Deildarleikur á þriðjudag

Næstkomandi þriðjudag, 21. ágúst, leikur Puma í 8. umferð Utandeildarinnar. Puma heimsækir þá Dufþak á gervigrasvelli Aftureldingar í Mosfellsbæ.

DufþakurDufþakur hefur leikið sex leiki í deildinni í sumar og hefur náð 13 stigum úr þeim viðureignum, með markatöluna 15:7. Liðið sigraði Pungmennafélagið í fyrstu umferð  4-0. Því næst sigraði liðið Dinamo Gym 60 2-0.  Í þriðju umferð tók liðið á móti Vatnaliljum og endaði sá leikur með tveggja marka sigri Dufþaks, 2-0. Liðið náði svo jafntefli við Elliða með jöfnunarmarki tæpum tíu mínútum fyrir leikslok, 1-1. Vængir Júpíters gjörsigruðu Dufþak í fimmtu umferð deildarinnar, 2-5. Í sjöttu umferð lagði lið Dufþaks Hjörleif með fjórum mörkum gegn einu, 4-1.

Þess má geta að Dufþakur féll út úr sextán liða úrslitum Bikarsins á móti komandi andstæðingum Puma, Kumho, 0-2.

Á undirbúningstímabilinu lék Puma við Dufþak og sigraði 0-5. Þó má ekki vanmeta liðið því það hefur verið að spila vel það sem af er sumri. Liðið hefur ná hagstæðum úrslitum við lið á borð við Hjörleif og Elliða, liðum sem Puma hefur ekki gengið með á leiktíðinni.

Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 19:00. Mæting 45 mínútum fyrir leik eða 18:15, eins og áður kom fram, við gervigrasvöll Aftureldingar í Mosfellsbæ.

 - Nefndin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband