17.7.2007 | 00:05
Næstu leikir
Næstu tvo sunnudaga kemur Puma til með að spila sína leiki. Fyrri leikurinn, 22. júlí, verður háður á Ásvöllum en þá tekur Puma á móti Elliða. Leikurinn fer fram klukkan 19:30. Seinni sunnudagsleikurinn, 29. júlí, er á Framvellinum í Safamýri. Þá taka Vængir Júpíters á móti Puma en sá leikur er á sama tíma og hinn eða klukkan 19:30.
Næstu leikir:
22. júlí. 19:30 - Puma vs. Elliði - Ásvellir, Hafnarfirði
29. júlí. 19:30 - Vængir Júpíters vs. Puma - Framvöllur, Safamýri
Mæting fyrir leiki er alltaf 45 mínútur fyrir leik.
Forráðamenn Puma hvetja leikmenn til að láta vita hér á síðunni hvort að þeir séu með eða ekki í þessum tveimur leikjum.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Ég er klár í slaginn. Kv Ívar G
Ívar Guðmunds (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 08:43
Ég er ON í þessa leiki.
Þetta verða krefjandi verkefni og mælist ég til að sem flestir sjái sér fært að mæta, sannkallaðir "make-or-brake" leikir sem skera úr um hvort við löndum sæti í úrslitakeppninni. Væri einstaklega súrt að geta ekki stillt upp okkar sterkasta liði.
Koma svo strákana, við geta þessa, meira, áfram já.
VIP (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:53
Ég missi af öllum líkindum af fyrri leiknum en á að vera klár í seinni leikinn.
Hreiðar (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 10:51
Ég fæ frí úr æfingabúðunum til að mæta í þessa leiki en er þó engu að síður aðeins tæpur fyrir seinni leikinn. Verð norðan heiða í brúðkaupi en reyni að vera komin í bæinn fyrir kick off.
kv
Fernan (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 14:50
Ég er á ættarmóti báðar helgarnar, en ætla að mæta til leiks enda funheitur fyrir framan mark andstæðinganna, og fer væntanlega að verða settur í senterinn frekar en hægri bak : )
Arnar (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.