2.7.2007 | 10:33
Böðvar í útlegð
Framkvæmdastjóra Puma hefur verið veitt leyfi frá störfum. Böðvar Jónsson fór þess á leit við stjórn klúbbsins að fá 3ja vikna leyfi frá annasömu starfi sínu. Gríðarlegt álag hefur verið á stjóranum nú í upphafi tímabils, og var streitan og svefnleysið farið að taka sinn toll af kauða. Stjórnin tók ákvörðun eftir samráð við lækni og sálfræðing Böðvars, að senda hann til suður-evrópu til að hlaða batteríin. Böðvar verður þó ekki alfarið í fríi, heldur mun hann heimsækja klúbba á borð við Espanyol (Barcelona), Venezia (Feneyjar), Rauðu Stjörnuna (Belgrad) og Dynamo Zagreb til að afla sér þekkingar og skoða mögulega leikmenn. Markvörðurinn og Framkvæmdastjórinn kemur til með að skrifa reglulega pistla hér á síðunni um dvöl sína þar suður frá.
Aðstoðarþjálfari félagsins, Hreiðar Þór Jónsson mun taka að sér stjórnun liðsins í leikjum ásamt Ívari Guðmundssyni. Þeir munu m.a. standa frammi fyrir því verðuga verkefni að finna markvörð í stað Böðvars í næstu tveimur leikjum gegn Vatnaliljum og Metró.
Minnum á sólar-samba í Fagralundi í kvöld kl. 21:30. Leikur á miðvikudag !
- Ritstjórn
Athugasemdir
Ég vil þakka stjórninni þennan heiður að mér sé treyst í þetta verkefni og vil taka það fram að ég lýt á Ívar sem aðstoðarmann minn í þessar 3 vikur.
Tel reyndar mjög líklegt að Böðvar verði lengur í suður-evrópu þar sem hann er svoddan latino-týpa sem eflaust á eftir að festast inni á dansstöðunum allur brúnn, dökkhærður og massaður.
Hreiðar (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 15:30
Já mér þykir það heldur ólíklegt að hann veðri ekki kominn með gylltan latinohomma uppá arminn fyrir vikulokin. Vonandi á það bara eftir að styrkja hann andlega að prufa eitthvað slíkt en við vitum að ef FC Styrmir kemst í úrslitaleikinn munum við þurfa á smá "stjörnu" stælum frá markverði okkar að halda. Vonandi bara að hann skili sér heim sem allra fyrst.
Sjáumst í kvöld
Fernan (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 16:11
Nóg að gera hjá undirrituðum. Var að koma af aefingu hjá Espanyol B thar sem nokkrir leikmenn eru undir smásjánni. Leist vel á ungan varnartengilið sem lýst hefur áhuga sínum að koma til Íslands.....en við sjáum hvað gerist!
Á morgun er ferðinni haldið til Valencia thar sem skoðaðir verða nokkrir leikmenn.
Thangað til.....
Manager-inn (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.