15.8.2007 | 13:21
Heldrimanna bolti
Sex Púmur tóku þátt í sérverkefni í gærkvöldi þar sem HK-heldri léku þriðja leik sinn í old-boys deildinni gegn Þrótturum í Laugardal. Leikið var á grasi í 2x35 mínútur. HK-ingar voru alls 13 talsins og þar af voru 6 leikmenn sem leika einnig með Puma að öllu jöfnu. Benedikt, Böðvar, Árni, Arnar, Viðar og Þórhallur hófu leikinn með þeim svartklæddu. Leikurinn var vægast sagt lítið fyrir augað og greinilegt að æfingin á sunnudag og leikurinn á mánudag sat svolítið í mönnum. Þróttarar komust í 2-0 og leiddu þannig þar til um 10 mínútur lifðu leiks. Þá virtist sem HK-ingar hafi fundið auka orku og hugmyndaflug og sköpuðu sér góð færi sem skiluðu 2 mörkum. Árni Þór Eyþórsson hélt áfram viðteknum hætti frá leiknum við Hjörleif, og setti annað markana. Árni og Viðar sýndu svo fínan samleik í tvígang sem skilaði opnu færi og víti sem Sigurður HK-ingur afgreiddi örugglega. Lokastaðan 2-2, leikur sem fer í reynslubanka okkar manna sem skemmtileg viðbót og fín æfing.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Dregið verður í Bikarkeppni Utandeildarinnar í beinni útsendingu í þættinum Mín Skoðun með Valtýri Birni á X-inu 97.7 klukkan 13:30 á morgun, fimmtudag.
Fylgist með.
Ritstjórn Puma , 15.8.2007 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.