27.6.2007 | 11:14
Tvær æfingar í viku
Puma í samvinnu við HK heldri hafa bætt við æfingu og verða nú tvær æfingar í viku. Æfingin sem bætt hefur verið við er á fimmtudögum.
Eftirfarandi eru æfingartímar Puma:
Mánudagar 21:30
Fimmtudagar 19:30
Æfingin ætti að vera góð viðbót fyrir bæði Puma og HK en gríðarlega góð mæting hefur verið á æfingar í sumar eða um og yfir 20 manns.
Þó ber að hafa í huga að á fimmtudag í næstu viku (5. júlí) eigum við leik kl. 20:30 á Tungubökkum við Vatnaliljur. Næstu tveir leikir í deildinni á eftir viðureigninni við Liljurnar, eru föstudagsleikir skv. leikjaniðurröðun
- Ritstjórn
Athugasemdir
Ætlum við ekki að færa leikinn af Tungubökkum?
Er HK svæðið þá ekki bara fullkomið fyrir okkur?
kv
Fernan (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:18
Framkvæmdastjórn Puma vildi koma eftirfarandi orðsendingu á framfæri:
"Jæja pitar, nú hefur stjórnin brugðist við óskum þó nokkurra liðsmanna um að fjölga æfingum, eða í það minnsta fjölga möguleikum til æfinga. Oft hefur hitt þannig á að leikir eru t.a.m. kvöldið fyrir æfingu, eða kvöldið eftir æfingu, sem hefur orsakað að okkar "eldri og þreyttari" leikmenn hafa jafnvel ekki treyst sér til að mæta eða beita sér að fullu. Nú ennfremur hefur hitt á að leikir eru beinlínis á sama tíma og æfingar, og þá er einmitt mikilvægt að standa annar tími til boða í sömu viku.
Nú ætti að vera engin afsökun fyrir því að menn skili sér á í það minnsta eina æfingu í viku. Við vonum svo sannarlega að menn taki vel í þetta og nýti sér þessar æfingar, sjálfum sér og liðinu til framfarar og heilla."
Ritstjórn Puma , 27.6.2007 kl. 11:28
Sammála því að færa leikinn af Tungubökkum.
BNAK (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:45
Samkvæmt yfirlýsingu frá fjölmiðlafulltrúa stjórnar, mun framkvæmdastjórinn í samvinnu við HK, beita sér fyrir því að fá leikinn færðan yfir í Fagralund með ráðum og dáðum. Það er að sjálfsögðu háð því að völlurinn sé laus í þetta verkefni. Við þurfum sem sagt samþykki HK, Vatnalilja og stjórn Utandeildar til að fá þetta í gegn. Böðvar var bjartsýnn á að þetta gangi eftir: "ég sé ekki að þetta ætti að vera vandamál án þess þó að geta lofað neinu, en e.t.v. má búast við að leikdagur og leiktími breytist, og við þurfum að vera viðbúnir því"
Ritstjórn Puma , 27.6.2007 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.