25.7.2007 | 14:11
Hörkuleikur á sunnudag!
Mótherjar okkar í 5. umferð A-riðils Utandeildarinnar eru engir aðrir en Meistararnir 2006; Vængir Júpíters. Vængirnir hafa farið sæmilega af stað í sumar. Þeir eru eitt þriggja liða í A-riðli sem eru taplaus en þess má geta að liðið hefur aðeins leikið 3 leiki. Fyrsti leikur Vængja var gegn Vatnaliljum á Ásvöllum þar sem 1-0 sigur vannst. Í 2. umferð öttu þeir kappi við Elliða þar sem vörn Elliða sem og Vængjanna héldu marki sínu hreinu, 0-0 jafntefli staðreynd. Þeir eru einnig í hattinum fyrir 2. umferð í Bikarkeppninni, þar sem liðið bar sigurorð af Örnum úr C-riðli með 5 mörkum gegn einu. Í þriðju umferð léku Vængir við Dufþak og eftir að hafa lent undir, snéru þeir leiknum sér í vil og sigruðu 5-2. Síðast þegar Vængir Júpiters og Puma mættust varð úr þessi líka elheita rimman á Fylkis-velli. Þeir sem þar voru muna vel eftir debut-leik Vésteins (áður þekktur sem Fernan) með Puma. Eftir rétt rúman 5 mínútna leik var framherjinn hárprúði sendur í bað með beint rautt spjald. Eitthvað fór aðgangsharka Vængjanna í skapið á kauða og viðbrögð Vésteins voru vinstri-handar krókur í gagnaugað á viðkomandi leikmanni (allt-að-því). Eftir það varð leikurinn aldrei hinn sami og litu hátt á annan tug gulra spjalda dagsins ljós í hörkuspennandi leik sem þó endaði með naumum sigri Vængja 2-1. Manni færri í 75 mínútur fóru Púmur vonsviknar af velli með að landa ekki í það minnsta einu stigi gegn þessu toppliði riðilsins þá.
Ljóst þykir að búast megi við hörkuleik þar sem mikið er undir hjá báðum liðum vilji þau halda sér við topp riðilsins. Við skulum þó vona að skapofsahundurinn Veddi láti mörkin tala að þessu sinni í stað hnefans. Áfram Puma !
- Ritstjórn
Athugasemdir
Djö skulum við vinna þá núna!
Vésteinn (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.