Framkvæmdastjórinn áreittur á æfingu !

Vegna umfjöllunar netmiðilsins í gær um tillögur og áherslubreytingar hvað varðar uppstillingu og leikskipulag  liðsins, var framkvæmdastjórinn Böðvar Jónsson fyrir aðkasti nokkurra leikmanna á æfingu í Fagralundi í gærkvöldi.

Böðvar JónssonJá það má eignilega segja það, það veittust þarna að mér nokkrir menn sem höfðu sterkar skoðanir á þessu. Ég þurfti ítrekað að undirstrika það að þessar hugleiðingar voru ekki frá mér komnar. Reyndar ef menn rýna í þessu færslu má sjá að hún er alfarið sett fram sem umhugsunarvert lestrarefni til að skapa umræðu og skoðanaskipti, sem ég held að þeim (ritstjórn) hafi tekist.  Sem framkvæmdastjóri er ég þó opinn fyrir öllum athugasemdum leikmanna og tek flest það til greina og umhugsunar sem þeir hafa fram að færa.

 

Böðvar var í þann mund að semja hvatningarræðuna fyrir leikinn gegn Dufþak í kvöld, þegar við ræddum við hann á Kringlukránni nú í morgun.

Það er eitthvað sem ég mun leggja ríkari áherslu á framvegis, að mótívera leikmenn og koma þeim í rétta gírinn fyrir þessa mikilvægu leiki sem framundan eru.  Við höfum átt það til að byrja leiki hálf værukærir og menn hafa hreinlega ekki mætt nógu einbeittir til leiks. En nú verður vonandi breyting á.  Ég er mikill aðdáandi Al Pacino og frammistaða hans sem þjálfarans í myndinni Any Given Sunday  varð mér mikill innblástur. Einnig held ég mikið uppá Bette Midler en það er önnur saga   ...hvað? ...af hverju ranghvolfirðu augunum? Ert´að biðj´um einn í gagnaugað? Nei ..ég hélt ekki!

Já það er greinilegt að Böðvar er að vinna sína heimavinnu, og greinilegt að hans menn mæta undirbúnir og einbeittir í Mosfellsbæinn í kvöld.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá umrædda hvatningarræðu Pacino.

/>



- Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfulsins snilldar ræða.

Vési (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:15

2 identicon

Frábært!!

Arnar (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 16:11

3 identicon

Kem með sterana !!!! (öskur)

Puma (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:09

4 identicon

Búinn að tala dómarann til, þetta er sonur móðursystir mömmu ..no worries.  Hann ætlar að taka blinda-gaurinn á rangstöðurnar  ...long ball var það heillin !

VIP (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband