Fjölmennt á æfingu í gær

Um  20 manns mættu á æfingu í Fagralundi í gær, mánudag. Leit út fyrir frábært veður en rétt áður en boltinn fór að rúlla hófst ein mesta rigning sem sögur fara af á Íslandi. "Skýfall" eins og fréttamaður RÚV orðaði það í morgun. Rigningin var þó ekki allan tíman og rættist úr veðrinu eftir að henni lauk.

Góð æfing fyrir komandi átök, en mikilvægur leikur er á sunnudag þar sem Puma mætir einum að sterkari liðum riðilsins. Vængir Jupiters eru andstæðingar Puma og nauðsynlegt að hópurinn þjappi sér enn betur saman og nái hagstæðum úrslitum. Fjölmennum á æfingu á fimmtudag og svo í leik á sunnudag og höldum efsta sætinu í riðlinum.

 - Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband