Leikið á mánudag

Á mánudag er leikið í 7. umferð Utandeildarinnar og að þessu sinni mætir Puma FC Hjörleifi. Hjörleifur sem vermir sjöunda sætið í A riðli, hefur spilaðUtandeildin - L'ogófjóra leiki, tveimur færri en Puma og er með sex stig. Stigin hafa fengist með tveimur sigrum. Hjörleifur fór vasklega af stað og sigraði Dinamo Gym 80 3-1 í fyrstu umferð. Þess má geta að Hjörleifur skoraði tvö af þremur mörkum sínum eftir að leikmanni Dynamo hafði verið vísað af velli á 50 mínútu. Strax í annarri umferð náði liðið svo í seinni þrjú stigin sín á móti Vatnaliljum en sá leikur endaði eins og sá fyrri 3-1. Í þriðju umferð mætti Hjörleifur Elliða en Elliði sigraði þann leik með tveggja marka sigri 1-3. Hjörleifur átti leik við Vængina um miðjan ágúst, en af einhverjum ástæðum var þeim leik frestað. Hjörleifur mætti í sínum fjóra leik í deildinni Dufþak og sigraði Dufþakur leikinn 1-4.

Markahæstur leikmanna Hjörleifs er Baldvin Örn Ómarsson, en hann hefur skorað fimm mörk í sumar. Tvö þessara marka hefur hann skorað í deildinni, eitt á móti Dynamo og eitt á móti Vatnaliljum. Þrjú mörk skoraði hins vegar leikmaðurinn í fyrstu umferð Bikarkeppninnar, en þá lék Hjörleifur á móti Henson og endaði leikurinn 3-0 Hjörleif í hag. Hjörleifur féll út úr 16 liða úrslitum á þriðjudag á móti Vængjunum með 0-3 sigri Vængja.Æfingasvæði

Leikur Puma og Hjörleifs fer fram á heimavelli Puma, Fagralundi Kópavogi klukkan 21:00 á mánudag. Því fellur æfing niður. Mæting klukkan 20:15, stundvíslega.

 - Nefndin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður æfing á sunnudag kl 20:00 í staðinn.

Höddi (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 08:54

2 identicon

hvaða sunnudag og hvar !?!  uhh ...ég er smábarn og þarf alltaf að fá sms svo ég muni eftir æfingum af því ég veit ekki neitt   .
..ffffffookking fávitar, það mættu 5 kvikindi í gær ...frrrrrábært alveg !!

Tregur (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 10:29

3 identicon

Tek undir orð Tregs!! Maður planleggur nánast líf sitt út frá þessum æfingum, frestar hinu og þessu, konan brjáluð, og svo mæta 5 stk!!!

Ekki gott, það er ekki eins og við meigum við því að sleppa því að hreifa okkur, allavega ekki ég. Kannski Annel, Ívar og Evert geti sleppt því, hvort eð er búnir að æfa 3x yfir daginn : )

...og auðvitað eru sumir "löglega" afsakaðir en ekki allir þessir 25 sem hafa stundum verið að mæta hm...

AH

Arnar (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 11:42

4 identicon

Ég bið bara alla afsökunar.  Er soldið bólgin í nára og er að reyna að jafna mig fyrir mánudaginn.

Enn og aftur þá biðst ég afsökunar og bið menn um að hætta ekki að senda boltann til mín á æfingum og í leikjum útaf þessu.

Ég er alveg miður mín, í alvöru!

Vésteinn (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 12:34

5 identicon

Leikur Puma og Hjörleifs fer fram á heimavelli Puma, Fagralundi Kópavogi klukkan 21:00 á mánudag. Því fellur æfing niður. Mæting klukkan 20:15, stundvíslega.

Það verður semsagt ekki æfing á mánudag heldur á sunnudag kl 20:00 annars verða æfingar áfram á mánudögum. Flókið naa

Höddi (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband