Vigfús dansar til að gleyma

Fréttastofu hefur borist til eyrna fregnir af því að varnarmaðurinn síkáti Vigfús Jóhann Þórsson sé aldeilis ekki allur þar sem hann er séður.  Reyndin virðist vera sú að Viggi hafi sér annað og merkilegt áhugamál sem nefnist á engilsaxnesku “C-walk  og er eins konar afbrigði af  skrikkdansi (breakdance)  og  kraftgöngu.  Áhugamenn um dansmenningu segja að þetta  fari eins og eldur um sinu í dansheiminum og sé að verða mjög útbreidd meðal ungmenna í Evrópu. Vigfús Jóhann  þykir heldur betur liðtækur í  þessari grein, og heldur m.a. úti heimasíðu þar sem hann sýnir tilþrif sín í  C-walk. “Ég tók uppá þessu fyrir um 2-3 árum, okkur var að ganga ekkert allt of vel í boltanum þá, lítið um æfingar og mætingin oft dræm. Ég fann að ég þurfti eitthvað annað og meira til að svala hreyfifíkn minni og datt inn á námskeið í Kram-húsinu í kjölfarið.” Sagði Vigfús.    

Við leituðum álits atvinnumanns í dansi, og þar voru hæg heimatökin því Árni Þór Eyþórsson miðvallarleikmaður Puma starfar m.a. sem kennari hjá dansdeild Breiðabliks.  Árni vildi meina að Vigga væru allir vegir færir í dansinum, enda sérlega mikill alhliða íþróttamaður með metnaðinn og keppnisskapið sem fleytir honum langt í hverju sem hann tekur fyrir hendur. Eftir að hafa skoðað myndskeiðið sem hér er meðfylgjandi, gapti danskennarinn af undrun yfir hæfileikum Vigfúsar.  “drengurinn hreyfir sig eins og engill, það er hrein unun að horfa á kauða.”

 

Já það er svo sannarlega margt og merkilegt sem liðsmenn Puma taka sér fyrir hendur utan knattspyrnunnar. Ritstjórn væri þakklát fyrir fleiri svona ábendingar um merkilegar athafnir og áhugamál  leikmanna.

 

- Ritstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband