Segir Böðvar upp?

Ritstjórn Puma.blog.is hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri liðsins, sé alvarlega að hugsa sinn gang hvað varðar vinnu sína fyrir liðið. Böðvar sem er á sínu þriðja ári hjá félaginu hefur enn ekki skilað titli til félagsins, en fór þó með liðið í úrslit Bikars árið 2005, þar sem Alexander klúðraði eftirminnilega víti í vítaspyrnukeppni sem liðið tapaði.

Böðvar JónssonEkki náðist á Böðvar vegna þessa máls, en heimildir segja að Böðvar hafi hugað að hætta fyrir þetta tímabil og því sé þessi hugmynd ekki ný af nálinni. Náinn samstarfsmaður Böðvars, sem vildi ekki láta nafn síns getið sagði, “Böðvar hefur verið að vinna eins og tittlingur fyrir liðið í sumar og honum finnst einfallega ekkert nema vanþakklætið í hans garð. Þetta hefur verið áhugamál þeirra sem hafa komið að þessum liðum í þessari deild. Það fer mikill tími og miklir peningar í að stússast í kringum svona lagað og í einhverjum tilfella fá menn bara nóg.”

Ritstjórn Puma.blog.is vonar svo sannarlega að þessar sögusagnir séu ekki sannar og að heimildarmenn Puma fari í þessu tilfelli með rangt mál.

 - Ritstjórn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ái ...hlýtur að særa .....það er eeeeenginn að lýsa yfir stuðningi !!   Þögn er sama og samþykki ??

vanþakklætið í þessu liði (þá er ég ekki að tala um "lið" as in "team", heldur lið as in "pakk")  

VIP (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband