9.7.2007 | 17:07
Böðvar með tvo króata í skottinu
Framkvæmdastjórinn er búinn að vera í leit að öflugum spilurum í Puma liðið undanfarnar vikur og síðast fréttist af honum á Spáni á fundum með Valencia.
Rétt í þessu náði ritstjórnarfulltrúi sambandi við Böðvar þar sem hann var rétt að lenda í Barcelona með tvo króata í skottinu. Böðvar hafði þetta um málið að segja. "Við erum búin að vera í svaklegu sukki alla helgina og það var ekki fyrr en í morgun að ég fann einhverja snillinga sem virðast kunna sitthvað fyrir sér í boltanum. Ég var auðvitað bara á tveggja manna bíl þannig að ég henti þeim í skottið, en hitinn er búinn að vera svakalegur í dag 30 gráður og allir að leka niður".
Það sem brann helst á vörum blaðamanns var: Áttu von á því að fá leikheimild fyrir þessa spilara á Íslandi? "Já annar er frændi Izudin Daða Dervich þannig að hæg eru heimatökin innan KSÍ. Hann er er framliggjandi miðjumaður sem einnig getur spilað frammi, hann á að baki 13 unglingalandsleiki fyrir Króatíu þannig að hann er mjög góður. Hinn er vinstri kantmaður sem getur farið bæði til hægri og vinstri og því helmingi fjölhæfari en hinn stríðshrjáði Mási." og hann hélt áfram "ég veit að KR og Fram hafa sett sig í samband við stjórnina með það fyrir augum að fá þessa leikmenn lánaða hjá okkur út leiktímabilið og stjórnarformaðurinn er alvarlega að skoða það. Auðvitað fer þetta allt eftir því hvort Gunni Sig. kemst í leikæfingu fljótt."
Annars vildi Böðvar minna menn á æfinguna í kvöld og á fimmtudaginn því það er bikarleikur á sunnudaginn - menn hafa enn um 12 daga til að sanna sig í liðinu áður en Króatarnir koma með Böðvari.
- Ritstjórn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.