25.6.2007 | 14:04
Viðar sáttur við sigurinn
Ljóst er að aðfærslur Viðars Inga í vikunni við val á byrjunarliði hafa náð eyrum framkvæmdastjórans. Leikmaðurinn með ljónshjartað hóf leik á hægri vængnum í sigrinum á Dinamo. Hann var þó fyrsti maður til að brjóta odd af oflæti sínu og skipta við liðsfélaga sína á bekknum, öðrum til fyrirmyndar. Greinilegt er að Viðar lætur mótlæti og gagnrýni sem vind um eyru þjóta, og metur mikilvægi liðsins ofar einstaklingnum. Batnandi mönnum er best að lifa.
Stjórinn hafði m.a. þetta að segja um leikmanninn á blaðamannafundi eftir leikinn: Eins og ég hef tekið fram áður er Viðar sterklega inn í plönum klúbbsins, hann byrjaði þennan leik og stóð sig með prýði, eins og raunar allt liðið. Vissulega var hópurinn frekar þunnskipaður samanborið við fyrstu tvo leikina og gott að geta leitað til jafn leikreynds leikmanns til að standa vaktina. Hann þreyttist reyndar eftir sem á leið, en ég held og vona að hann verði vaxandi leikmaður fyrir okkur á leiktíðinni.
Að beiðni stjórnar vill ritstjórn einnig nota tækifærið og minna á æfingu í Fagralundi í kvöld kl. 21:30. Fjölmennum og fögnum taplausri byrjun með total football og teygjum.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Það er algjör skyldumæting fyrir þá sem ekki komust í leikinn í gær !
Að sjálfsögðu fyrir hina líka, gott að skokka úr sér "hassberurnar", spila smá bolta og teygja vel á.
Ritstjórn Puma , 25.6.2007 kl. 14:19
Menn eiga að taka ofan fyrir mönnum eins og Vidda sem er alltaf tilbúinn. Það var búið að tala um að hann yrði á bekknum en síðan byrjar hann inn á og er tilbúinn að gefa sig 150% í verkefnið.
Líka jákvætt að framkvæmdastjórinn virðist eiga síðasta orðið hver er í liðinu óháð vilja stjórnar eins og þekkist í mörgum öðrum þekktum klúbbum eins og KR ofl.
Hreiðar (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 14:23
Ég þakka hlý orð í minn garð Hreiðar, þó þetta sé nú farið að jaðra við einelti hjá ritstjóra síðunnar !? Ég þarf frið til að einbeita mér að því að komast í ásættanlegt form og bæta leik minn. Hef engan tíma til þess að svara fyrir misgáfulegar glósur hér í netheimum. Lifi Puma!
VIP (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.