16.7.2007 | 09:33
Framkvæmdastjórinn stoltur
Strax og leik Puma og Metró var lokið í gærkveldi sló ritstjórnarfulltrúi Puma.blog.is í Böðvar Jónsson framkvæmdastjóra. Böðvar sem hafði fengið fregnir af leiknum var stoltur og sagði meðal annars, "Þetta eru frábær úrslit og nákvæmlega það sem við ætluðum okkur. Liðið eins og margoft hefur komið fram í sumar, ætlar sér stóra hluti og var þetta einn áfanginn í því."
Hreiðar Þór Jónsson sem sinnt hefur starfi framkvæmdastjóra í fjarveru Böðvars hefur sigrað báða þá leiki sem hann hefur verið við stjórnvörin. Böðvar hrósaði Hreiðari, "Hreiðar hefur verið að leggja leikina upp eins og við ræddum um áður en ég fór í frí. Við höfum einnig rætt mikið saman í síma og farið yfir málin. Hreiðar er vel af manni gerður og frábær starfsfélagi sem veit út á hvað leikurinn gengur. Ég sem og aðrir sem að Puma koma, treysta Hreiðari 100% fyrir því sem hann er og hefur verið að gera."
"Þetta var greinilega hörkuleikur þar sem Pumur kláruðu með stæl. Það er Puma-andinn sem klárar svona leiki. Það er alltaf erfitt að lenda tveimur mörkum undir og þá sérstaklega eftir aðeins 15 mínútur. Að koma til baka og sigra 3-2 sýnir karakterinn í liðinu, sérstaklega með tilliti til þess að aðeins mættu 13 menn í leikinn og tveir meiddust. Ég er stoltur af strákunum", sagði Böðvar.
Böðvar sem var á hraðferð vildi ekki segja meira um leikinn. Framkvæmdastjórinn kemur heim næsta laugardag, eftir að hafa ferðast um austur evrópu í 3 vikur, og stýrir liði Puma í samvinnu við Hreiðar á sunnudaginn kemur er Puma tekur á móti Elliða á Ásvöllum. Það kemur til með að vera erfiður leikur og einn af þeim mikilvægari á tímabilinu. Elliði situr í 6. sæti riðilsins með 4 stig eftir aðeins 2 leiki. Liðið gerði 0-0 jafntefli við Vængi Júpíters og sigraði svo Hjörleif með 3 mörkum gegn 1. Þess má geta að Elliði lagði Rc Collins með tveimur mörkum gegn engu í bikarkeppninni nú í vikunni.
- Ritstjórn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.