24.8.2007 | 15:20
Ritstjóri íhugar framtíð sína.
Þegar kvissaðist út sá orðrómur að leiðtogi vor Böðvar Jónsson væri mögulega að segja stöðu sinni lausri í lok leiktíðar, fylltist ritstjóri alveg gríðarlegri þreytu og allt að því gekk berserksgang í höfuðstöðvum Puma við Skaftahlíð.
Ljóst þykir að ritstjóri lítur það mjög alvarlegum augum að starfa með öðrum en Böðvari, og vill ekki heyra á það minnst að hann sé á förum.
Ef hann fer, þá er ég hættur ! já hættur sagði ég. Við Böðvar höfum átt prýðilegt samband og höfum í sameiningu verið að byggja upp sterkan og vaxandi netmiðil sem nýtur virðingar fyrir faglegan fréttaflutning. Ég er hræddur um að með tilkomu annars frkv.stjóra væri það starf í hættu, svo ekki sé minnst á framtíð Knattspyrnufélagsins. Nú heimta ég að stjórnarformaður komi fram fyrir skjöldu og tryggi framtíð Böðvars sem framkvæmdastjóra. Hann nýtur fulls stuðnings Ritstjórnar sem og flestra ef ekki allra leikmanna, leyfi ég mér að segja."
- Ritstjórn
Athugasemdir
Þessi Ritstjóri er augljóslega snillingur, og algjör lykilmaður í uppbyggingu félagsins mundi maður halda. En það er greinilegt að hann og framkvæmdastjórinn eru tvíeyki. Eins og mönnum er kunnugt hefur Böðvar lagt stöðu sína að veði fyrir dollu í ár, þannig að spennan eykst og klárlega mikið í húfi. Það er vonandi að þetta smiti sér til leikmanna, en vissulega er þeir hungraðir fyrir ...já eins og úlfurinn sagði ég !? Spennandi tímar hjá óneitanlega kraftmiklum klúbbi.
Dúndrið í pung,
VIP
VIP (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.