7.1.2008 | 11:07
Æfingar hefjast
Puma æfir í Kórnum, glæsilegustu knattspyrnuhöll landsins í vetur.
Á heimasíðu KSÍ segir:
Húsið er einkar glæsilegt og mun nýtast knattspyrnumönnum sem og knattspyrnuáhugamönnum vel í framtíðinni og verður aðstaða fyrir allt að 2000 áhorfendur í höllinni.
Aðrar helstu upplýsingar:
- Stærð hússins 10.998 m2 ásamt 3.459 m2 tengibyggingu
- Rúmmál 192.951 m3
- Húsið er fulleinangrað og hitað með fullkominni lofthitun/loftkælingu
- Knattspyrnuvöllurinn er 105 x 68 m að stærð
- Field Turf gervigras frá Metrathon, 60 mm einsþráða (monofibre), fyllt með sandi og grænu gúmmíi efst
- Undir gervigrasinu eru lagnir til hitunar og kælingar
- Húsið uppfyllir alla keppnisstaðla Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA
- Lofthæð 20 m undir bita í mæni og meira en 10 m yfir hliðarlínur
- Frjálsíþróttaaðstaðan er þrjár 100 m brautir beggja vegna vallarins og fjórar 70 m brautir til endanna, lögð 15 mm þykku rauðu gerviefni frá Field Turf
- 120 lampar (natríum og kvikasilfur) lýsa höllina upp
- Lýsing uppfyllir alþjóðlegar kröfur FIFA og sjónvarpsstöðva vegna útsendinga
- Í húsinu er sambyggt hljóð- og brunakerfi
- Í lofti eru gataðar stálplötur til hljóðeinangrunar og loftræsting um gafla og þak
- Nefndin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.