24.6.2007 | 23:20
3. umferð: Puma - Dinamo Gym80 : 4-0
Þriðji leikur Puma á tímabilinu fór fram á Ásvöllum í kvöld. Fimmtán Púmur mættu ungu og orkumiuklu liði Dinamo Gym80 við kjöraðstæður. Lið okkar manna stillti upp í 4-4-2 og var þannig skipað:
Böðvar
Þórhallur - Vigfús - Hreiðar - Hilmar
Viðar - Benedikt - Þorvarður - Már
Ívar - Vésteinn
Á bekknum byrjuðu Magnús, Hallgrímur, Valgeir og Árni Þór sem stóðst læknispróf nú síðdegis og lýsti sig tilbúinn í þetta verkefni.
Lokatölurnar eru e.t.v. ekki mjög lýsandi fyrir leikinn sem var opinn og fjörugur eftir að hafa farið varlega af stað. Aragrúi marktækifæra leit dagsins ljós og höfðu framherjar Puma í nógu að snúast. Dinamo áttu einnig hættuleg færi, oftast eftir skyndisóknir á fljótum sóknarmönnum. Böðvar Jónsson átti skínandi leik í rammanum og steig vart feilspor í öllum sínum aðgerðum. Nokkrum sinnum þurfti hinn 31 árs gamli markvörður að taka á honum stóra sínum þegar framherjar Dinamo voru komnir einir í gegn, en Böðvar gerði vel og mætti þeim af krafti og snerpu og hélt rammanum hreinum fyrir vikið. Vésteinn Gauti og Ívar Guðmundsson voru einnig að sína stórkostlega samvinnu á köflum, þar sem sá síðarnefndi hreinlega mataði Fernuna af úrvalstækifærum. Að sjálfsögðu brást Fernan ekki frekar en fyrri daginn og skilaði að þessu sinni "aðeins" þremur kvikindum. Vésteinn kominn með 8 mörk í þremur leikjum, stórkostlegt. En eins og áður sagði var Ívars þáttur Guðmundssonar gríðarlega mikilvægur, þar sem kallinn er að leggja upp ÖLL mörkin. Það síðasta skoraði svo hinn sárþjáði Árni Þór Eyþórsson af harðfylgi, eftir að Vésteinn hafði fengið heiðursskiptingu þar sem áhorfendur hylltu kappann.
Vörnin var oftast mjög sannfærandi og var kletturinn sem sóknir Dinamo strandaði á. Vigfús var traustur að vanda og Hreiðar fyllti skarð Alexanders (í agabanni) með ágætum. Hilmar skilaði flottum leik í fyrsta sinn í byrjunarliði, og Þórhallur og Magnús skiluðu sínu og rúmlega það.
Már, Þorvarður, Viðar og Valgeir voru ógnandi á vængjunum og skiluðu varnarhlutverkinu vel, og sköpuðu þó nokkrar góðar sóknir og marktækifæri í leiknum.
Bendikt, Hallgrímur og Árni áttu góðan dag á miðjunni með mikilli yfirferð, skynsömu spili og hættulegum sendingum.
Eins og gefur að skilja er erfitt að velja mann leiksins þegar jafn margir leikmenn eiga jafn góðan dag og raun ber vitni. Þrír leikmenn gerðu aðallega tilkall að öðrum ólöstuðum; Ívar, Vésteinn og Böðvar.
Ritstjórn hefur ákveðið að velja markvörð liðsins Böðvar Jónsson sem mann leiksins. Böðvar sýndi mikinn karakter eftir að hafa fengið á sig 4 mörk í síðustu umferð. Hann var öruggur í úthlaupum, spörkin voru góð og varði oft á tíðum glæsilega í upplögðum tækifærum andstæðinganna. Liðið okkar mun alltaf skapa sér færi og skora mörk, þess vegna er gríðarlega mikilvægt að vörnin eigi góðan dag og markvörður haldi hreinu.
Mörk: Vésteinn Gauti 3, Árni Þór 1
Stoðsendingar: Ívar 4
Maður leiksins: Böðvar Jónsson.
Við þökkum ykkur strákar, okkar óbilandi stuðningsmönnum og Dinamo Gym80 fyrir drengilegan og skemmtilegan leik.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Sammála þessu vali á mönum leiksins. Frábær frammistaða hjá Bödda og það er ekki ofsögum sagt að Ívar höndli nýja hluterkið sitt með stakri prýði.
Ívar er búin að leggja 6 mörk upp á mig í sumar og það er engin leið að kvarta yfir því. Helvíti ánægður með kappan enda engin smá reynsla sem er búið að reima í takkaskóna. Ég tala nú ekki mikið um þau færi sem hafa ekki farið í netið eftir snilldar sendingar frá Ívari.
Til hamingju með þetta Íbbi og Böddi
Kv
Fernan
Ferna (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 23:32
Ritstjórn gefur sér það frelsi að breyta færslum á síðunni ef henni svo sýnist. Færslur verða að fara fyrir riststjórnarfulltrúa til samþykkis. Ósamþykktum færslum verður umsvifalaust breytt eða eytt út, brjóti þær á einhvern hátt í bága við stefnu, reglur og skoðun stjórnar.
Ritstjórn Puma , 24.6.2007 kl. 23:51
Væri gaman ef Ritstjórnin mundi nefna á nafn þennan rist-stjórnarfulltrúa svo hægt sé að hafa samband við hann ef þörf krefur. Sér hann um að grilla ?
Vel gert Veddi, Ívar og Böddi. Hlakka til að sjá ykkur spræka á æfingu í kvöld.
kv,
Binni
Binni Schram (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 09:24
Ritstjórnarfulltrúar eru nokkrir.
Meðal þeirra er undirritaður og Viðar I. Pé.
Hægt er að senda mail á okkur bodvar@365.is / vip@365.is ef einhverjar spurningar eða pælingar eru í gangi.
Kv.
Böðvar
Böddi (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 10:19
Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá er Böðvar vel að þessum titli kominn.
Þórhallur Halldórsson, 25.6.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.