3.7.2007 | 17:24
Alexanderi veitt viðvörun !
Enn og aftur gerir miðvörðurinn sterki sig sekan um gróft agabrot. Að þessu sinni mætti Alex of seint á æfingu, þrátt fyrir að hafa verið ávíttur fyrir sömu sakir í leik gegn Pungm.félaginu í síðasta mánuði. Ekki nóg með að drengurinn virði reglur um stundvísi að vettugi, þá bárust einnig kvartanir meðspilara hans á æfingunni sem sökuðu hann um að leggja menn ítrekað í einelti. Stjórnin stendur ráðþrota frammi fyrir þessu grafalvarlega máli en kemur til með að funda um þetta síðar í mánuðinum. Alexander sem verður samningslaus í haust, gæti verið að horfa fram á það að fá ekki samning sinn endurnýjaðan, haldi hann áfram þessarri virðingar- og ábyrgðarlausu hegðun.
Ónefndur leikmaður kom að máli við ritstjórnarfulltrúa að lokinni æfingu, og var heitt í hamsi: Maðurinn er skepna og lætur sér ekki segjast. Þetta á að heita með reynslumeiri mönnum í félaginu, en hann kemur fram við okkur af þvílíkum ruddaskap og vanvirðu að það hálfa væri talsvert meira en nóg. Hann er greinilega að spila sig sem einhvern big-charlie sem er ómissandi, en því fer þó fjarri að svo sé, að mínu mati.
Ritstjórn hefur þó eftir áreiðanlegum heimildum að Alexander verði á skýrlsu á morgun og allt eins í byrjunarliðinu. Böðvar Jónsson framkvæmndastjóri var staddur á þjálfararáðstefnu í Valencia og vildi lítið um málið segja, enda í leyfi frá störfum.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Sælir Puma Pungar....
Það er virkilega gaman af því að fylgjast með ykkur. Gangi ykkur vel í sumar.
Ég sendi Ívari upplýsingar um sögu Puma og sömuleiðis eitthvað af gömlum myndum.
Bestu kveðjur frá Kaupmannahöfn,
Þór Bæring
Þór Bæring (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.