtist geta tekið hnébeygju í nýjum sætum, sem fóðruð eru úrvals Hríseyjarnautaskinni. Þar til gerðir snertiskjáir sjá fyrir illmandi afþreyingu þá þrjá tíma sem dúsað er í plaströrinu sem neglist áfram á tæpum 1000 km. Per (ekki Jörgensen) klukkustund.

Síðuhaldari hólkaðist upp við tilhuxunina og negldi í sig einum ilmandi grænum áður en farið var í gullrörið. 

HeppnisLeifur sveif hins vegar ekki á vatni síðuhaldara því að plaströrið að þessu sinni var einstaklega þröngt og viðbjóðslegt. 

Ekki bætti úr enska leiknum þegar flugstjórinn hóf raust sína og tjáði skýrt að nú loksins væri plaströrið komið í 11 km hæð og hægt væri að sjá Ingólfshöfða ef setið væri á stjórnborða vélarinnar.

Síðuhaldari og afkvæmið 3ja mánaða voru á þessari vegalengd komnir í draumalandið en öskrin í flugstjóra gerði afkvæminu leitt fyrir sem og sæðisgjafanum og urðu dúrar stuttir og tremmafylltir það sem af lifði fluginu, en yfir Fjáreyjum kom askvaðandi flugkona og smellti niður bakbakka. 

Það var kominn matur, eða smakk, því matarbakinn er orðinn á stærð við plastdós í smakkstand Hagkaupa. Þar sem Síðuhaldari var búinn að fá sér staðgóðan kvöldverð taldi hann ekki vera þörf á nætursnarli og var því sofandi.

Slef og lafandi kjálki kom ekki í veg fyrir að mat skyldi setja í andlit síðuhaldara."

Birt með góðfúslegu leyfi Síðuhaldara.

 - Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband