Tilkynning frá vefstjóra

Mig langaði að koma tilkynningu á framfæri til leikmanna og aðdáenda stórveldisins Puma. Þrátt fyrir árangursmiklar tilraunir hefur ekki tekist að fá ritstjórn puma.blog.is til að koma úr verkfalli. Samkvæmt mínum heimildum er þetta leið ritstjórnar til að sýna vanþóknun sinni á spilamennsku liðsins og sérstaklega þeirri markaþurrð sem hefur hrjáð liðið. Ég vil biðja aðdáendur og leikmenn að halda áfram að heimsækja vefinn á hverjum degi því það skapar tekjur fyrir blog.is. Reynið svo að drullast til að skora svo mbl.is tapi ekki helling af peningum útaf ykkur - það er ekkert auðvelt fyrir mann eins og mig að fá svona vinnu annars staðar.

Virðingarfyllst,

Gauti Stefán Diðriksson

vefstjóri blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef brotnað undir þeirri pressu sem fjölmiðlar settu á mig sem komandi markakóng Puma.

Því miður lítur út fyrir að þau mörk sem komu í upphafi móts muni duga fyrir þann titil. 

Vésteinn (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 09:43

2 identicon

Tilkynning um félagsskipti: 
Undirritaður er gengin til liðs við sitt gamla félag Hunangstunglið. 

Þeir eru að vísu ekki með í ár en ... en ...en BARA !  Kem til með að æfa grimmt með HK-heldri  engu að síður. Megið sossum hringja í mig ef mannekla ..þannig.

Kveðja,
Viðar I. Pétursson # 21

VIP (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:14

3 identicon

P.S.
Það gildir að sjálfsögðu um háttvirta Ritstjórn einnig. Hef sagt starfi mínu lausu þar, og sótt um stöðu íþróttafréttamanns á Fréttablaðinu þess í stað.

Böðvar Jónsson hefur tekið við starfi Ritstjóra Puma-bloggsins tímabundið þar til eftirmaður verður fastráðinn.

VIP (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:18

4 identicon

Vissi ekki að ritsjórinn yrði svona svekktur að hann hætti að keppa með liðinu líka. Sorry strákar. Ykkar félagi, gauti vefstjóri

Gauti vefstjóri (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband