24.7.2007 | 10:34
Krísufundur
Fregnir herma úr höfuðstöðvum Puma við Skaftahlíð að Böðvar Jónsson hafi setið langan fund með yfirstjórn og styrktaraðilum nú í morgun. Samkvæmt ótryggum heimildum ritstjórnar var verið að ræða stöðu og framtíð framkvæmdastjórans. Böðvar er á sínu 3ja ári með liðið og hefur enn sem komið er ekki náð að skila því í úrslitakeppni deildarinnar. Ljóst er að stjórnin gerir beinlínis þá kröfu um að félagið komi sér aftur í fremstu röð, og þ.a.l. komin ákveðin pressa á Böðvar á þessu tímabili, þá sérstaklega eftir fyrsta tap sumarsins, á móti Elliða í síðustu umferð.
Ennþá virðist vera kergja í samskiptum framkvæmdastjórans og yfirstjórnar sem á sér sögu aftur til Bikarúrslitleiks gegn Melsteð árið 2005. Þá tók Böðvar þá umdeildu ákvörðun um að láta Alexander Arnarson taka mikilvæga vítaspyrnu sem svo kostaði liðið sigurinn, eins og flestir hefðu getað spáð fyrir.
Athyglisvert verður að fylgjast með framvindu mála og verðum við væntanlega með EXCLUSIVE viðtal við stjórann eftir næsta leik. Viðureignin fer fram á Framvelli í Safamýri á sunnudagskvöld kl. 19:30 við árennilegt lið Vængi Júpíters. Fylgist með.
- Ritstjórn
Athugasemdir
ég vona að stjórnin sjái að sér í þetta skiptið því Böðvar hefur verið að leggja sig allan fram við verkefnið - farið erlendis að afla sér meiri þekkingar á faginu og í leiðinni skoðað mögulega leikmenn. Það má líka ekki tala endalaust um þessi mistök í bikarnum hérna um árið, enda hálfgerð byrjendamistök að láta Alex taka víti sem Alex vissi sjálfur af og hefði auðvitað átt að neita að taka víti. Sú keppni er búin og nú er bara að klára þetta tímabil sem eitt lið.
Hreiðar (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 11:33
Tak poka þinn og gakk Böðvar ..ef við náum ekki í úrslit. Þetta getur ekki gengið svona mikið lengur hjá jafn grrríðarlega metnaðarfullum klúbb, það segir sig sjálft. Persónulega finnst mér stjórnin hafa gefið stjóranum aaallt of mikinn slaka á reipið, og gott ef hann er ekki að hengja sig með því !? :) Það er allt undir á móti Vængjum, svo mikið er víst.
VIP (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.