Leikið í Fagralundi

Puma - FC IceRitstjórnarfulltrúi var mættur í Fagralund í gærkveldi þegar Puma fékk skemmtilega heimsókn. Leikmenn FC Ice voru mættir til að etja kappi við Puma í æfingarleik fyrir komandi átök bæði í deild og bikar. 

Leikmenn Puma tóku leikinn strax í sínar hendur og hófu leik með skemmtilegum sóknartilþrifum þar sem liðið drottnaði á miðju vallarins. Leið ekki á löngu þangað til Annel Helgi Finnbogason skoraði fallegt mark með skoti úr teig, 1-0.  Sókn Puma hélt áfram og leit mark tvö dagsins ljós nokkrum mínútum seinna þegar Vesteinn Gauti Hauksson setti boltann í markið af stuttu færi eftir góða sendingu frá Viðari Inga Péturssyni, 2-0. Þá var eins og sparkað hafi verið í afturenda leikmanna Ice þar sem liðið skoraði tvö mörk, 2-2. Ice áttu nokkur góð færi til viðbótar en Guðmundur Magnús Sigurbjörnsson, markvörður Puma, varði vel.

Seinni hálfleikur fór vel af stað hjá Puma. Ívar Guðmundsson skoraði snemma fallegt mark og kom Puma í 3-2Vésteinn skoraði fjórða mark Puma og sitt annað í leiknum nokkrum mínútum seinna, 4-2, en áður hafði hann átt glæsilegt skot utan úr teig sem small í slá Ice manna. Rétt eins en áður þá kröfsuðu leikmenn Ice í bakkann og náðu að skora mark eftir óskipulag í varnarleik Puma, 4-3. Ekki leið á löngu þangað til Árni Þór Eyþórsson, sem hefur verið á skotskónum að undanförnu, skoraði skallamark eftir fallega fyrirgjöf af vinstri væng, 5-3. Það voru svo leikmenn Ice sem áttu síðasta orðið í leiknum og skoruðu sitt fjóra mark, en þá var flautað til leiksloka, lokatölur í ágætis leik, 5-4.

Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum: Stemmari á bekknum

Guðmundur

Þórhallur - Ívar G. (F) - Gunnar

Annel - Benni - Árni - Viðar- Varði

Vésteinn - Böðvar

Bekkur: Már J., Brynjólfur, Viktor, Gulli

Mörk: Veddi 2, Annel, Ívar G., Árni

Áminning:

Maður leiksins: Maður leiksins að þessu sinni er heildin. Leikmenn Puma spiluðu á köflum góðan bolta, létu knöttinn líða milli manna og sköpuðu mörg færi. Fimmtán leikmenn Puma voru mættir til leiks og ætti þetta að hafa verið góð æfing fyrir leik Puma og Dufþaks á þriðjudag, 21. ágúst.

 - Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ritstjórn Puma

Ritstjórn bendir á að puma-bloggið ar gagnvirkur miðill og hvetur lesendur til að taka virkan þátt  með skoðanaskiptum, álitsgjöf, hugleiðingum o.s.frv.  í þartilgerðum athugasemdum. Endilega leggjið ykkar að mörkum í að skapa skemmtilegan fjölmiðil.

- Ritstjórn

Ritstjórn Puma , 17.8.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband