Er Veddi yfirnáttúrulegur ??

Nokkrir glöggir lesendur síðunnar ráku upp stór augu þegar þeir lásu umfjöllun um leik Veddigærkvöldsins. Þó ekki yfir orðum af öruggum stórsigri "heimamanna", heldur myndinni sem prýddi fréttina (sjá hér að neðan). Margur hefur eflaust spurt sig eftir afrek kappans sem hefur fengið viðurnefnið Fernan; "Átta mörk í þremur leikjum?? þetta er yfirnáttúrlegt!". Sá hinn sami rekur svo augun í það að Vésteinn sem var annar frá vinstri í efri röð sést ekki á myndinni.

Ritstjórn hefur rætt við ljósmyndarann, sem var enginn annar en háttvirtur dómari leiksins, Guðmundur Á. Guðmundsson. Hann þver tekur fyrir það að hafa haft einhver brögð í tafli og sagði m.a. þetta: "hann stóð þarna ..hann stóð þarna drengurinn þegar ég tók myndina, ég skil þetta ekki!" og síðar: "hann var svona í leiknum, það var eins og hann svifi ...eins og hann hefði vængi , hann ljómaði."

Eigandi myndavélarinnar Böðvar Jónsson sagði réttilega að myndavélin lýgur ekki. Ekki náðist á þá Magnús og Þórhall til að staðfesta hvort Vésteinn hefði ekki örugglega verið á milli þeirra í efri röð, en aðrir hafa staðfest að hafa í það minnsta fundið fyrir nærveru Fernunnar. Þessi ráðgátan verður ekki leist á einni nóttu. Ljóst er að ef Vésteinn heldur áfram að skora þrennurnar og fernurnar, líður ekki á löngu þar til Kári Stefánsson fer að banka á dyrnar með sprautunál í annarri og tékkheftið í hinni. Hvernig sem fer er klárt að Puma nýtur góðs af frammistöðu Fernunnar, long may it continue!

Á meðfylgjandi mynd má sjá mynd sem náðist af Vedda með útfjólublárri linsu, hvítlauk og heilögu vatni.

- Ritstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lofsöngur stuðningsmanna á Ásvöllum í gærkvöldi. (við lagið "Heima-ísinn" úr auglýsingu sem tríóið Kósý gerði svo eftirminnilega.  einnig "Davy Crocket" á engilsaxnesku)

Fernaaaan, Veddi ferna ...hann tekur hann upp og neglir honum inn
Fernaaaan, Veddi ferna ...drepur á kassann og dælir netið í
Fernaaaan, Veddi ferna ...með dúndurskalla hann þenur netmöskva

......o.s.frv.

VIP (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband