1.8.2007 | 23:01
Viðar hættur!
Ritstjórn Puma.blog.is að framkvæmdarstjórn hafi í samráði við stjórnarformann og eigendur Puma ákveðið að segja upp samningi við Viðar Inga Pétursson leikmanns númer 21. Viðar sem er á sínu 3 ári með Puma hefur lítið spilað með liði Puma í vetur og fundið sig illa í þeim leikjum sem hann hefur verið með.
Fyrr í sumar byrjuðu strax vandamál milli Viðars og framkvæmdarstjóra liðsins, Böðvars Jónssonar. Viðar lét orð falla í fjölmiðlum sem framkvæmdarstjórn liðsins þótti ekki sæma. Sættir náðust eftir stífa fundi og málið þótti leyst. Puma sem fór vel af stað í deild og bikar, mátti játa sig sigraða eftir leik við Elliða seinni part júlímánaðar. Á sunnudag í leik Puma á móti Vængjum Júpítersrauk svo Viðar heim til sín eftir að hafa verið tekin af velli í undir lok leiksins. Í framhaldi af því birti Viðar yfirlýsingu hér á vefnum, en hana birtum við hér:
"Undirritaður er gengin til liðs við sitt gamla félag Hunangstunglið.
Þeir eru að vísu ekki með í ár en ... en ...en BARA! Kem til með að æfa grimmt með HK-heldri engu að síður. Megið sossum hringja í mig ef mannekla ..þannig.
Kveðja,
Viðar I. Pétursson # 21"
Í framhaldi af þessari yfirlýsingu á framkvæmdarstjórn að hafa tekið fyrirframgreinda ákvörðun. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki á Böðvar Jónsson, Hreiðar Þór Jónsson, aðstoðarframkvæmdarstjóra eða Hermann Guðmundsson stjórnarformann Puma vegna þessa máls.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Eitt allsherjar samsæri runnið undan rifjum framkvæmdastjórans !! Kannast ekkert við þetta "comment" sem mér er eignað hér. Hef staðfestan grun um að þarna hafi Böðvar staðið fyrir grimmri fölsun. Vel að merkja, þá kvitta ég aldrei undir fullu nafni, og hvað þá með númeri. Einnig vill ég meina að mér hafi verið bolað út úr ritstjórn af sama aðila sem þyrstir í allsherjarvöld innan klúbbsins (sbr. annað comment við sömu færslu)
Það er vonandi öllum ljóst að pólítíkin og valdagræðgin er allsráðandi í höfuðstöðvum Puma, sem styður og undirstrikar þær getgátur og fullyrðingar sem ég hef haft frammi á þessum miðli um títtnefndan "einvald"; Böðvar Jónsson. Dæmi nú hver fyrir sig.
VIP (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.