10.9.2007 | 13:34
Drottnun á Völlunum
Að vana var það myndarhópur sem var mættur á Ásvelli í gær sunnudag til að etja kappi við lið Kónga í níundu og næst síðustu umferð Utandeildarinnar. Mættir voru 17 leikmenn sem staðráðnir voru í því að keyra sig út og ná þeim þremur stigum sem hægt var að fá úr leiknum. Ljóst var fyrir leikinn að Puma ætti að stjórna þessum leik, því leikmenn Kónga voru aðeins 11 talsins og því ekki með menn til skiptinga. Það fór á þann veginn og stjórnuðu leikmenn Puma leiknum frá upphafi til enda. Fjöldinn allur af færum sköpuðust í leiknum, en það var enginn annar en Vésteinn Gauti Hauksson sem skoraði fyrsta mark leiksins, á 15 mínútu, eftir glæsilega sendingu frá Árna Þór Eyþórssyni, en Vésteinn renndi boltanum í autt markið eftir sýnikennslu í skógarferð frá markmanni Kónga, 1-0. Eftir það áttu Puma eins og áður sagði fjöldann allan af færum sem hefðu á góðum degi átt að skila sér í mark andstæðingana. Staðan í hálfleik, 1-0 fyrir Puma.
Lítilsháttar breytingar voru gerðar á liði Puma í hálfleik. Puma hélt áfram þeim hætti sem skilið var við í fyrri hálfleik. Sótt var stíft að marki Kónga og ljóst var að Puma átti eftir að bæta við mörkum. Það var svo Árni sem skoraði annað mark liðsins. Eftir stórsókn Puma fékk Árni boltann fyrir fæturna í miðjum teig Kónga og nelgdi tuðrunni af öllum krafti, þannig að markmaður Kónga réð ekki við hann og slóg hann í slánna og inn í mark. Stórglæsilegt mark Árna sem gæti orðið mark leiktíðarinnar, 2-0.
En hélt Puma að sækja og létu færin ekki á sér sitja. Þó vildu ekki allir boltar fara í markið, en leikmenn Puma hafa oft í sumar verið óheppnir að klára ekki þann fjölda færa sem þeir hafa fengið. Vésteinn skoraði hins vegar þriðja mark leiksins , eftir að Viðar Ingi Pétursson hafði sprengt upp vörnina með hlaupi upp kantinn, sent inn í teig þar á Már Þórarinsson sem lagði boltann út á Véstein sem skoraði þriðja mark leiksins, 3-0.
Sigur Puma staðreynd í skemmtilegum leik. Þó eins og áður segir hefðu mörk Puma mátt vera fleiri, en leikmenn voru sammála eftir leikinn að sanngjörn úrslit hefðu átt að vera 6-0 Puma í vil. Vörn Puma var með sterkasta móti í þessum leik þar sem valinn maður var í hverri stöðu. Vörnin stóð sína plikt þar sem engin hætta skapaðist og áttu Kóngar varla færi í leiknum. Markverðir Puma, Þorleifur Óskarsson og Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson, sem skiptu leiknum á milli sín þurftu ekki að taka á honum stóra sínum en voru þó nauðsynlegir og að vanda á sínum stað....á milli stanganna.
Byrjunarlið.
Þorleifur
Hreiðar - Alexander - Vigfús - Evert
Annel - Árni - Benni - Viðar
Ívar - Vésteinn
Bekkur: Böðvar, Guðmundur, Már Þ, Már J, Þórhallur, Arnar
Mörk: Vésteinn (2), Árni
Maður leiksins: Vésteinn Gauti Hauksson. Að vana var BRJÁLAÐUR allan leikinn og hvatti menn eins og herforingi áfram á vellinum. Skoraði tvö mörk og er eftir leikinn einn af markahæstu mönnum deildarinnar með 13 mörk.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Að öðrum ólöstuðum fannst mér Þórhallur Halldórsson bera af í þesum leik. Vermdi bekkinn af stakri prýði og var til fyrirmyndar í alla staði.
Aðrir mega líta gaumgæfilega í eigin barm og spyrja sig ýmissa krefjandi spurninga.
Álíka frammistaða mun ekki skila okkur PUNKTI á móti TLC !!
VIP (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:18
Menn verða að vita hvenær þeir hafa eitthvað til málanna að leggja og hvernær ekki.
Þórhallur (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:53
Klárlega !
Góður Penni (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:58
Biðst vægðar og tel mig hafa náð ákveðnum botni þarna í gær í knattspyrnulegri getu...er að vinna í þessu. Þórhallur fann ekki sinn vitjunartíma, alveg til fyrirmyndar.
Arnar (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.