(kær)Leikur í kvöld

MotherTheresaÁ fæðingardegi Móðir Theresu leikur Puma vináttu(lands)leik við Asíu í flóðlýstum Fagralundi kl. 21:30 í kveld.  Móðir Theresa sem hét réttu nafni Agnes Gonxa Bojaxhiu fæddist þennan dag árið 1910. Hún var kaþólsk nunna og víðfrægur mannvinur sem  lést 5. september árið 1997. 

Knattspyrnufélagið Puma vill nota tækifærið og votta aðstandendum samúð sína á þessum merka degi. Þar sem Puma-liðið er annálað fyrir að vera sannkristið og trúrækið knattspyrnulið fyrir utan það að vera mikilvirkir mannvinir , er dagsskipunin einföld:   Tökum ´etta fyrir Theresu !   Sigrum í nafni alls þess sem er gott í heiminum. Sigrum í nafni kærleiksins !  Hallelúja, má ég heyra Amen.

Þess má einnig geta að á þessum sama degi árið 1912, kom út í fyrsta sinn bókin: Tarzan – Konungur apanna eftir Edgar Rice Burroughs.  Og ef það er ekki nóg til að kveikja í mönnum þá veit undirritaður ekki hvað !?!
 

 PUMA ASÍA  í Fagralundi í kvöld kl. 21:30  - Fjölmennum.  

- Ritstjórn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I'm there

Jón Ingi (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:33

2 identicon

MÆTI

bnak (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:45

3 identicon

Mæti

Vési (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:55

4 identicon

MÆTTUR ...enginn kominn, ég hinkra bara aðeins.

VIP (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 12:52

5 identicon

Mæti

Hreiðar (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 12:53

6 Smámynd: Ritstjórn Puma

Úrslit kvöldsins:  Puma - Asía: 4-0 !
Mörk Puma: Vésteinn 2, Benedikt, Böðvar.
Mæting: Gríðarleg, 21 leikmaður.

- Umfjöllun væntanleg.

Ritstjórn Puma , 27.8.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband