Mikilvægur sigur á bökkum Varmár

utanheadPuma var mætt með sterkan hóp til leiks í Mosfellsbænum í gærkveldi. Leikur í 8. umferð A-riðils Utandeildarinnar var framundan. Dufþakur var andstæðingurinn en ljóst var fyrir þennan leik að Duffi yrði erfiður andstæðingur. Ef Puma ætlaði sér að eiga séns í úrslitakeppnina yrði liðið að ná öllum stigum sem í boði voru. 

Lagt var upp með leikskipan 4-5-1 þar sem miðjan kæmi til með að sækja stíft með sókninni. Strax í upphafi leiks fóru marktækifærin að gera vart við sig hjá Puma. Það var þó lið Duffa sem átti fyrsta alvöru færi leiksins þegar bylmingsskot úr leik kom að marki Puma en Böðvar Jónsson varði boltann með tilþrifum sem var á leið í vinkilinn. Böðvar þurfti að nokkrum sinnum í viðbót taka á honum stóra sínum. 

LiðsmyndÞað voru þó leikmenn Puma sem komust yfir í leiknum með stórglæsilegu marki Vésteins Gauta Haukssonar á ca. 15 mínútu fyrri hálfleiks. Vésteinn tók við glæsilegri sendingu Árna Þórs Eyþórssonar, á kassann, tók boltann niður og flengdi kvikindið í fær horn andstæðingana, óverjanlegt fyrir markmann Dufþaks, 0-1. 

Leikmenn Duffa jöfnuðu þó metin stuttu seinna. Eftir baráttu sóknarmanns Duffa við tvo varnarmenn Puma komst hann einn inn fyrir og renndi boltanum fram hjá Böðvari markmanni Puma sem kom í úthlaup á móti kauða, 1-1. Margir vildu þó meina að brotið hefði verið á Gunnari Sigurðssyni í undanfara marksins, en dómarinn var á öðru máli.

Á um 30 mínútu fékk Ívar Guðmundsson sendingu og var um það bil að komast inn fyrir vörn Duffa er varnarmaður negldi hann niður, og rændi hann úrvals marktækifæri, en atvikið gerðist rétt fyrir utan vítateig Dufþaks. Hlaut varnarmaður Duffa rautt spjald fyrir vikið, réttur dómur. Þess má geta að sambærilegt atvik gerist einnig í seinni hálfleik þar sem Ívar náði ekki að klára dæmið þar sem brotið var á honum. 

Leikur Puma var frekar slakur í fyrrihálfleik að undanskildum fyrstu 15 mínútunum. Ritstjórn vill meina að það hafi litið út fyrir að Puma væri einum færri síðustu 10 mínútur fyrrihálfleiks þar sem leikmenn Duffa voru mun skæðari og vildu greinilega meira en leikmenn Puma. 

Skilaboðin fyrir seinni hálfleik voru greinilega að sækja meira skora á leikmenn Duffa, ná í öll þau stig sem í pottinum voru. Vésteinn átti nokkur úrvalsfæri og komst til að mynda einn inn fyrir vörn Duffa í tvígang, þar sem í fyrra skiptið markmaður Duffa hreinlega tók boltann af Vésteini og í seinna skiptið varði er Vésteinn skautt í höfuð hans.  

Puma komst aftur yfir á ca. 65 mínútu leiksins. Markið kom eftir snilldar sendingu frá Benedikt Nikulási Anes Ketilssyni á Árna, sem hefur verið óstöðvandi í síðustu leiknum Puma, sem komst einn inn fyrir vörn Duffa, sólaði markmann og setti boltann yfirvegað í markið, 1-2. Þess má geta að það gerist í tvígang að dómar féllu ekki með okkur þegar mörk voru dæmd af sökum rangstöðu. Meðal annars rétt fyrir leikslok var réttilegt mark dæmt af Puma er Vésteinn skoraði, rangt að mati leikmanna Puma sem og þeim áhorfendum sem á vellinum voru. 

Leikmenn Puma áttu ágætisdag. Viðar Ingi Pétursson opnaði m.a. vörnina í tvígang í seinni hálfleik með prýðilegum sendingum inn á Véstein sem sköpuðu upplögð marktækifæri. Már Jr. og Gunnar Sigurðsson voru að sinna hægri bakvarðarstöðunni með stakri prýði, sem og Arnar sem átti mjög góðan leik vinstra megin.

Gríðarlega mikilvægur sigur Puma staðreynd, þar sem leikmenn gáfu sig í verkefnið á kláruðu leikinn.  


Byrjunarlið:
Böðvar
Gunnar - Viggi - Alexander - Arnar
Már Þ. - Benni – Árni - Veddi - Varði
Ívar

Bekkur: Viðar, Magnús, Már J., Guðmundur, Hallgrímur 

Spjöld: Alexander Arnarson

Maður leiksins:  Vigfús Jóhann Þórisson. Var eins og klettur í vörninni sem hann stjórnaði eins og herforingi. Studdi miðjumenn og bakverði vel og hélt mönnum við efnið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var tvímælalaust lang besti maður leiksins......  Viggi var samt traustur en hefði geta komið í veg fyrir markið.

Árni Þór (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 18:58

2 identicon

Árni, þú lékst vissulega vel. Hefur komið mjög sterkur inn í seinni hluta móts og hefur hlotið hrós fyrir. Vigfús hefur hins vegar haldið stöðuleika í spilamennsku sinni út tímabilið og er vel að titlinum kominn.

 - Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Ritstjórn Puma

Vekjum athygli á því að á þessum miðli ríkir ritstjórnarlegt sjálfstæði í vinnubrögðum. Ritstjórn vill síður þurfa að verja eða þrætta um val á manni leiksins sem og öðrum hvatningarverðlaunum sem hún veitir.  Biðjum leikmenn og lesendur að virða vinnubrögð netmiðilsins, um leið og við hvetjum til gagnvirkra tjá- og skoðanaskipta hér á vefsíðunni. 

Áfram Puma !



Ritstjórn Puma , 22.8.2007 kl. 21:50

4 identicon

Mér fannst reyndar Árni ógeðslega lélegur í þessum leik.  Skil ekki hvað hann var að gera meirihlutann af leiknum.  Það var eiginlega bara tvennt gott sem af honum leiddi.  Sígaretturnar kláruðust og svo skoraði hann mjög lélegt mark.

Ég er klárlega besti leikmaður þessa liðs og skil ekki afhverju ég er ekki alltaf valinn maður leiksins og afhverju ég var ekki valinn maður tímabilsins fyrirfram!

Koma svo Púmur!!!!! muna að velja mig mann tímabilsins og ekkert rugl!

Viggi (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 08:43

5 identicon

Ég er sammála Vigga í að hann sé LANG besti leikmaður liðsins.  Ég verð samt að segja að það ættu að vera tvískipt verðlaun í þessu dæmi.  Yngri en 100 og eldri en 100.  Ég er klárlega lang besti núlifandi leikmaður utandeildarinnar yfir 100 ára.

Ég treysti á að fá kosningu frá vinum mínum í þann titil.

Kv

Varði (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:40

6 identicon

Þó að þú sérst kannski bestur Varði minn þá átti ég flottustu innkomu tímbilsins.  Vængir júpíters sáu sæng sína útbreidda og brutu strax á mér með það í huga að koma í veg fyrir tap.´

Ég styð Árna sem leikmann síðasta leiks.  Hann verslar svo hrikalega mikið af nammi og sígó hjá okkur.

Kveðja frá Stjórnarformanninum

Stjórnarformaðurinn (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:43

7 identicon

Hóst Hóst !

Kv. Alex

Puma (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband