Puma Premier League

PumaPremierFyrir þá ykkur sem gaman hafa af Ensku Knattspyrnunni og telja sig hafa sæmilega haldbæra þekkingu á henni, höfum við sett af stað Puma-deildina í Fantasy Football. Eins og e.t.v. nokkrum er kunnugt er Fantasy Football engilsaxneska heitið á því sem við eyjaskeggjar höfum kallað Draumaliðs-leikurinn. Þetta er nokkurs konar Manager leikur þar sem þú ert stjóri liðs sem þú velur og hefur til 100 miljónir punda. Allir leikmenn Ensku Úrvalsdeildarinnar (e. Premier League) standa þér til boða og eru misjafnlega verðlagðir miðað við aldur og fyrri störf. Leikurinn stendur út tímabilið, alls 38 umferðir, og snýst um að fá sem flest stig frá sínum leikmönnum. Allar útskýringar, reglur og upplýsingar er að finna á fantasy.premierleague.com, þar sem einnig er hægt að skrá sig í leikinn. Að skráningu lokinni slærðu inn kóðann fyrir Puma-Premier, og hókus pókus, það er komin keppni.

PUMA Þessi leikur hefur notið mikilla vinsælda hjá knattspyrnuáhugamönnum, og hafa íslendingar um 2.000 stjóra á skrá í tilteknum leik. Það kann þ.a.l. að vera að nokkrir ykkar hafi þegar skráð sig og eru t.d. í "vinnustaða-deildinni" o.s.frv. Þá er einfalt mál fyrir ykkur að slá inn kóðan til að taka einnig þátt í Puma-Premier.

Vefslóð: fantasyfootball.premier.com

Kóði: 938858-174085

 

- Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ritstjórn Puma

Deildin er að sjálfsögðu öllum opin sem vilja vera með. Einskorðast ekki alfarið við leikmenn og aðstandendur Puma.  Stigin byrja að telja eftir 3. umferð., þar sem 2 umferðum er nú þegar lokið.

- Ritstjórn.

Ritstjórn Puma , 17.8.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband