Leikmannakort

LeikmannakortFyrr á leiktíðinni kom fram hugmynd meðal framkvæmdastjórnar Puma að í ár yrðu hönnuð leikmannakort sem allir leikmenn myndu fá í lok leiktíðar. Undanfarna daga hefur hönnun kortanna átt sér stað. Framkvæmdastjórn vill nota tækifærið og kynna kortin til sögunar og biður um athugasemdir frá leikmönnum. Hér til hliðar er frumgerð af kortunum sem fara senn í prentun, en Böðvar Jónsson framkvæmdastjóri stendur þessa dagana í samningaviðræðum um fjármögnun og prentun á kortunum.

Eins og áður sagði er ætlun að prentuð verði kort fyrir alla leikmenn Puma sem spilað hafa í sumar. Stefnt er að því að allir leikmenn fái um 10 til 15 kort til þess að þeir geti "bíttað" við aðra leikmenn á kortum og í það minnsta komið sér upp sínu draumaliði með nokkrum varamönnum.

Framkvæmdastjórn vonar að þessi hugmynd falli í góðan jarðveg hjá leikmönnum og aðstandendum liðsins. Þess má geta að stefnt er að því áhangendur sem og aðstandendur liðsins geta pantað kort af sýnum uppáhalds leikmönnum með því að greiða vægt gjald fyrir. Upplýsingar um það koma seinna.

 - Framkvæmdastjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf gott betur en 10-15 kort af nokkrum af heitustu leikmönnum Puma, geri ég ráð fyrir.  Kyntröll eins og BNAK, eða fyrirsætan Annel, hvað þá folinn hann bróðir minn... 250 stk lágmark á þessa þrjá, þau renna út sem ólgandi heitar lummur og þá eigum við upp í kostnað fyrir hinum myndunum!!

Arnar (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 23:07

2 identicon

Þetta verður sko "collectors item"  eftir  nokkur ár. Spurning um að henda tyggjó með og skella þessu í sjoppurnar?

VIP (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband