25.6.2007 | 14:51
"Ég er of þungur!"
Hreiðar Þór Jónsson varnarmaður Puma sagði eftir leik Puma og Dynamo Gym80 að hann hefði ekki verið sáttur við frammistöðu sína. Trekk í trekk náðu sóknarmenn Dynamo að stinga Hreiðar af og komast inn fyrir vörn Puma.
Málið er einfaldlega þannig að ég þarf að létta mig um svona 10 kíló, þá verð ég orðinn góður. Ég hef verið að bæta grimmt á mig eftir að ég byrjaði sem vörumerkjastjóri bjórsins hjá Vífilfelli. Ég einfaldlega get ekki látið undan að drekka allan þennan bjór sem er í gangi. sagði Hreiðar við ritstjórnarfulltrúa í dag.
Ritstjórn Puma.blog.is náði í einn af þjálfurum Puma í hádeginu í dag og sagði hann, Þjálfarateymi klúbbsins er þegar búið að setja sig inn í mál Hreiðars. Hann er nú komin í stíft prógramm sem byggist upp á því helst að létta kauða sem og styrkja.
Hreiðar sem sem er á sínu áttunda tímabili hjá Puma verður því að taka sig taki og vinna með þjálfarateymi liðsins ef hann ætlar að halda stöðu sinni í varnarlínu Puma á tímabilinu.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Það væri nær að drulla eitthvað af þessum bjór inn í klefa eftir leiki, í staðinn fyrir að hlaða þessu framan á þig ! Ertu ekki með svona eins og hálft bretti sem má "týnast" ??
Allir sem einn (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 15:19
Hreiðar þarf að skila tanknum sem hann fékk lánaðan uppí vífilfelli og taka með sér Sixpack í úrslitakeppnina.
Það gengur ekki að svona fallegir menn séu of þungir.
En það eru þungar byrðar að vera svona fallegur og margir sterkir menn hafa kiknað undan því. Þeir hella í sig bjór og missa MOJOIÐ. Ég er sannfærður um að Hreiðar muni hrista þetta af sér og lifa sem fallegur maður til frambúðar.
Það er gott að vera ljótur og sköllóttur --- minni áhyggjur og það skiptir engu þó að maður sé með bólgna vör.
Lengi lifi fallega fólkið.
kv
Fernan (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:18
Bara þannig að öllum sé það ljóst þá tek ég þetta mjög alvarlega og vinn af fullum hug með þjálfarateyminu. Finnst engu að síður hart að átta mig á því svona að það er leki frá þjálfarateyminu inn í ritstjórnina. Held að þetta sé eitthvað sem framkvæmdastjórinn Böðvar Jónsson þurfi að skoða.
Hreiðar (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.