22.6.2007 | 20:37
TF-PMA millilendir í Reykjavík
Svo mikið hefur gengið á í klúbbnum undanfarna daga að stjórnarformaður Puma sá sér ekki annað fært en að millilenda á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni frá Munchen til Múrmansk, til þess eins að funda með framkvæmdastjórn og heita þeim auknum stuðningi. Það er ljóst að Hermann skynjar að blikur eru á lofti um að Puma gæti verið að sigla inn í nýtt tímabil glæstra afreka á knattspyrnuvellinum. Öll umgjörð hefur verið stórbætt og leikmenn hafa brugðist vel við þeirri framþróun sem félagið er í. Hermann vildi reyndar lítið við fjölmiðla tala eftir viðræður við stjórnina á Loftleiðum nú síðdegis. Hann telur t.d. að ákveðinn net-miðill hafa gengið heldur fast að sínum mönnum með því að gera opinberar þær innanbúðar erjur sem áttu sér stað í vikunni. Hann hafði m.a. þetta að segja um það:
"Ég lít alfarið á þetta sem innanbúðar mál í félaginu og tel enga þörf fyrir að blóðþyrstir fjölmiðlar fái að sökkva tönnum sínum í þetta sár. Ég taldi nú að deilan hefði verið leist friðsællega hér um daginn, en svo virðist sem einhver glóð hafi ennþá verið mjög heit í mönnum", en bætti við í öðru samhengi, þegar hann var spurður út í stöðu liðsins: "Klúbburinn hefur verið rekinn mjög vel, en það sem hefur vantað á er áþreifanlegur árangur. Titlarnir eru það sem þetta snýst um, það er og verður alltaf okkar markmið að vera í baráttunni um titlana, og hafa betur" Sagði Hermann Guðmundsson brosmildur að vanda og gekk út í stífbónaðann eðalvagn merktan "Puma 1".
Meðfylgjandi er mynd af Hermanni í fundarsal á Hótel Loftleiðum nú undir kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.