16.8.2007 | 09:21
Æfing - ar - leikur
Seint í gærkvöldi, miðvikudag, var ákveðið að skella á æfingarleik í kvöld, fimmtudag. Í stað hinnar hefðbundnu æfingar klukkan 19:30, mætir FC Ice í Fagralund og spilar við lið Puma. Æfingarleikur þessara sömu liða átti að fara fram í síðustu viku, en forföll FC Ice urðu til þess að Puma lék við Nings.
FC Ice leikur í C riðli Utandeildarinnar og trónir þar á toppnum. Eftir sex leiki hefur liðið náð í 14 stig, með fjórum sigrum og tveimur jafnteflum. Taplaust í deild, en liðið féll úr bikar í fyrstu umferð á móti FC Keppnis.
Kjörið tækifæri til að fínstilla leik Puma og prófa nýja hluti.
Mæting 19:10.
- Nefndin
Athugasemdir
Mæti galvaskur !
VIP (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 10:43
Eigummvið að prófa leikkerfi Argentínumann?
4-6
4 í vörn og svo allir hinir í sókn!
Geðveikt gaman
Heiðurskóngur ( Vési) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.