Gullskórinnn 2007

shebootRitstjórnarfulltrúi rak augun í umræðu á Utandeildarvefnum þar sem menn velta vöngum yfir því hver hreppi titilinn “Markakóngur Utandeildar 2007” .  Eitthvað hefur erfiðlega gengið að halda utan um þessa tölfræði, og í fljótu bragði óljóst að sjá hvernig staðan er.  Vésteinn Gauti Hauksson er þar nefndur með öðrum markahrókum og telst mönnum til að hann hafi sett 9 mörk það sem af er.  Aðrir sem þykja ansi líklegir eru Halldór  (Metró), Engilbert (Strumpar), Sigurður (Fc Ice). En eins og áður hefur komið fram liggur það ekki ljóst fyrir hvursu mörg mörk þessir herramenn hafa skorað.  Það er von okkar hér sem og annarra að þessu verði kippt í liðinn hið snarasta. Upplýsingar um markaskorara hefur vantað á nokkuð marga leiki, og á því strandar þetta.

Ekki er vitað að svo stöddu hvort einungis sé um að ræða mörk í deildinni, en líklegt þykir að talið sé samanlagt í deild og bikar.  Ritstjórn þykir einnig líklegt að leikmaður eða leikmenn Vængja Júpiters sé þarna ofarlega á blaði, í ljósi þess að þeir hafa skorða liða mest í deildinni eða 38 mörk í 8 leikjum.  Mönnum er e.t.v. í fersku minni leikur þeirra við Kónga sem endaði 17-0, þar sem 2 leikmenn skoruðu 5 mörk.

Sjá má umræðuþráðinn hér.  


- Ritstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nokkrar "spurningar" :

Kannski ef Veddi gæfi boltann endrum og eins þá væru fleiri Puma menn að kljást um skóinn ???   finnst hann vera að halda Ívari niðri með grrríðarlega eigingjörnum leik ???   þetta er farið að snúast aaaðeins of mikið um gullskóinn ???

18 mörk í 8 leikjum er ekkert til að hrópa húrra yfir, og beinlínis krefst endurskoðunar á sóknarleik liðsins ??? 

(Veddi minn, ef þetta er ekki UPPBYGGILEG gagnrýni, þá veit ég ekki hvað)

VIP (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:52

2 identicon

Hehehe ég sé núna að þetta er rétt.  Málið er að á tímabili gaf ég alltaf boltann og þá skoraði bara enginn neitt.  Svo hætti ég að gefa á Árna og þá fór hann að skora.  Og ég líka smá hehe

Spurning um að ég gefi bara aldrei boltann aftur og þá skorum við og skorum.

 Fín hugmynd?

Vési (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband